Segir Gomes ekki fenginn í stað Hákonar Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2024 15:46 Hákon Arnar Haraldsson á ferðinni á Wembley í júní, í 1-0 sigrinum gegn Englandi í vináttulandsleik. Getty/Bradley Collyer Olivier Létang, formaður franska knattspyrnufélagsins Lille, segir að koma Portúgalans André Gomes til félagsins sé ekki hugsuð til þess að fylla í skarðið fyrir Hákon Arnar Haraldsson. Hákon er meiddur og varð að draga sig úr landsliðshópnum sem mætti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Ljóst er að hann verður frá keppni næstu mánuðina en franskir fjölmiðlar segja að Hákon hafi brotið bein í fæti. Tveimur dögum eftir að Hákon meiddist, eða á föstudaginn í síðustu viku, kynnti Lille til leiks hinn 31 árs gamla Gomes. Hann var síðast á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en var samningslaus og því gat Lille fengið hann þó að félagsskiptaglugginn hefði lokast. Andre Gomes lék áður með Everton og var þar meðal annars liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar.Getty/Dave Howarth Gomes þekkir vel til hjá Lille eftir að hafa verið þar að láni tímabili 2022-23 og Létang segir það ekki þannig að meiðsli Hákonar hafi ráðið því að samið væri við leikmanninn, sem á að baki 29 A-landsleiki fyrir Portúgal. „Ég las eitthvað um að við hefðum gert þennan samning á síðustu stundu. Það var alls ekki þannig. Eins og André sagði sjálfur þá vorum við reglulega í sambandi við hann. Við höfðum rætt við hann en tímasetningin var ekki rétt þá,“ sagði Létang. „Við hefðum getað náð í hann burtséð frá meiðslum Hákonar. Það er ekki eins og að við höfum bara drifið í þessu sí svona, á 48 tímum. Við vorum í sambandi og viljinn var mikill. Hákon verður frá keppni í tvo til þrjá mánuði, það er enn óljóst. En André er ekki eins leikmaður og Hákon. Þessi tvö dæmi eru ekki nátengd,“ sagði Létang. Franski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Hákon er meiddur og varð að draga sig úr landsliðshópnum sem mætti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Ljóst er að hann verður frá keppni næstu mánuðina en franskir fjölmiðlar segja að Hákon hafi brotið bein í fæti. Tveimur dögum eftir að Hákon meiddist, eða á föstudaginn í síðustu viku, kynnti Lille til leiks hinn 31 árs gamla Gomes. Hann var síðast á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en var samningslaus og því gat Lille fengið hann þó að félagsskiptaglugginn hefði lokast. Andre Gomes lék áður með Everton og var þar meðal annars liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar.Getty/Dave Howarth Gomes þekkir vel til hjá Lille eftir að hafa verið þar að láni tímabili 2022-23 og Létang segir það ekki þannig að meiðsli Hákonar hafi ráðið því að samið væri við leikmanninn, sem á að baki 29 A-landsleiki fyrir Portúgal. „Ég las eitthvað um að við hefðum gert þennan samning á síðustu stundu. Það var alls ekki þannig. Eins og André sagði sjálfur þá vorum við reglulega í sambandi við hann. Við höfðum rætt við hann en tímasetningin var ekki rétt þá,“ sagði Létang. „Við hefðum getað náð í hann burtséð frá meiðslum Hákonar. Það er ekki eins og að við höfum bara drifið í þessu sí svona, á 48 tímum. Við vorum í sambandi og viljinn var mikill. Hákon verður frá keppni í tvo til þrjá mánuði, það er enn óljóst. En André er ekki eins leikmaður og Hákon. Þessi tvö dæmi eru ekki nátengd,“ sagði Létang.
Franski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira