Fótbolti

Pochettino: Banda­rísku karlarnir eiga að taka konurnar sér til fyrir­myndar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bandaríska kvennalandsliðið varð síðast heimsmeistari árið 2019. Mauricio Pochettino sést hér með bandaríska landsliðsbúninginn.
Bandaríska kvennalandsliðið varð síðast heimsmeistari árið 2019. Mauricio Pochettino sést hér með bandaríska landsliðsbúninginn. Getty/Jose Breton/Dustin Satloff

Mauricio Pochettino hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund sem þjálfari karlalandsliðs Bandaríkjanna. Hann vill að bandaríska liðið stefni hátt undir sinni stjórn.

Pochettino fær það tækifæri að stýra bandaríska landsliðinu á heimavelli á HM 2026.

„Við erum hérna af því að við viljum vinna. Við höfum mörg dæmi hér sem við getum leikið eftir,“ sagði Pochettino.

Hann var þar að tala um bandaríska kvennalandsliðið sem hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari. Hann vill að bandarísku karlarnir taki konurnar sér til fyrirmyndar.

Þær stefna alltaf á sigur á hverju heimsmeistaramóti og argentínski þjálfarinn vill sjá hugarfarsbreytingu hjá karlalandsliðinu.

„Við verðum að trúa því að við getum orðið heimsmeistarar,“ sagði Pochettino.

„Að trúa. Það orð er svo áhrifamikið. Þú getur verið með rosalega mikla hæfileika og þú getur verið klókur. Í fótbolta verður þú hins vegar fyrst og fremst að trúa. Ef við finnum leiðina saman þá getum við náð mjög langt,“ sagði Pochettino.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×