Sýkna Sólveigar stendur Árni Sæberg skrifar 13. september 2024 13:52 Sólveg Guðrún var þingmaður Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma. Hér er hún á landsfundi flokksins árið 2022. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Áslaugar Björnsdóttur um áfrýjunarleyfi í máli hennar á hendur Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, fyrrverandi þingmanni og dómsmálaráðherra. Áslaug krafði Sólveigu um greiðslu 28 milljóna króna í málinu en í tengdum málum hefur Sólveig verið krafin um milljarða króna. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur málsins varði kröfu Áslaugar um skaðabætur vegna ætlaðrar háttsemi eiginmanns Sólveigar, Kristins Björnssonar sem nú er látinn, en hún sitji í óskiptu búi eftir hann. Fyrri dómkrafan sé fjárkrafa vegna kostnaðar sem Áslaug greiddi sem hluthafi í einkahlutafélaginu Björn Hallgrímsson vegna rekstrarkostnaðar Gnúps fjárfestingafélags hf. fram til 8. janúar 2008. Áslaug hafi einkum byggt á því að Kristinn hafi blekkt hana til að greiða skuldbindingar hans vegna Gnúps fjárfestingafélags hf. í kjölfar yfirtöku Glitnis banka hf. á því félagi og hún telji að þær skuldbindingar hafi leitt af samkomulagi frá 8. janúar 2008. Seinni dómkrafan varði greiðslu leyfisbeiðanda til Ernu ehf. í tengslum við kaup Björns Hallgrímssonar ehf. á hlutum í Árvakri hf. Áslaug hafi lýst því yfir að yrði henni veitt leyfi til áfrýjunar myndi ágreiningur málsins fyrir Hæstarétti eingöngu lúta að fyrri dómkröfunni. Gerði enga fyrirvara Með dómi Landsréttar hafi héraðsdómur verið staðfestur um sýknu Sólveigar. Um fyrri dómkröfuna hafi sagt í dómi Landsréttar að ekki yrði annað ráðið en að þegar Áslaug hefði gefið umboð sitt til Kristins 9. janúar 2008 til undirritunar samkomulags frá því deginum áður hefði hún haft allar upplýsingar og forsendur til að átta sig til hlítar á þeim skuldbindingum sem í því fólust. Áslaug hefði ekki gert neina fyrirvara þegar hún veitti samþykki sitt. Þá hafi Landsréttur látið þess getið að ekkert lægi fyrir í málinu um að Kristinn hefði blekkt hana og þannig valdið henni fjártjóni með saknæmum og ólögmætum hætti þannig að skapast hafi bótaskylda. Telur sig hafa verið beitta blekkingum Áslaug hefði einkum byggt á því að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng að efni til enda gangi hún þvert gegn viðurkenndum meginreglum skaðabóta- og kröfuréttar. Þá sýni gögn málsins að hún hafi verið beitt blekkingum og ekki haft færi á að átta sig á þeim skuldbindingum sem fólust í fyrrgreindu samkomulagi. Enn fremur telji hún að málið hafi fordæmisgildi, einkum um tómlæti og fyrningu kröfuréttinda. Sakarefnið varði þar að auki verulega fjárhagslega hagsmuni leyfisbeiðanda. Að endingu vísi hún til þess að brýnt sé að Hæstiréttur taki dóm Landsréttar til endurskoðunar enda varði það mikilvæga almenna hagsmuni að beiting sönnunarreglna og lagatúlkun sé skýr og fyrirsjáanleg. Ekkert almennt gildi og varði ekki mikilvæga hagsmuni Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því hafnað. Ekki laus allra mála Málið sem hér um ræðir er ekki það eina sem snýr að viðskiptum eiginmanns Sólveigar heitins. Félagið Lyfjablóm ehf., sem er í eigu sonar Áslaugar, hefur stefnt Sólveigu til greiðslu ríflega tveggja milljarða króna, óskipt með Þórði Má Jóhannessyni, sem var forstjóri áðurnefnds Gnúps. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði þau bæði af öllum kröfum Lyfjablóms árið 2022. Dómurinn taldi engri saknæmri hafa verið til að dreifa í málinu og féllst einnig á málsástæður Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar um að allar kröfur á hendur þeim væru ýmist fyrndar, málshöfðunarfrestur þeirra runninn út, fallnar niður fyrir tómlæti eða þær hefðu einfaldlega ekki stofnast.. Landsréttur ruddur Ekki eru þó öll kurl komin til grafar í því máli enda áfrýjaði Lyfjablóm dómi Héraðsdóms og málið er enn til meðferðar í Landsrétti. Talsverða athygli vakti nýverið þegar Landsréttur, og síðar Hæstiréttur, féllst á kröfu Lyfjablóms um að öllum dómurum Landsréttar yrði gert að víkja í málinu. Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, starfaði fyrir Gnúp. Hann var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. Á meðal gagna málsins er skýrsla sem Aðalsteinn gaf fyrir héraðsdómi árið 2022, en þá var hann orðinn dómari við Landsrétt. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómarar við réttinn væru vanhæfir vegna þess að Aðalsteinn samstarfsmaður þeirra væri vitni í málinu. Málinu var skotið til Hæstaréttar sem komst að sömu niðurstöðu. Þótt ekki væri augljóst að við úrlausn málsins muni reyna á það að dómarar við Landsrétt þurfi að leggja mat á sönnunargildi og trúverðugleika framburðar Aðalsteins þá væri ekki hægt að útiloka það. Það að Aðalsteinn væri vitni í málinu væri til þess fallið að draga mætti óhlutdrægni annarra dómara við Landsrétt með réttu í efa. Dómsmál Hrunið Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Helti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur málsins varði kröfu Áslaugar um skaðabætur vegna ætlaðrar háttsemi eiginmanns Sólveigar, Kristins Björnssonar sem nú er látinn, en hún sitji í óskiptu búi eftir hann. Fyrri dómkrafan sé fjárkrafa vegna kostnaðar sem Áslaug greiddi sem hluthafi í einkahlutafélaginu Björn Hallgrímsson vegna rekstrarkostnaðar Gnúps fjárfestingafélags hf. fram til 8. janúar 2008. Áslaug hafi einkum byggt á því að Kristinn hafi blekkt hana til að greiða skuldbindingar hans vegna Gnúps fjárfestingafélags hf. í kjölfar yfirtöku Glitnis banka hf. á því félagi og hún telji að þær skuldbindingar hafi leitt af samkomulagi frá 8. janúar 2008. Seinni dómkrafan varði greiðslu leyfisbeiðanda til Ernu ehf. í tengslum við kaup Björns Hallgrímssonar ehf. á hlutum í Árvakri hf. Áslaug hafi lýst því yfir að yrði henni veitt leyfi til áfrýjunar myndi ágreiningur málsins fyrir Hæstarétti eingöngu lúta að fyrri dómkröfunni. Gerði enga fyrirvara Með dómi Landsréttar hafi héraðsdómur verið staðfestur um sýknu Sólveigar. Um fyrri dómkröfuna hafi sagt í dómi Landsréttar að ekki yrði annað ráðið en að þegar Áslaug hefði gefið umboð sitt til Kristins 9. janúar 2008 til undirritunar samkomulags frá því deginum áður hefði hún haft allar upplýsingar og forsendur til að átta sig til hlítar á þeim skuldbindingum sem í því fólust. Áslaug hefði ekki gert neina fyrirvara þegar hún veitti samþykki sitt. Þá hafi Landsréttur látið þess getið að ekkert lægi fyrir í málinu um að Kristinn hefði blekkt hana og þannig valdið henni fjártjóni með saknæmum og ólögmætum hætti þannig að skapast hafi bótaskylda. Telur sig hafa verið beitta blekkingum Áslaug hefði einkum byggt á því að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng að efni til enda gangi hún þvert gegn viðurkenndum meginreglum skaðabóta- og kröfuréttar. Þá sýni gögn málsins að hún hafi verið beitt blekkingum og ekki haft færi á að átta sig á þeim skuldbindingum sem fólust í fyrrgreindu samkomulagi. Enn fremur telji hún að málið hafi fordæmisgildi, einkum um tómlæti og fyrningu kröfuréttinda. Sakarefnið varði þar að auki verulega fjárhagslega hagsmuni leyfisbeiðanda. Að endingu vísi hún til þess að brýnt sé að Hæstiréttur taki dóm Landsréttar til endurskoðunar enda varði það mikilvæga almenna hagsmuni að beiting sönnunarreglna og lagatúlkun sé skýr og fyrirsjáanleg. Ekkert almennt gildi og varði ekki mikilvæga hagsmuni Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því hafnað. Ekki laus allra mála Málið sem hér um ræðir er ekki það eina sem snýr að viðskiptum eiginmanns Sólveigar heitins. Félagið Lyfjablóm ehf., sem er í eigu sonar Áslaugar, hefur stefnt Sólveigu til greiðslu ríflega tveggja milljarða króna, óskipt með Þórði Má Jóhannessyni, sem var forstjóri áðurnefnds Gnúps. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði þau bæði af öllum kröfum Lyfjablóms árið 2022. Dómurinn taldi engri saknæmri hafa verið til að dreifa í málinu og féllst einnig á málsástæður Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar um að allar kröfur á hendur þeim væru ýmist fyrndar, málshöfðunarfrestur þeirra runninn út, fallnar niður fyrir tómlæti eða þær hefðu einfaldlega ekki stofnast.. Landsréttur ruddur Ekki eru þó öll kurl komin til grafar í því máli enda áfrýjaði Lyfjablóm dómi Héraðsdóms og málið er enn til meðferðar í Landsrétti. Talsverða athygli vakti nýverið þegar Landsréttur, og síðar Hæstiréttur, féllst á kröfu Lyfjablóms um að öllum dómurum Landsréttar yrði gert að víkja í málinu. Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, starfaði fyrir Gnúp. Hann var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. Á meðal gagna málsins er skýrsla sem Aðalsteinn gaf fyrir héraðsdómi árið 2022, en þá var hann orðinn dómari við Landsrétt. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómarar við réttinn væru vanhæfir vegna þess að Aðalsteinn samstarfsmaður þeirra væri vitni í málinu. Málinu var skotið til Hæstaréttar sem komst að sömu niðurstöðu. Þótt ekki væri augljóst að við úrlausn málsins muni reyna á það að dómarar við Landsrétt þurfi að leggja mat á sönnunargildi og trúverðugleika framburðar Aðalsteins þá væri ekki hægt að útiloka það. Það að Aðalsteinn væri vitni í málinu væri til þess fallið að draga mætti óhlutdrægni annarra dómara við Landsrétt með réttu í efa.
Dómsmál Hrunið Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Helti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Sjá meira