Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 08:01 Martin Ödegaard fann vel fyrir þessu eins og sjá má hér. Norðmenn kláruðu leikinn án hans en svo er að sjá hvað Arsenal liðið gerir missi hann af næstu leikjum. Getty/Mateusz Slodkowski Martin Ödegaard kemur ekki heill úr þessum landsleikjaglugga. Fyrirliði Arsenal meiddist í leik Norðmanna og Austurríkismanna í Þjóðadeildinni í gærkvöldi. Það er líklegt að Arsenal verði án eins síns besta leikmanns í næstu leikjum og næst á dagskrá er einmitt nágrannaslagurinn við Tottenham um næstu helgi. Ödegaard var augljóslega sárþjáður og hélt fyrir andlit sitt eftir að hann meiddist á vinstri ökkla. Ödegaard virtist snúa ökklann á sér eftir tæklingu frá austurríska miðjumanninum Christoph Baumgartner. ESPN segir frá. Ödegaard reyndi að halda áfram en haltraði af velli tveimur mínútum síðar. Erling Haaland kom til hans og reyndi að hughreysta fyrirliða sinn sem var mjög svekktur. „Meiðsli Martins Ödegaard litu líka illa út í búningsklefanum. Hann sat með sjúkraþjálfarana í kringum sig en það var enginn möguleiki fyrir hann að halda áfram. Við vitum að þetta var ökklatognun,“ sagði Stale Solbakken, þjálfari norska liðsins við TV2. „Þetta er vissulega tognun en við sem höfum spilað fótbolta vitum að þetta getur verið minniháttar ef heppnin er með þér og liðböndin eru ekki slitin,“ sagði Solbakken. Læknir norska liðsins vildi meina að þetta væri ekki mjög alvarleg tognun en að leikmaðurinn þurfi að fara í myndatöku til að þeir viti meira. Hann viðurkenndi samt að það væri erfitt að greina þetta almennilega fyrr en að bólgan hefur hjaðnað og þeir hafa séð myndir af ökklanum. Arsenal spilar við Tottenham næsta sunnudag og það er vitað að Declan Rice verður ekki með þar sem hann er í leikbanni. Svo tekur við Meistaradeildarleikur við Atalanta og svo toppslagur við Manchester City 22. september. Rosaleg vika framundan og Arsenal mögulega án fyrirliðans. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Mest lesið Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Fótbolti Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Fótbolti Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Fótbolti Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Enski boltinn Hareide kallar Sævar Atla inn Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-80 | Vígðu nýju Ljónagryfjuna með sigri Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 28-22 | Ekkert hik á Valskonum Handbolti Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Handbolti Leik lokið: Haukar - Grindavík 80-92 | Þægilegt hjá Grindavík í Ólafssal Körfubolti Æfir hjá gamla félagi föður síns Fótbolti Fleiri fréttir Jason lagði upp í sigri gegn liði 92-árgangsins Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Saka sendur heim vegna meiðsla Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Saka fór meiddur út af Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Félögunum refsað en Jackson sleppur Á skotskónum í framrúðubikarnum Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Onana haldið oftast hreinu Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag „Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Man United ekki byrjað verr síðan 1989 Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Ten Hag: Erum allir á sömu blaðsíðu Ótrúleg endurkoma Brighton Forest fékk stig manni færri Markalaust á Villa Park Van Nistelrooy hræddur um að hann verði álitinn hafa stungið Ten Hag í bakið Markaskorarinn Kovačić: „Engir auðveldir leikir í þessari deild“ Óttast að Alisson sé frá næstu vikurnar Sjá meira
Það er líklegt að Arsenal verði án eins síns besta leikmanns í næstu leikjum og næst á dagskrá er einmitt nágrannaslagurinn við Tottenham um næstu helgi. Ödegaard var augljóslega sárþjáður og hélt fyrir andlit sitt eftir að hann meiddist á vinstri ökkla. Ödegaard virtist snúa ökklann á sér eftir tæklingu frá austurríska miðjumanninum Christoph Baumgartner. ESPN segir frá. Ödegaard reyndi að halda áfram en haltraði af velli tveimur mínútum síðar. Erling Haaland kom til hans og reyndi að hughreysta fyrirliða sinn sem var mjög svekktur. „Meiðsli Martins Ödegaard litu líka illa út í búningsklefanum. Hann sat með sjúkraþjálfarana í kringum sig en það var enginn möguleiki fyrir hann að halda áfram. Við vitum að þetta var ökklatognun,“ sagði Stale Solbakken, þjálfari norska liðsins við TV2. „Þetta er vissulega tognun en við sem höfum spilað fótbolta vitum að þetta getur verið minniháttar ef heppnin er með þér og liðböndin eru ekki slitin,“ sagði Solbakken. Læknir norska liðsins vildi meina að þetta væri ekki mjög alvarleg tognun en að leikmaðurinn þurfi að fara í myndatöku til að þeir viti meira. Hann viðurkenndi samt að það væri erfitt að greina þetta almennilega fyrr en að bólgan hefur hjaðnað og þeir hafa séð myndir af ökklanum. Arsenal spilar við Tottenham næsta sunnudag og það er vitað að Declan Rice verður ekki með þar sem hann er í leikbanni. Svo tekur við Meistaradeildarleikur við Atalanta og svo toppslagur við Manchester City 22. september. Rosaleg vika framundan og Arsenal mögulega án fyrirliðans. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Mest lesið Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Fótbolti Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Fótbolti Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Fótbolti Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Enski boltinn Hareide kallar Sævar Atla inn Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-80 | Vígðu nýju Ljónagryfjuna með sigri Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 28-22 | Ekkert hik á Valskonum Handbolti Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Handbolti Leik lokið: Haukar - Grindavík 80-92 | Þægilegt hjá Grindavík í Ólafssal Körfubolti Æfir hjá gamla félagi föður síns Fótbolti Fleiri fréttir Jason lagði upp í sigri gegn liði 92-árgangsins Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Saka sendur heim vegna meiðsla Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Saka fór meiddur út af Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Félögunum refsað en Jackson sleppur Á skotskónum í framrúðubikarnum Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Onana haldið oftast hreinu Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag „Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Man United ekki byrjað verr síðan 1989 Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Ten Hag: Erum allir á sömu blaðsíðu Ótrúleg endurkoma Brighton Forest fékk stig manni færri Markalaust á Villa Park Van Nistelrooy hræddur um að hann verði álitinn hafa stungið Ten Hag í bakið Markaskorarinn Kovačić: „Engir auðveldir leikir í þessari deild“ Óttast að Alisson sé frá næstu vikurnar Sjá meira