Ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 10. september 2024 09:33 Samkvæmt könnun neyta Íslendingar miklu minni sykurs heldur en sölutölur benda til. Það er nefnilega þannig að einstaklingar eru tregir til að segja frá raunneyslu sinni eða gleyma að minnast á matvæli sem neytt er milli mála. Ef ég fengi mér einkaþjálfara sem fylgdist gaumgæfilega með matarinntöku minni myndi koma í ljós að ég er alls ekki hætt að borða sykur. Ég borðaði súkkulaðikex eftir hádegismatinn og drakk kók með kvöldmatnum. Svo er sykur orðinn viðbættur í ýmislegt sem manni dettur kannski ekki í hug að innihaldi sykur. Einkaþjálfarinn myndi kannski senda mig út að hlaupa til mótvægis og endurskoða mataræðið. Fylgjast gaumgæfilega með árangri og endurmeta stöðuna. Það er okkur eðlislægt að fegra myndina þegar við gefum skýrslu frá okkur sjálfum. Enda eru margir hlutir, eins og sykurneysla, hlutir sem koma engum öðrum við. Það er hins vegar þegar um er að ræða hluti eins og losun gróðurhúsalofttegunda, rask á náttúru, grunnvatni, loftgæðum eða jarðvegi sem það kemur okkur öllum eiginlega bara mjög mikið við hvort og hversu mikið slíkt athæfi á sér stað yfir höfuð og hvaða mótvægisaðgerðir eru viðhafðar. Samt hefur það viðhafst hjá margvíslegri starfsemi að hafa eftirlit með sjálfri sér. Sjávarútvegurinn semur við sjálfan sig í úrvinnslusjóði og fylgist sjálfur gaumgæfilega með stöðu mála og nær ótrúlegum árangri að eigin sögn. Fiskeldisiðnaðurinn kaupir sjálfur úttektir og skilar til ríkisins um stöðu hafsbotnsins undir kvíunum og öðrum umhverfisáhrifum. Running tide þvertóku fyrir það að nein þörf væri á eftirliti þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafði farið fram á það og fengu með sér ráðherra í lið sem stóðu þétt við bakið á þeim. Endurvinnsluiðnaðurinn skilaði góðum endurvinnslutölum fyrir plast sem fannst svo í stútfullu vöruhúsnæði í Svíþjóð. Og alltaf erum við jafn hissa þegar upp kemur að eitthvað var ekki eins gott og það var látið líta út fyrir að vera. Það er pólitísk sveifla í gangi þar sem talað er um að einfalda leyfisveitingar og létta eða „afhúða“ regluverkið. Þá má ekki gleymast hversu mikils virði það er fyrir almenning að eftirlit sé öflugt. Talsverð stemning var fyrir því að létta á eftirliti í matvælaiðnaðinum þangað til fannst ólöglegur matarlager fullur af rottuskít og upp kom að hollustuháttum var virkilega ábótavant á mörgum matsölustöðum. En það virðist erfitt að koma einhverju skikki á opinbert eftirlit. Sama hversu margir laxar sleppa, margar súlur gera sér hreiður úr plastveiðafærum, afdráttarlausar aðvaranir eru frá Hafró um óvissuþætti kolefnisbindingar í hafi og hversu mörg mál eins og mjólkurfernur brenndar í Lettlandi koma upp. Regluverkið er eins, eftirlitsstofnanir ná ekki að sinna eftirliti sínu og við höldum áfram að spyrja fólk úti á götu hvort það borði nokkuð sykur. Nei, ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur, og kjöt líka. Svo drekk ég bara gvendarbrunnavatn og borða ekkert nema heimaræktað grænmeti og bygg. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun neyta Íslendingar miklu minni sykurs heldur en sölutölur benda til. Það er nefnilega þannig að einstaklingar eru tregir til að segja frá raunneyslu sinni eða gleyma að minnast á matvæli sem neytt er milli mála. Ef ég fengi mér einkaþjálfara sem fylgdist gaumgæfilega með matarinntöku minni myndi koma í ljós að ég er alls ekki hætt að borða sykur. Ég borðaði súkkulaðikex eftir hádegismatinn og drakk kók með kvöldmatnum. Svo er sykur orðinn viðbættur í ýmislegt sem manni dettur kannski ekki í hug að innihaldi sykur. Einkaþjálfarinn myndi kannski senda mig út að hlaupa til mótvægis og endurskoða mataræðið. Fylgjast gaumgæfilega með árangri og endurmeta stöðuna. Það er okkur eðlislægt að fegra myndina þegar við gefum skýrslu frá okkur sjálfum. Enda eru margir hlutir, eins og sykurneysla, hlutir sem koma engum öðrum við. Það er hins vegar þegar um er að ræða hluti eins og losun gróðurhúsalofttegunda, rask á náttúru, grunnvatni, loftgæðum eða jarðvegi sem það kemur okkur öllum eiginlega bara mjög mikið við hvort og hversu mikið slíkt athæfi á sér stað yfir höfuð og hvaða mótvægisaðgerðir eru viðhafðar. Samt hefur það viðhafst hjá margvíslegri starfsemi að hafa eftirlit með sjálfri sér. Sjávarútvegurinn semur við sjálfan sig í úrvinnslusjóði og fylgist sjálfur gaumgæfilega með stöðu mála og nær ótrúlegum árangri að eigin sögn. Fiskeldisiðnaðurinn kaupir sjálfur úttektir og skilar til ríkisins um stöðu hafsbotnsins undir kvíunum og öðrum umhverfisáhrifum. Running tide þvertóku fyrir það að nein þörf væri á eftirliti þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafði farið fram á það og fengu með sér ráðherra í lið sem stóðu þétt við bakið á þeim. Endurvinnsluiðnaðurinn skilaði góðum endurvinnslutölum fyrir plast sem fannst svo í stútfullu vöruhúsnæði í Svíþjóð. Og alltaf erum við jafn hissa þegar upp kemur að eitthvað var ekki eins gott og það var látið líta út fyrir að vera. Það er pólitísk sveifla í gangi þar sem talað er um að einfalda leyfisveitingar og létta eða „afhúða“ regluverkið. Þá má ekki gleymast hversu mikils virði það er fyrir almenning að eftirlit sé öflugt. Talsverð stemning var fyrir því að létta á eftirliti í matvælaiðnaðinum þangað til fannst ólöglegur matarlager fullur af rottuskít og upp kom að hollustuháttum var virkilega ábótavant á mörgum matsölustöðum. En það virðist erfitt að koma einhverju skikki á opinbert eftirlit. Sama hversu margir laxar sleppa, margar súlur gera sér hreiður úr plastveiðafærum, afdráttarlausar aðvaranir eru frá Hafró um óvissuþætti kolefnisbindingar í hafi og hversu mörg mál eins og mjólkurfernur brenndar í Lettlandi koma upp. Regluverkið er eins, eftirlitsstofnanir ná ekki að sinna eftirliti sínu og við höldum áfram að spyrja fólk úti á götu hvort það borði nokkuð sykur. Nei, ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur, og kjöt líka. Svo drekk ég bara gvendarbrunnavatn og borða ekkert nema heimaræktað grænmeti og bygg. Höfundur er formaður Landverndar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun