„Háð því að gera hluti sem eru óþægilegir“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. september 2024 20:01 Anna Margrét er nýjasti viðmælandi Elísabetar Gunnarsdótur í hlaðvarpsþættinum, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Maður lærir að hugsa betur í háskólanámi. Maður æfir þá vöðva. Námið var á ensku og var mjög skemmtilegt, þrátt fyrir að það hafi verið erfitt. Enda, allt sem er auðvelt, maður græðir ekkert rosalega á því,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar. Anna Margrét er viðmælandi Elísabetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpinu, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum fara þær um víðan völl og ræða meðal annars mikilvægi áskorana í lífinu, starfsframann og fjölskyldulífið í Stokkhólmi. „Ég hef alltaf verið mjög áhugasöm um tísku og það hefur alltaf verið draumurinn að vinna við eitthvað tengt tísku. Ég er náttúrulega með tíu þumla, þannig að ég ætlaði alls ekki að vera fatahönnuður. Ég er með góðar hugmyndir, en ekkert til að framkvæma þær,“ segir Anna Margrét kímin. Anna Margrét býr í Stokkhólmi í Svíþjóð ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, en þau fluttu þangað frá Osló þegar henni bauðst starf hjá H&M Group. Þar bar hún ábyrgð á sjálfbærnisamskiptum fyrirtækisins og starfaði náið með framkvæmdastjórninni. View this post on Instagram A post shared by Anna Margrét (@annamargretgunnars) Áskoranir lífsins mikilvægar Anna Margrét útskrifaðist með meistaragráðu í markaðsfræði frá Handelshøyskolen BI í Osló. „Ég hélt ég myndi sitja þar og fabúlera um markaðssetningu og vörumerki, en í staðinn var þetta bara stærðfræði og tölfræði. Þetta var miklu erfiðara en ég ætlaði mér,“ segir hún og bætir við að þrátt fyrir áskoranirnar hafi hún fundið námið bæði áhugavert og krefjandi. Anna Margrét segir háskólanám kenna manni að hugsa betur og styrkja rökhugsunina.„Maður lærir að hugsa betur í háskólanámi. Maður æfir þá vöðva. Þetta var mjög skemmtilegt, þrátt fyrir að það hafi verið erfitt. Enda græðir maður ekkert rosalega á því sem er auðvelt.“ Anna Margrét telur mikilvægt að takast á við áskoranir til að vaxa og blómstra sem einstaklingur. „Ég er eiginlega orðin háð því að gera hluti sem mér finnst óþægilegir,“ segir hún og hlær. „Þegar mér finnst eitthvað óþægilegt og það stressar mig, þá veit ég að ég hef svo ógeðslega gott af því og það er svo miklu stærra stökk sem ég tek.“ Umkringd Frozen-sokkum Anna Margrét hefur víðtæka reynslu sem markaðsfræðingur og úr fjölmiðlum. Hún var eini Íslendingurinn sem starfaði hjá H&M við opnun fyrstu verslunarinnar á Íslandi í Smáralind haustið 2017. Hún lýsir því hvernig mikill kvíði fylgdi þeirri reynslu, en einnig hvernig hún náði að takast á við áskoranirnar. „Ég fann fyrir mikilli pressu við þessa vinnu og fannst ég vera ein ábyrg ef eitthvað skyldi klikka,“ segir hún. Anna Margrét lýsir því hvernig hún í hálfgerðu spennufalli grét inni á barnadeild verslunarinnar, umkringd Frozen-sokkum, meðan eigandi H&M og helstu yfirmenn biðu spenntir á efri hæðinni eftir fyrstu viðskiptavinunum. „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að Íslendingar mættu aldrei tímanlega, og að fólk kæmi örugglega, en á þessum tímapunkti var ég að reyna að sannfæra bæði þá og sjálfa mig.“ Hún rifjar upp augnablikið þegar klukkan var tíu mínútur í tíu og enginn var enn mættur. „Karl-Johan Persson, forstjóri og eigandi H&M, var að tjúllast úr stressi inni í búðinni, ásamt yfirmanni yfirmanns míns. Það var þá sem ég náði að koma mér afsíðis, inn á barnadeildina, og byrjaði að gráta. Ég hafði haldið í mér allt sumarið, unnið eins og skepna, skrifað ritgerð og verið með ungabarn sem grét stöðugt. Þetta var erfitt tímabil sem endaði á þessum tímapunkti.“ Elísabet hrósaði Önnu Margréti fyrir að deila þessari reynslu, og sagði að svona mannleg viðbrögð ættu ekki að vera feimnismál. Þetta væru tilfinningar sem margir hafa eflaust upplifað þegar pressan verður of mikil. Þegar Anna Margrét hafði jafnað sig, náði hún að koma sér aftur upp á efri hæðina við innganginn og sá þá Smáralindina pakkaða af fólki, henni og sænsku gestunum til ómældrar gleði. Þáttinn með heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Ástin og lífið Tengdar fréttir Elísabet Gunnars á nýjum vettvangi „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. 