Ronaldo gagnrýnir Ten Hag: Man Utd þarf að endurbyggja allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 09:00 Cristiano Ronaldo þegar hann lék undir stjórn Erik ten Hag hjá Manchester United. Getty/ Ian Hodgson Cristiano Ronaldo þekkir það vel að spila fyrir Manchester United þegar félagið var meðal þeirra bestu í Evrópu en líka það að spila undir stjórn Hollendingsins Erik ten Hag. Hann gagnrýnir gamla stjórann sinn og gamla félagið sitt í nýjum hlaðvarpsþætti. United endaði í áttunda sæti á síðasta tímabili og hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á þessu tímabili. Pressan er því að aukast á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Ekki í boði að segja þetta „Knattspyrnustjórinn lýsir því yfir að þeir geti ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina,“ sagði Cristiano Ronaldo hneykslaður í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand. BBC segir frá. „Þegar þú ert stjóri Manchester United þá er það ekki í boði að segja að þú getir ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina. Þú verður að reyna að vinna,“ sagði Ronaldo. Erik ten Hag var stundum með Cristiano Ronaldo á bekknum hjá Manchester United og losaði sig síðan við Portúgalann.Getty/James Gill „Ég óska Manchester [United] þess sem ég óska sjálfum mér sem er að vera eins góðir og þeir geta orðið. Ég elska þetta félag og ég er ekki sá gæi sem gleymir fortíðinni,“ sagði Ronaldo. Enn eitt af bestu félögum heims „Að mínu mati þá þurfa þeir að endurbyggja allt. Félagið þarf líka tíma í þessa enduruppbyggingu af því að þetta er enn eitt af bestu félögum í heimi. Þeir verða samt að breyta þessum hlutum og þeir gera sér líka grein fyrir því sjálfir,“ sagði Ronaldo. Hann er ánægður með að sjá United taka æfingasvæðið sitt í gegn því það sýnir að þeir séu byrjaðir að huga að nauðsynlegum breytingum. Ronaldo fagnar því líka að fá Ruud van Nistelrooy inn í teymi Ten Hag og vill að hollenski stjórinn hlusti á landa sinn. „Ef Ten Hag hlustar á Ruud þá getur hann kannski hjálpað sjálfum sér. Ruud þekkir félagið vel og félagið á að hlusta á menn sem voru þarna,“ sagði Ronaldo. Hlusta á þá sem voru í klefanum „Þú [Rio Ferndinand] eða Roy Keane eða Paul Scholes eða Gary Neville eða Sir Alex Ferguson. Þú getur ekki endurbyggt félagið án þekkingar og þarna er miklu meiri þekking en hjá þeim á skrifstofunni,“ sagði Ronaldo. „Fólkið sem skilur fótbolta er fólkið sem var í búningsklefanum. Þeir vita hvernig er best að eiga við leikmenn. Ég held því að Ruud eigi eftir að hjálpa því hann var innanhúss hjá félaginu. Hann þekkir félagið og þekkir stuðningsmennina. Ef stjórinn hlustar á hann þá geta þeir gert liðið betra,“ sagði Ronaldo. "United need to rebuild everything" 👀Ronaldo questions Erik ten Hag's mentality as Manchester United manager 🧠 pic.twitter.com/zONol6EGl9— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2024 Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
United endaði í áttunda sæti á síðasta tímabili og hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á þessu tímabili. Pressan er því að aukast á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Ekki í boði að segja þetta „Knattspyrnustjórinn lýsir því yfir að þeir geti ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina,“ sagði Cristiano Ronaldo hneykslaður í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand. BBC segir frá. „Þegar þú ert stjóri Manchester United þá er það ekki í boði að segja að þú getir ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina. Þú verður að reyna að vinna,“ sagði Ronaldo. Erik ten Hag var stundum með Cristiano Ronaldo á bekknum hjá Manchester United og losaði sig síðan við Portúgalann.Getty/James Gill „Ég óska Manchester [United] þess sem ég óska sjálfum mér sem er að vera eins góðir og þeir geta orðið. Ég elska þetta félag og ég er ekki sá gæi sem gleymir fortíðinni,“ sagði Ronaldo. Enn eitt af bestu félögum heims „Að mínu mati þá þurfa þeir að endurbyggja allt. Félagið þarf líka tíma í þessa enduruppbyggingu af því að þetta er enn eitt af bestu félögum í heimi. Þeir verða samt að breyta þessum hlutum og þeir gera sér líka grein fyrir því sjálfir,“ sagði Ronaldo. Hann er ánægður með að sjá United taka æfingasvæðið sitt í gegn því það sýnir að þeir séu byrjaðir að huga að nauðsynlegum breytingum. Ronaldo fagnar því líka að fá Ruud van Nistelrooy inn í teymi Ten Hag og vill að hollenski stjórinn hlusti á landa sinn. „Ef Ten Hag hlustar á Ruud þá getur hann kannski hjálpað sjálfum sér. Ruud þekkir félagið vel og félagið á að hlusta á menn sem voru þarna,“ sagði Ronaldo. Hlusta á þá sem voru í klefanum „Þú [Rio Ferndinand] eða Roy Keane eða Paul Scholes eða Gary Neville eða Sir Alex Ferguson. Þú getur ekki endurbyggt félagið án þekkingar og þarna er miklu meiri þekking en hjá þeim á skrifstofunni,“ sagði Ronaldo. „Fólkið sem skilur fótbolta er fólkið sem var í búningsklefanum. Þeir vita hvernig er best að eiga við leikmenn. Ég held því að Ruud eigi eftir að hjálpa því hann var innanhúss hjá félaginu. Hann þekkir félagið og þekkir stuðningsmennina. Ef stjórinn hlustar á hann þá geta þeir gert liðið betra,“ sagði Ronaldo. "United need to rebuild everything" 👀Ronaldo questions Erik ten Hag's mentality as Manchester United manager 🧠 pic.twitter.com/zONol6EGl9— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2024
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti