Orri vill láta til sín taka gegn Real Madrid Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2024 18:01 Kylian Mbappé og Orri Steinn Óskarsson verða væntanlega á ferðinni annað kvöld þegar Real Madrid sækir Real Sociedad heim. Samsett/Getty Orri Steinn Óskarsson er staðráðinn í að skora fjölda marka fyrir sitt nýja lið Real Sociedad sem greiddi metverð til að fá hann frá FC Kaupmannahöfn fyrir tveimur vikum. Á morgun er stórleikur við Evrópumeistara Real Madrid. Orri kom inn á sem varamaður gegn Getafe 1. september, í sínum fyrsta leik fyrir Real Sociedad, áður en hann fór svo í landsleikjatörn og skoraði glæsilegt skallamark gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli. Nú er svo komið að fyrsta heimaleik Orra og það er gegn sigursælasta liði Meistaradeildarinnar, Real Madrid, annað kvöld. Hjá gestunum úr Madrid er mikil pressa á Kylian Mbappé að skora mörk í hverjum leik, en það eru einnig miklar væntingar gerðar til Orra sem er nýorðinn tvítugur en hefur sýnt að hann kann þá list að skora mörk. „Ég vil skora mörk frá fyrsta degi, því það er starf framherja að skora mörk, og ég mun leggja mig allan fram við að gera það. Ég er búinn að æfa vel, kynnast strákunum, og aðlögunin er ekki eins erfið og hún gæti verið. Ég er ánægður,“ er haft eftir Orra í spænskum fjölmiðlum. Talaði við Alfreð og horfir til Isaks Orri segist horfa til framherja eins og hins sænska Alexanders Isak, sem Newcastle keypti frá Real Sociedad fyrir 70 milljónir evra. „Isak veitir mér mikinn innblástur, með því hvernig hann kom og byrjaði strax vel hérna,“ sagði Orri samkvæmt AS. Hann talaði líka við Alfreð Finnbogason, fyrrverandi liðsfélaga sinn úr landsliðinu, sem var leikmaður Real Sociedad fyrir tæpum áratug. „Ég talaði við hann og hann sagði mér frábæra hluti um félagið og borgina, og það var mikilvægt fyrir mig. Ég er búinn að skoða umhverfið hérna. Þetta er fallegt og mjög rólegt. Ég held að ég muni njóta mín í botn hérna. Borgin er flott og fólkið elskulegt. Hér er vel tekið á móti manni,“ sagði Orri. Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Orri kom inn á sem varamaður gegn Getafe 1. september, í sínum fyrsta leik fyrir Real Sociedad, áður en hann fór svo í landsleikjatörn og skoraði glæsilegt skallamark gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli. Nú er svo komið að fyrsta heimaleik Orra og það er gegn sigursælasta liði Meistaradeildarinnar, Real Madrid, annað kvöld. Hjá gestunum úr Madrid er mikil pressa á Kylian Mbappé að skora mörk í hverjum leik, en það eru einnig miklar væntingar gerðar til Orra sem er nýorðinn tvítugur en hefur sýnt að hann kann þá list að skora mörk. „Ég vil skora mörk frá fyrsta degi, því það er starf framherja að skora mörk, og ég mun leggja mig allan fram við að gera það. Ég er búinn að æfa vel, kynnast strákunum, og aðlögunin er ekki eins erfið og hún gæti verið. Ég er ánægður,“ er haft eftir Orra í spænskum fjölmiðlum. Talaði við Alfreð og horfir til Isaks Orri segist horfa til framherja eins og hins sænska Alexanders Isak, sem Newcastle keypti frá Real Sociedad fyrir 70 milljónir evra. „Isak veitir mér mikinn innblástur, með því hvernig hann kom og byrjaði strax vel hérna,“ sagði Orri samkvæmt AS. Hann talaði líka við Alfreð Finnbogason, fyrrverandi liðsfélaga sinn úr landsliðinu, sem var leikmaður Real Sociedad fyrir tæpum áratug. „Ég talaði við hann og hann sagði mér frábæra hluti um félagið og borgina, og það var mikilvægt fyrir mig. Ég er búinn að skoða umhverfið hérna. Þetta er fallegt og mjög rólegt. Ég held að ég muni njóta mín í botn hérna. Borgin er flott og fólkið elskulegt. Hér er vel tekið á móti manni,“ sagði Orri.
Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira