Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Árni Sæberg skrifar 10. september 2024 10:32 Miðað er við vexti stóru bankanna þriggja í útreikningum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Vísir Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2025, sem Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun. Heimilin sýnt fyrirhyggju Í fjárlagafrumvarpinu segir að heimilin í landinu hafi sýnt mikla ábyrgð og varið markverðum hluta kaupmáttarvaxtar, sem sé einstakur í Evrópu, í sparnað og niðurgreiðslu skulda. Skuldir heimilanna, í hlutfalli við tekjur og verga landsframleiðslu, séu þannig lágar í bæði sögulegum og alþjóðlegum samanburði. Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ekki sé þó hægt að fara í grafgötur með það að hægar hefur gengið að vinda ofan af verðbólgu en vonir hafa staðið til. Ein bagalegasta birtingarmynd þess sé hátt vaxtastig og meiri vaxtabyrði heimila og fyrirtækja en gengið getur til lengdar. Áfangasigrar í baráttunni Í frumvarpinu segir að að áfangasigrar hafi unnist á öllum vígstöðvum í baráttunni við verðbólguna. Drifkraftar verðbólgu séu þrír; hnökrar á framboðshlið hagkerfisins geti drifið verðbólgu til skamms tíma, þróttmikil eftirspurn umfram getu hagkerfisins til verðmætasköpunar geti þrýst upp verðbólgu og í þriðja lagi geti væntingar um verðbólgu reynst sjálfnærandi og viðhaldið henni um langt skeið. Í öllum þessum þáttum hafi unnist mikilvægir áfangasigrar. Framleiðsluvandræði hafi verið mikilvægur drifkraftur verðbólgu við upphaf verðbólguskeiðsins, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og afleiðinga innrásar Rússlands í Úkraínu. Þau séu að baki og drífa ekki lengur verðbólguna. Greinilegt sé að með ábyrgri hagstjórn sé að takast að draga úr eftirspurn og umsvifum. Þótt enn sé kraftur í innlendri eftirspurn hafi vöxtur í kortaveltu heimila og veltu fyrirtækja verið sáralítill um mánaðaskeið samhliða því að verulega hafi dregið úr innflutningsvexti. Eftir standi verðbólguvæntingar sem samkvæmt mælingum í könnunum og á skuldabréfamarkaði, að vísu með nokkurri óvissu, séu enn þá umfram markmið Seðlabankans. Jákvætt sé að gerðir hafi verið fjögurra ára kjarasamningar með launahækkunum sem samrýmast efnahagslegum stöðugleika til lengdar. „Það segir sitt um trúverðugleika efnahagsstefnunnar við að vinna bug á verðbólgu. Við höfum því náð mikilvægum árangri í baráttunni við verðbólguna á öllum helstu vígstöðvum hennar. Hún hefur enda hjaðnað umtalsvert og undirliggjandi verðbólga mælist nú í námunda við 4 prósent. Þar hafa allir armar hagstjórnar, peningastefnan, ríkisfjármálin og vinnumarkaðurinn, lagt hönd á plóginn.“ Greiðslubyrði gæti rokið niður spili Seðlabankinn með Þá segir að greiningaraðilar spái því allir að verðbólgan fari minnkandi. Lækki vextir Seðlabankans og íbúðalána í takt við verðbólguspá bankans gæti greiðslubyrði 30 milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns til 25 ára á breytilegum vöxtum lækkað um 50 þúsund krónur á mánuði, það er 600 þúsund krónur á ári, strax á fjórða ársfjórðungi næsta árs. „Það er því til mikils að vinna að halda rétt á spilunum og standa við gerðar áætlanir.“ Útreikningar miða við 30 m.kr. óverðtryggt lán til 25 ára á breytilegum vöxtum. Miðað er við meðalvexti stóru bankanna þriggja. Gert er ráð fyrir að vextir lækki í takt við hjöðnun verðbólgu skv. spá Seðlabankans.Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31 Mest lesið Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Fyrsta fatalínan í sögu Ikea mætt til landsins Viðskipti innlent Aflýsa flugi til og frá Orlando Viðskipti innlent Taka flugið til Tyrklands Viðskipti innlent Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Ísleifur tekur við sem forstöðumaður hjá VÍS Viðskipti innlent Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2025, sem Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun. Heimilin sýnt fyrirhyggju Í fjárlagafrumvarpinu segir að heimilin í landinu hafi sýnt mikla ábyrgð og varið markverðum hluta kaupmáttarvaxtar, sem sé einstakur í Evrópu, í sparnað og niðurgreiðslu skulda. Skuldir heimilanna, í hlutfalli við tekjur og verga landsframleiðslu, séu þannig lágar í bæði sögulegum og alþjóðlegum samanburði. Fjármála- og efnahagsráðuneytið Ekki sé þó hægt að fara í grafgötur með það að hægar hefur gengið að vinda ofan af verðbólgu en vonir hafa staðið til. Ein bagalegasta birtingarmynd þess sé hátt vaxtastig og meiri vaxtabyrði heimila og fyrirtækja en gengið getur til lengdar. Áfangasigrar í baráttunni Í frumvarpinu segir að að áfangasigrar hafi unnist á öllum vígstöðvum í baráttunni við verðbólguna. Drifkraftar verðbólgu séu þrír; hnökrar á framboðshlið hagkerfisins geti drifið verðbólgu til skamms tíma, þróttmikil eftirspurn umfram getu hagkerfisins til verðmætasköpunar geti þrýst upp verðbólgu og í þriðja lagi geti væntingar um verðbólgu reynst sjálfnærandi og viðhaldið henni um langt skeið. Í öllum þessum þáttum hafi unnist mikilvægir áfangasigrar. Framleiðsluvandræði hafi verið mikilvægur drifkraftur verðbólgu við upphaf verðbólguskeiðsins, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og afleiðinga innrásar Rússlands í Úkraínu. Þau séu að baki og drífa ekki lengur verðbólguna. Greinilegt sé að með ábyrgri hagstjórn sé að takast að draga úr eftirspurn og umsvifum. Þótt enn sé kraftur í innlendri eftirspurn hafi vöxtur í kortaveltu heimila og veltu fyrirtækja verið sáralítill um mánaðaskeið samhliða því að verulega hafi dregið úr innflutningsvexti. Eftir standi verðbólguvæntingar sem samkvæmt mælingum í könnunum og á skuldabréfamarkaði, að vísu með nokkurri óvissu, séu enn þá umfram markmið Seðlabankans. Jákvætt sé að gerðir hafi verið fjögurra ára kjarasamningar með launahækkunum sem samrýmast efnahagslegum stöðugleika til lengdar. „Það segir sitt um trúverðugleika efnahagsstefnunnar við að vinna bug á verðbólgu. Við höfum því náð mikilvægum árangri í baráttunni við verðbólguna á öllum helstu vígstöðvum hennar. Hún hefur enda hjaðnað umtalsvert og undirliggjandi verðbólga mælist nú í námunda við 4 prósent. Þar hafa allir armar hagstjórnar, peningastefnan, ríkisfjármálin og vinnumarkaðurinn, lagt hönd á plóginn.“ Greiðslubyrði gæti rokið niður spili Seðlabankinn með Þá segir að greiningaraðilar spái því allir að verðbólgan fari minnkandi. Lækki vextir Seðlabankans og íbúðalána í takt við verðbólguspá bankans gæti greiðslubyrði 30 milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns til 25 ára á breytilegum vöxtum lækkað um 50 þúsund krónur á mánuði, það er 600 þúsund krónur á ári, strax á fjórða ársfjórðungi næsta árs. „Það er því til mikils að vinna að halda rétt á spilunum og standa við gerðar áætlanir.“ Útreikningar miða við 30 m.kr. óverðtryggt lán til 25 ára á breytilegum vöxtum. Miðað er við meðalvexti stóru bankanna þriggja. Gert er ráð fyrir að vextir lækki í takt við hjöðnun verðbólgu skv. spá Seðlabankans.Fjármála- og efnahagsráðuneytið,
Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31 Mest lesið Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Fyrsta fatalínan í sögu Ikea mætt til landsins Viðskipti innlent Aflýsa flugi til og frá Orlando Viðskipti innlent Taka flugið til Tyrklands Viðskipti innlent Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Ísleifur tekur við sem forstöðumaður hjá VÍS Viðskipti innlent Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira
Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31