Árásarmaður Ingunnar í sjö og hálfs árs fangelsi hið minnsta Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Jochum Pálsson skrifa 11. september 2024 16:15 Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði, var stungin ítrekað af nemanda í Oslóarháskóla í fyrra. Hún sagði ótrúlegt að hún hefði lifað árásina af. Vísir/Steingrímur Dúi Nemandi sem stakk íslenskan dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla ítrekað í fyrra hlaut sjö og hálfs árs fangelsisdóm sem er skilyrtur því að hann svari meðferð og sé ekki metinn hættulegur samborgurum sínum. Refsingin er í takti við kröfu saksóknara. Dómur var kveðinn upp í dag yfir manninum sem er 23 ára lyfjafræðinemi. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsárás með því að hafa stungið Ingunni Björnsdóttur ítrekað og sært samstarfskonu hennar við háskólann þann 24. ágúst í fyrra. Maðurinn hlaut svokallaðan „forvaringsdom“ eða „öryggisvistun“ sem er sérstök tegund refsivistar þar sem dómþoli er settur í fangelsi án fyrirfram ákveðins lokadags. Tilgreindur árafjöldi gildir einungis svari viðkomandi meðferð og iðrist. Þeir sem hljóta slíkan dóm eru ekki látnir lausir nema að undangengnu mati á hættunni sem stafar af þeim og geta því setið í lífstíðarfangelsi. Tók með sér tvo hnífa á fundinn Nemandinn sagðist fyrir dómi í ágúst iðrast einskis. Hann hefði farið á fund Ingunnar og annars kennara eftir að hafa fallið öðru sinni á prófi. Hann hafði einnig fundað með henni þegar hann féll í fyrra skiptið. Maðurinn tók tvo hnífa með sér á fundinn. Bar hann því við að þeir ættu að veita honum einhvers konar stjórn á aðstæðum þrátt fyrir að hann ætlaði sér ekki að nota þá. Þetta hefði hann séð í teiknimyndasögum og öðrum sögum. Þrátt hefði það hefði gremja hans aðeins aukist á fundinum. Honum hefði ekki fundist hann fá fullnægjandi skýringar eða aðstoð. Hann hafi verið ósammála Ingunni um hvar hann þyrfti að bæta sig. „Hún talaði við mig eins og barn. Með hana, það er eins og hún segi eitthvað sem ég veit að er rangt en hún talar við mig eins og ég sé óæðri,“ sagði maðurinn í dómsal. Ingunn sagði fyrir dómi að maðurinn hefði verið ósammála þeim og að hann hefði talið að hann hefði verið felldur ranglega á prófinu. Hann hefði ekki skilið skýringar þeirra. Nemandinn var dæmdur til að greiða Ingunni 390 þúsund norskar krónur í miskabætur og samkennara hennar 120 þúsund norskar krónur. Það svarar til fimm milljóna og einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. Erlend sakamál Íslendingar erlendis Noregur Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05 Árásarmaður Ingunnar iðrast einskis Nemandi sem stakk Ingunni Björnsdóttur í Oslóarháskóla í fyrra sagðist einskis iðrast þegar hann kom fyrir dóm í gær. Honum var sérstaklega uppsigað við Ingunni og vildi ryðja henni úr vegi tímabundið svo hann gæti haldið námi sínu áfram. 28. ágúst 2024 09:19 Nemandinn ákærður fyrir tilraun til manndráps Norskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í ágúst í fyrra þegar hann réðst á Ingunni Björnsdóttur, kennara við Oslóarháskóla í Noregi. Karlmaðurinn viðurkennir að hafa veitt Ingunni og samkennara hennar áverka með hnífaárás en neitar að hafa ætlað að ráða þeim bana. 23. maí 2024 10:42 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í dag yfir manninum sem er 23 ára lyfjafræðinemi. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsárás með því að hafa stungið Ingunni Björnsdóttur ítrekað og sært samstarfskonu hennar við háskólann þann 24. ágúst í fyrra. Maðurinn hlaut svokallaðan „forvaringsdom“ eða „öryggisvistun“ sem er sérstök tegund refsivistar þar sem dómþoli er settur í fangelsi án fyrirfram ákveðins lokadags. Tilgreindur árafjöldi gildir einungis svari viðkomandi meðferð og iðrist. Þeir sem hljóta slíkan dóm eru ekki látnir lausir nema að undangengnu mati á hættunni sem stafar af þeim og geta því setið í lífstíðarfangelsi. Tók með sér tvo hnífa á fundinn Nemandinn sagðist fyrir dómi í ágúst iðrast einskis. Hann hefði farið á fund Ingunnar og annars kennara eftir að hafa fallið öðru sinni á prófi. Hann hafði einnig fundað með henni þegar hann féll í fyrra skiptið. Maðurinn tók tvo hnífa með sér á fundinn. Bar hann því við að þeir ættu að veita honum einhvers konar stjórn á aðstæðum þrátt fyrir að hann ætlaði sér ekki að nota þá. Þetta hefði hann séð í teiknimyndasögum og öðrum sögum. Þrátt hefði það hefði gremja hans aðeins aukist á fundinum. Honum hefði ekki fundist hann fá fullnægjandi skýringar eða aðstoð. Hann hafi verið ósammála Ingunni um hvar hann þyrfti að bæta sig. „Hún talaði við mig eins og barn. Með hana, það er eins og hún segi eitthvað sem ég veit að er rangt en hún talar við mig eins og ég sé óæðri,“ sagði maðurinn í dómsal. Ingunn sagði fyrir dómi að maðurinn hefði verið ósammála þeim og að hann hefði talið að hann hefði verið felldur ranglega á prófinu. Hann hefði ekki skilið skýringar þeirra. Nemandinn var dæmdur til að greiða Ingunni 390 þúsund norskar krónur í miskabætur og samkennara hennar 120 þúsund norskar krónur. Það svarar til fimm milljóna og einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna.
Erlend sakamál Íslendingar erlendis Noregur Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05 Árásarmaður Ingunnar iðrast einskis Nemandi sem stakk Ingunni Björnsdóttur í Oslóarháskóla í fyrra sagðist einskis iðrast þegar hann kom fyrir dóm í gær. Honum var sérstaklega uppsigað við Ingunni og vildi ryðja henni úr vegi tímabundið svo hann gæti haldið námi sínu áfram. 28. ágúst 2024 09:19 Nemandinn ákærður fyrir tilraun til manndráps Norskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í ágúst í fyrra þegar hann réðst á Ingunni Björnsdóttur, kennara við Oslóarháskóla í Noregi. Karlmaðurinn viðurkennir að hafa veitt Ingunni og samkennara hennar áverka með hnífaárás en neitar að hafa ætlað að ráða þeim bana. 23. maí 2024 10:42 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05
Árásarmaður Ingunnar iðrast einskis Nemandi sem stakk Ingunni Björnsdóttur í Oslóarháskóla í fyrra sagðist einskis iðrast þegar hann kom fyrir dóm í gær. Honum var sérstaklega uppsigað við Ingunni og vildi ryðja henni úr vegi tímabundið svo hann gæti haldið námi sínu áfram. 28. ágúst 2024 09:19
Nemandinn ákærður fyrir tilraun til manndráps Norskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í ágúst í fyrra þegar hann réðst á Ingunni Björnsdóttur, kennara við Oslóarháskóla í Noregi. Karlmaðurinn viðurkennir að hafa veitt Ingunni og samkennara hennar áverka með hnífaárás en neitar að hafa ætlað að ráða þeim bana. 23. maí 2024 10:42