Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2024 07:43 Viðbragðsaðilar við störf nærri Biala Glucholaska ánni í Póllandi. Vísir/EPA Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. Í Tékklandi þurfti að rýma um 51 þúsund heimili í norðurhluta landsins. Þar hefur rafmagn einnig slegið út. Búið er að setja upp flóðavarnir í höfuðborginni Prag. Í Opole héraði í Póllandi hafa ár flætt yfir árbakka sína og hvatti bæjarstjórinn í Glucholazy til þess að fólk færði sig ofar. Í Kraká var íbúum boðið að sækja sandpoka til að verja heimili sín fyrir flóðum. Áin Bela flæddi yfir bakka sína nærri Mikulovice í Tékklandi.Vísir/EPA Bærinn Klodzsko í Póllandi hefur orðið hvað verst úti í þessum hörmungum. Þar þurftu 1.600 manns að yfirgefa heimili sín og hefur forseti landsins, Donald Tusk, hvatt íbúa til að vinna vel með viðbragðsaðilum þegar og ef þau eru beðin að yfirgefa heimili sín. Rafmagns- og internetlaus Um það bil 17 þusund manns eru rafmagnslaus á svæðinu og sums staðar er ekki símasamband eða internet. Tusk greindi frá því í ávarrpi í gær að hann hafi ákveðið að nota sums staðar Starlink gervitungl til að tryggja fólki samband. Í Rúmeníu hafa viðbragðsaðilar þurft að aðstoða víða við rýmingu. Myndin er tekin í bænum Pechea nærri Galati borg í Rúmeníu. Fjórir hafa látist á svæðinu vegna flóðanna og um fimm þúsund heimili eyðilagst.Vísir/EPA „Við erum aftur að mæta afleiðingum loftslagsbreytinga en á meginlandi Evrópu verðum við sífellt meira vör við þær,“ er haft eftir forseta Rúmeníu, Klaus Iohannis, í frétt um málið á vef BBC. Öfgafull úrkoma tíðari Þar kemur fram að afleiðingar loftslagsbreytinga í Evrópu gæti verið tíðari öfgafull rigning. Hlýrra loftslag haldi betur raka sem geti valdið þyngri úrkomu. Í Póllandi hafa sandpokar verið notaðir í flóðvarnir. Myndin er tekin við ánna Biala Glucholaska í Glucholazy í suðvesturhluta landsins. Neyðarástand er í Póllandi vegna mikillar úrkomu.Vísir/EPA „Þetta eru náttúruhamfarir af stórum skala,“ segir Emil Dragomir, bæjarstjóri Slobozia Conachi í Rúmeníu, að það hafi þurft að rýma 700 heimili í bænum. Í Tékklandi brast stífla á laugardag í suðurhluta landsins og hvatti umhverfisráðherrann, Petr Hladik, þau sem voru á verstu svæðunum til að yfirgefa heimili sín. Það væri töluverð hætta á skyndiflóðum. Búist er við því að það haldi áfram að rigna í Tékklandi fram á þriðjudag. Veður Pólland Rúmenía Tékkland Tengdar fréttir Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Í Tékklandi þurfti að rýma um 51 þúsund heimili í norðurhluta landsins. Þar hefur rafmagn einnig slegið út. Búið er að setja upp flóðavarnir í höfuðborginni Prag. Í Opole héraði í Póllandi hafa ár flætt yfir árbakka sína og hvatti bæjarstjórinn í Glucholazy til þess að fólk færði sig ofar. Í Kraká var íbúum boðið að sækja sandpoka til að verja heimili sín fyrir flóðum. Áin Bela flæddi yfir bakka sína nærri Mikulovice í Tékklandi.Vísir/EPA Bærinn Klodzsko í Póllandi hefur orðið hvað verst úti í þessum hörmungum. Þar þurftu 1.600 manns að yfirgefa heimili sín og hefur forseti landsins, Donald Tusk, hvatt íbúa til að vinna vel með viðbragðsaðilum þegar og ef þau eru beðin að yfirgefa heimili sín. Rafmagns- og internetlaus Um það bil 17 þusund manns eru rafmagnslaus á svæðinu og sums staðar er ekki símasamband eða internet. Tusk greindi frá því í ávarrpi í gær að hann hafi ákveðið að nota sums staðar Starlink gervitungl til að tryggja fólki samband. Í Rúmeníu hafa viðbragðsaðilar þurft að aðstoða víða við rýmingu. Myndin er tekin í bænum Pechea nærri Galati borg í Rúmeníu. Fjórir hafa látist á svæðinu vegna flóðanna og um fimm þúsund heimili eyðilagst.Vísir/EPA „Við erum aftur að mæta afleiðingum loftslagsbreytinga en á meginlandi Evrópu verðum við sífellt meira vör við þær,“ er haft eftir forseta Rúmeníu, Klaus Iohannis, í frétt um málið á vef BBC. Öfgafull úrkoma tíðari Þar kemur fram að afleiðingar loftslagsbreytinga í Evrópu gæti verið tíðari öfgafull rigning. Hlýrra loftslag haldi betur raka sem geti valdið þyngri úrkomu. Í Póllandi hafa sandpokar verið notaðir í flóðvarnir. Myndin er tekin við ánna Biala Glucholaska í Glucholazy í suðvesturhluta landsins. Neyðarástand er í Póllandi vegna mikillar úrkomu.Vísir/EPA „Þetta eru náttúruhamfarir af stórum skala,“ segir Emil Dragomir, bæjarstjóri Slobozia Conachi í Rúmeníu, að það hafi þurft að rýma 700 heimili í bænum. Í Tékklandi brast stífla á laugardag í suðurhluta landsins og hvatti umhverfisráðherrann, Petr Hladik, þau sem voru á verstu svæðunum til að yfirgefa heimili sín. Það væri töluverð hætta á skyndiflóðum. Búist er við því að það haldi áfram að rigna í Tékklandi fram á þriðjudag.
Veður Pólland Rúmenía Tékkland Tengdar fréttir Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49