27. ágúst 2024 20:02 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Anna Margrét er viðmælandi Elísabetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpinu, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum fara þær um víðan völl og ræða meðal annars mikilvægi áskorana í lífinu, starfsframann og fjölskyldulífið í Stokkhólmi. „Ég hef alltaf verið mjög áhugasöm um tísku og það hefur alltaf verið draumurinn að vinna við eitthvað tengt tísku. Ég er náttúrulega með tíu þumla, þannig að ég ætlaði alls ekki að vera fatahönnuður. Ég er með góðar hugmyndir, en ekkert til að framkvæma þær,“ segir Anna Margrét kímin. Anna Margrét býr í Stokkhólmi í Svíþjóð ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, en þau fluttu þangað frá Osló þegar henni bauðst starf hjá H&M Group. Þar bar hún ábyrgð á sjálfbærnisamskiptum fyrirtækisins og starfaði náið með framkvæmdastjórninni. View this post on Instagram A post shared by Anna Margrét (@annamargretgunnars) Áskoranir lífsins mikilvægar Anna Margrét útskrifaðist með meistaragráðu í markaðsfræði frá Handelshøyskolen BI í Osló. „Ég hélt ég myndi sitja þar og fabúlera um markaðssetningu og vörumerki, en í staðinn var þetta bara stærðfræði og tölfræði. Þetta var miklu erfiðara en ég ætlaði mér,“ segir hún og bætir við að þrátt fyrir áskoranirnar hafi hún fundið námið bæði áhugavert og krefjandi. Anna Margrét segir háskólanám kenna manni að hugsa betur og styrkja rökhugsunina.„Maður lærir að hugsa betur í háskólanámi. Maður æfir þá vöðva. Þetta var mjög skemmtilegt, þrátt fyrir að það hafi verið erfitt. Enda græðir maður ekkert rosalega á því sem er auðvelt.“ Anna Margrét telur mikilvægt að takast á við áskoranir til að vaxa og blómstra sem einstaklingur. „Ég er eiginlega orðin háð því að gera hluti sem mér finnst óþægilegir,“ segir hún og hlær. „Þegar mér finnst eitthvað óþægilegt og það stressar mig, þá veit ég að ég hef svo ógeðslega gott af því og það er svo miklu stærra stökk sem ég tek.“ Umkringd Frozen-sokkum Anna Margrét hefur víðtæka reynslu sem markaðsfræðingur og úr fjölmiðlum. Hún var eini Íslendingurinn sem starfaði hjá H&M við opnun fyrstu verslunarinnar á Íslandi í Smáralind haustið 2017. Hún lýsir því hvernig mikill kvíði fylgdi þeirri reynslu, en einnig hvernig hún náði að takast á við áskoranirnar. „Ég fann fyrir mikilli pressu við þessa vinnu og fannst ég vera ein ábyrg ef eitthvað skyldi klikka,“ segir hún. Anna Margrét lýsir því hvernig hún í hálfgerðu spennufalli grét inni á barnadeild verslunarinnar, umkringd Frozen-sokkum, meðan eigandi H&M og helstu yfirmenn biðu spenntir á efri hæðinni eftir fyrstu viðskiptavinunum. „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að Íslendingar mættu aldrei tímanlega, og að fólk kæmi örugglega, en á þessum tímapunkti var ég að reyna að sannfæra bæði þá og sjálfa mig.“ Hún rifjar upp augnablikið þegar klukkan var tíu mínútur í tíu og enginn var enn mættur. „Karl-Johan Persson, forstjóri og eigandi H&M, var að tjúllast úr stressi inni í búðinni, ásamt yfirmanni yfirmanns míns. Það var þá sem ég náði að koma mér afsíðis, inn á barnadeildina, og byrjaði að gráta. Ég hafði haldið í mér allt sumarið, unnið eins og skepna, skrifað ritgerð og verið með ungabarn sem grét stöðugt. Þetta var erfitt tímabil sem endaði á þessum tímapunkti.“ Elísabet hrósaði Önnu Margréti fyrir að deila þessari reynslu, og sagði að svona mannleg viðbrögð ættu ekki að vera feimnismál. Þetta væru tilfinningar sem margir hafa eflaust upplifað þegar pressan verður of mikil. Þegar Anna Margrét hafði jafnað sig, náði hún að koma sér aftur upp á efri hæðina við innganginn og sá þá Smáralindina pakkaða af fólki, henni og sænsku gestunum til ómældrar gleði. Þáttinn með heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Ástin og lífið Tengdar fréttir Elísabet Gunnars á nýjum vettvangi „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. 27. ágúst 2024 20:02 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Elísabet Gunnars á nýjum vettvangi „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. 27. ágúst 2024 20:02