Segir Gomes ekki fenginn í stað Hákonar Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2024 15:46 Hákon Arnar Haraldsson á ferðinni á Wembley í júní, í 1-0 sigrinum gegn Englandi í vináttulandsleik. Getty/Bradley Collyer Olivier Létang, formaður franska knattspyrnufélagsins Lille, segir að koma Portúgalans André Gomes til félagsins sé ekki hugsuð til þess að fylla í skarðið fyrir Hákon Arnar Haraldsson. Hákon er meiddur og varð að draga sig úr landsliðshópnum sem mætti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Ljóst er að hann verður frá keppni næstu mánuðina en franskir fjölmiðlar segja að Hákon hafi brotið bein í fæti. Tveimur dögum eftir að Hákon meiddist, eða á föstudaginn í síðustu viku, kynnti Lille til leiks hinn 31 árs gamla Gomes. Hann var síðast á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en var samningslaus og því gat Lille fengið hann þó að félagsskiptaglugginn hefði lokast. Andre Gomes lék áður með Everton og var þar meðal annars liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar.Getty/Dave Howarth Gomes þekkir vel til hjá Lille eftir að hafa verið þar að láni tímabili 2022-23 og Létang segir það ekki þannig að meiðsli Hákonar hafi ráðið því að samið væri við leikmanninn, sem á að baki 29 A-landsleiki fyrir Portúgal. „Ég las eitthvað um að við hefðum gert þennan samning á síðustu stundu. Það var alls ekki þannig. Eins og André sagði sjálfur þá vorum við reglulega í sambandi við hann. Við höfðum rætt við hann en tímasetningin var ekki rétt þá,“ sagði Létang. „Við hefðum getað náð í hann burtséð frá meiðslum Hákonar. Það er ekki eins og að við höfum bara drifið í þessu sí svona, á 48 tímum. Við vorum í sambandi og viljinn var mikill. Hákon verður frá keppni í tvo til þrjá mánuði, það er enn óljóst. En André er ekki eins leikmaður og Hákon. Þessi tvö dæmi eru ekki nátengd,“ sagði Létang. Franski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Hákon er meiddur og varð að draga sig úr landsliðshópnum sem mætti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Ljóst er að hann verður frá keppni næstu mánuðina en franskir fjölmiðlar segja að Hákon hafi brotið bein í fæti. Tveimur dögum eftir að Hákon meiddist, eða á föstudaginn í síðustu viku, kynnti Lille til leiks hinn 31 árs gamla Gomes. Hann var síðast á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en var samningslaus og því gat Lille fengið hann þó að félagsskiptaglugginn hefði lokast. Andre Gomes lék áður með Everton og var þar meðal annars liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar.Getty/Dave Howarth Gomes þekkir vel til hjá Lille eftir að hafa verið þar að láni tímabili 2022-23 og Létang segir það ekki þannig að meiðsli Hákonar hafi ráðið því að samið væri við leikmanninn, sem á að baki 29 A-landsleiki fyrir Portúgal. „Ég las eitthvað um að við hefðum gert þennan samning á síðustu stundu. Það var alls ekki þannig. Eins og André sagði sjálfur þá vorum við reglulega í sambandi við hann. Við höfðum rætt við hann en tímasetningin var ekki rétt þá,“ sagði Létang. „Við hefðum getað náð í hann burtséð frá meiðslum Hákonar. Það er ekki eins og að við höfum bara drifið í þessu sí svona, á 48 tímum. Við vorum í sambandi og viljinn var mikill. Hákon verður frá keppni í tvo til þrjá mánuði, það er enn óljóst. En André er ekki eins leikmaður og Hákon. Þessi tvö dæmi eru ekki nátengd,“ sagði Létang.
Franski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira