Enski boltinn

Enginn vara­maður skorað jafn mörg sigurmörk: „Getur orðið einn besti fram­herji heims“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þrumufleygur af vinstri fæti Jhon Durán tryggði sigur í dag. 
Þrumufleygur af vinstri fæti Jhon Durán tryggði sigur í dag. 

Jhon Durán setti met þegar hann skoraði sigurmark eftir að hafa komið inn af varamannabekknum, í þriðja sinn á tímabilinu. Liðsfélagi hans telur hann geta orðið einn besta framherja heims.

Markið skoraði Durán í ævintýralegum 3-2 endurkomusigri Aston Villa gegn Everton.

Þetta var aðeins fjórði leikurinn en Durán hefur samt sett met sem nær yfir allt tímabilið; enginn hefur skorað jafn mörg sigurmörk eftir að hafa byrjað á bekknum.

Markið var líka ekki af verri endanum, þrumufleygur með vinstri fæti fyrir utan teig.

„Ég sá þetta aftan frá og hvernig boltinn hreyfðist, algjörlega óstöðvandi skot. Við höfum verið að hjálpa honum að komast inn í hlutina en ef hann heldur svona áfram verður hann mikil ógn. Hann getur orðið einn besti framherji heims, en þarf að halda báðum fótum á jörðinni og hafa hausinn rétt skrúfaðan á,“ sagði liðsfélagi hans, markvörðurinn Emiliano Martínez.

Emiliano Martinez sparaði ekki hrósið.Michael Regan/Getty Images



Fleiri fréttir

Sjá meira


×