Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2024 07:43 Viðbragðsaðilar við störf nærri Biala Glucholaska ánni í Póllandi. Vísir/EPA Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. Í Tékklandi þurfti að rýma um 51 þúsund heimili í norðurhluta landsins. Þar hefur rafmagn einnig slegið út. Búið er að setja upp flóðavarnir í höfuðborginni Prag. Í Opole héraði í Póllandi hafa ár flætt yfir árbakka sína og hvatti bæjarstjórinn í Glucholazy til þess að fólk færði sig ofar. Í Kraká var íbúum boðið að sækja sandpoka til að verja heimili sín fyrir flóðum. Áin Bela flæddi yfir bakka sína nærri Mikulovice í Tékklandi.Vísir/EPA Bærinn Klodzsko í Póllandi hefur orðið hvað verst úti í þessum hörmungum. Þar þurftu 1.600 manns að yfirgefa heimili sín og hefur forseti landsins, Donald Tusk, hvatt íbúa til að vinna vel með viðbragðsaðilum þegar og ef þau eru beðin að yfirgefa heimili sín. Rafmagns- og internetlaus Um það bil 17 þusund manns eru rafmagnslaus á svæðinu og sums staðar er ekki símasamband eða internet. Tusk greindi frá því í ávarrpi í gær að hann hafi ákveðið að nota sums staðar Starlink gervitungl til að tryggja fólki samband. Í Rúmeníu hafa viðbragðsaðilar þurft að aðstoða víða við rýmingu. Myndin er tekin í bænum Pechea nærri Galati borg í Rúmeníu. Fjórir hafa látist á svæðinu vegna flóðanna og um fimm þúsund heimili eyðilagst.Vísir/EPA „Við erum aftur að mæta afleiðingum loftslagsbreytinga en á meginlandi Evrópu verðum við sífellt meira vör við þær,“ er haft eftir forseta Rúmeníu, Klaus Iohannis, í frétt um málið á vef BBC. Öfgafull úrkoma tíðari Þar kemur fram að afleiðingar loftslagsbreytinga í Evrópu gæti verið tíðari öfgafull rigning. Hlýrra loftslag haldi betur raka sem geti valdið þyngri úrkomu. Í Póllandi hafa sandpokar verið notaðir í flóðvarnir. Myndin er tekin við ánna Biala Glucholaska í Glucholazy í suðvesturhluta landsins. Neyðarástand er í Póllandi vegna mikillar úrkomu.Vísir/EPA „Þetta eru náttúruhamfarir af stórum skala,“ segir Emil Dragomir, bæjarstjóri Slobozia Conachi í Rúmeníu, að það hafi þurft að rýma 700 heimili í bænum. Í Tékklandi brast stífla á laugardag í suðurhluta landsins og hvatti umhverfisráðherrann, Petr Hladik, þau sem voru á verstu svæðunum til að yfirgefa heimili sín. Það væri töluverð hætta á skyndiflóðum. Búist er við því að það haldi áfram að rigna í Tékklandi fram á þriðjudag. Veður Pólland Rúmenía Tékkland Tengdar fréttir Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Í Tékklandi þurfti að rýma um 51 þúsund heimili í norðurhluta landsins. Þar hefur rafmagn einnig slegið út. Búið er að setja upp flóðavarnir í höfuðborginni Prag. Í Opole héraði í Póllandi hafa ár flætt yfir árbakka sína og hvatti bæjarstjórinn í Glucholazy til þess að fólk færði sig ofar. Í Kraká var íbúum boðið að sækja sandpoka til að verja heimili sín fyrir flóðum. Áin Bela flæddi yfir bakka sína nærri Mikulovice í Tékklandi.Vísir/EPA Bærinn Klodzsko í Póllandi hefur orðið hvað verst úti í þessum hörmungum. Þar þurftu 1.600 manns að yfirgefa heimili sín og hefur forseti landsins, Donald Tusk, hvatt íbúa til að vinna vel með viðbragðsaðilum þegar og ef þau eru beðin að yfirgefa heimili sín. Rafmagns- og internetlaus Um það bil 17 þusund manns eru rafmagnslaus á svæðinu og sums staðar er ekki símasamband eða internet. Tusk greindi frá því í ávarrpi í gær að hann hafi ákveðið að nota sums staðar Starlink gervitungl til að tryggja fólki samband. Í Rúmeníu hafa viðbragðsaðilar þurft að aðstoða víða við rýmingu. Myndin er tekin í bænum Pechea nærri Galati borg í Rúmeníu. Fjórir hafa látist á svæðinu vegna flóðanna og um fimm þúsund heimili eyðilagst.Vísir/EPA „Við erum aftur að mæta afleiðingum loftslagsbreytinga en á meginlandi Evrópu verðum við sífellt meira vör við þær,“ er haft eftir forseta Rúmeníu, Klaus Iohannis, í frétt um málið á vef BBC. Öfgafull úrkoma tíðari Þar kemur fram að afleiðingar loftslagsbreytinga í Evrópu gæti verið tíðari öfgafull rigning. Hlýrra loftslag haldi betur raka sem geti valdið þyngri úrkomu. Í Póllandi hafa sandpokar verið notaðir í flóðvarnir. Myndin er tekin við ánna Biala Glucholaska í Glucholazy í suðvesturhluta landsins. Neyðarástand er í Póllandi vegna mikillar úrkomu.Vísir/EPA „Þetta eru náttúruhamfarir af stórum skala,“ segir Emil Dragomir, bæjarstjóri Slobozia Conachi í Rúmeníu, að það hafi þurft að rýma 700 heimili í bænum. Í Tékklandi brast stífla á laugardag í suðurhluta landsins og hvatti umhverfisráðherrann, Petr Hladik, þau sem voru á verstu svæðunum til að yfirgefa heimili sín. Það væri töluverð hætta á skyndiflóðum. Búist er við því að það haldi áfram að rigna í Tékklandi fram á þriðjudag.
Veður Pólland Rúmenía Tékkland Tengdar fréttir Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49