Tvö glæsimörk skoruð í endurkomusigri Newcastle Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2024 17:28 Markaskorararnir Harvey Barnes og Fabian Schar fagna sigurmarkinu. Bruno Guimares skellti sér á bak. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Newcastle skoraði tvö glæsimörk og sótti 1-2 útivallarsigur eftir að hafa lent undir gegn Wolverhampton Wanderers í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Boðið var upp á mikla skemmtun frá fyrstu mínútu, hraður leikur og bæði lið fengu færi til að taka forystuna snemma. Færin voru fleiri fyrir Newcastle, sem átti meðal annars skot í stöng, en það var Wolves sem braut ísinn. Markið kom upp úr skyndisókn, Jörgen Larsen fékk bolta og mikið pláss á hægri kantinum og flengdi fyrir markið. Matheus Cunha var klókur og lét boltann fara, yfir á fjærstöngina þar sem Mario Lemina mætti og slúttaði. Mario Lemina kom í klóku hlaupi á fjærstöngina og fékk boltann.Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Eftir markið var mikill andi í Wolves liðinu, sem fékk tvö úrvalsfæri til að bæta við en tókst það ekki. Leikurinn opnaðist aftur í seinni hálfleik og bæði lið voru líkleg til að skora. Eftir fjölda marktækifæra tókst Newcastle svo að jafna leikinn á 75. mínútu. Boltinn var hreinsaður burt úr teignum, á Bruno Guimares sem lagði hann létt til hliðar á Fabian Schar, sem tók sér lítinn tíma og þrumaði í markið af um þrjátíu metra færi. Fabian Schar lét vaða af löngu færi.Naomi Baker/Getty Images Aðeins fimm mínútum síðar komst Newcastle svo yfir. Markið var engu síðra en það fyrra, Joseph Willock og Harvey Barnes á vinstri vængnum tengdu saman þríhyrninga áður en sá síðarnefndi skipti yfir á hægri fótinn og smurði boltann í fjærhornið. Wolves átti enga endurkomu í erminni á lokamínútum leiksins, sem lauk með 1-2 sigri Newcastle eftir átta mínútna uppbótartíma. Wolves er því enn án sigurs og aðeins með eitt stig. Newcastle situr í 3. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fjórar umferðir. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Boðið var upp á mikla skemmtun frá fyrstu mínútu, hraður leikur og bæði lið fengu færi til að taka forystuna snemma. Færin voru fleiri fyrir Newcastle, sem átti meðal annars skot í stöng, en það var Wolves sem braut ísinn. Markið kom upp úr skyndisókn, Jörgen Larsen fékk bolta og mikið pláss á hægri kantinum og flengdi fyrir markið. Matheus Cunha var klókur og lét boltann fara, yfir á fjærstöngina þar sem Mario Lemina mætti og slúttaði. Mario Lemina kom í klóku hlaupi á fjærstöngina og fékk boltann.Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Eftir markið var mikill andi í Wolves liðinu, sem fékk tvö úrvalsfæri til að bæta við en tókst það ekki. Leikurinn opnaðist aftur í seinni hálfleik og bæði lið voru líkleg til að skora. Eftir fjölda marktækifæra tókst Newcastle svo að jafna leikinn á 75. mínútu. Boltinn var hreinsaður burt úr teignum, á Bruno Guimares sem lagði hann létt til hliðar á Fabian Schar, sem tók sér lítinn tíma og þrumaði í markið af um þrjátíu metra færi. Fabian Schar lét vaða af löngu færi.Naomi Baker/Getty Images Aðeins fimm mínútum síðar komst Newcastle svo yfir. Markið var engu síðra en það fyrra, Joseph Willock og Harvey Barnes á vinstri vængnum tengdu saman þríhyrninga áður en sá síðarnefndi skipti yfir á hægri fótinn og smurði boltann í fjærhornið. Wolves átti enga endurkomu í erminni á lokamínútum leiksins, sem lauk með 1-2 sigri Newcastle eftir átta mínútna uppbótartíma. Wolves er því enn án sigurs og aðeins með eitt stig. Newcastle situr í 3. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fjórar umferðir.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira