Geta haldið bæjum á Reykjanesi frostfríum með nýfundnum jarðhita Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2024 16:03 Heitavatnslaust varð á Suðurnesjum þegar lögn frá orkuverinu á Svartsengi fór undir hraun í febrúar. Í kjölfarið var ráðist í neyðarviðbragð til þess að finna önnur jarðhitasvæði sem gætu fyllt í skarð Svartsengis þar sem eldgos eru nú tíð. Vísir/Vilhelm Jarðhitaleit á Reykjanesi sem var flýtt vegna hættunnar á að eldhræringarnar þar yllu heitavatnsleysi hefur borið árangur umfram væntingar. Þrjár rannsóknarborholur eru sagðar nýtanlegar hver með sínum hætti. Frá þessu var greint í kynningu Guðlaugs Þór Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Árna Magnússonar, forstjóra Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) í dag. Ráðist var í lághitaleit á Reykjanesi sem neyðarviðbragð eftir að heitavatnslaust varð á Suðurnesjum þegar Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur þegar hraun rann yfir hana frá eldgosi í byrjun febrúar. Hröð handtök og viðbrögð eru sögð hafa forðað því að stórkostlegar skemmdir hefðu orðið á innviðum en mikið frost var þegar lögnin rofnaði. Markmiðið var að finna lághitavatn sem væri hægt að nota til hitaveitu í neyð. Hefðbundin lághitaleit af þessu tagi er sögð taka fleiri mánuði og jafnvel ár í undirbúningi og framkvæmd. Ein holan gæti annað fjórðungi heitavatnsþarfar Þrjár djúpar rannsóknarholur voru boraðar við heitavatnsleitina en staðsetning þeirra var valin út frá jarðfræðilegum vísbendingum en einnig með nálægð við innviði og náttúruvá í huga. Holurnar reyndust allar nýtanlegar á sinn hátt, ýmist til húshitunar eða í ýmis konar atvinnustarfsemi. Í kynningunni kom fram að með þeim mætti halda Reykjanesbæ, Vogum og Suðurnesjabæ frostfríum og líklega anna eðlilegri lágmarksnotkun til skemmri tíma. Romshvalsnes á Miðnesheiði, sem er kennt við Rockville frá tíð Bandaríkjahers, er sérstaklega sagt efnilegt svæði til frekari borana. Líklegt sé að vinnsla þaðan geti orðið mikilvægur þáttur í orkuöflun í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ í náinni framtíð. Áætlað er að holan gæti mögulega útvegað um fjórðung þess heita vatns sem þarf á Suðurnesjum. Frekari mælingar á holunum eru næstar á dagskrá, útfærsla á dælum, varmaskiptum og lögnum svo að þær verði tiltækar til vinnslu. Þá kom fram að hefja þyrfti rannsóknir til þess að tryggja að Vogar hefðu aðgang að heitu vatni til framtíðar, færi svo að það fengist ekki lengur frá Svartsengi. Orkumál Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vogar Tengdar fréttir Unnið að viðgerð og vegagerð í alla nótt „Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar. 9. febrúar 2024 07:09 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Frá þessu var greint í kynningu Guðlaugs Þór Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Árna Magnússonar, forstjóra Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) í dag. Ráðist var í lághitaleit á Reykjanesi sem neyðarviðbragð eftir að heitavatnslaust varð á Suðurnesjum þegar Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur þegar hraun rann yfir hana frá eldgosi í byrjun febrúar. Hröð handtök og viðbrögð eru sögð hafa forðað því að stórkostlegar skemmdir hefðu orðið á innviðum en mikið frost var þegar lögnin rofnaði. Markmiðið var að finna lághitavatn sem væri hægt að nota til hitaveitu í neyð. Hefðbundin lághitaleit af þessu tagi er sögð taka fleiri mánuði og jafnvel ár í undirbúningi og framkvæmd. Ein holan gæti annað fjórðungi heitavatnsþarfar Þrjár djúpar rannsóknarholur voru boraðar við heitavatnsleitina en staðsetning þeirra var valin út frá jarðfræðilegum vísbendingum en einnig með nálægð við innviði og náttúruvá í huga. Holurnar reyndust allar nýtanlegar á sinn hátt, ýmist til húshitunar eða í ýmis konar atvinnustarfsemi. Í kynningunni kom fram að með þeim mætti halda Reykjanesbæ, Vogum og Suðurnesjabæ frostfríum og líklega anna eðlilegri lágmarksnotkun til skemmri tíma. Romshvalsnes á Miðnesheiði, sem er kennt við Rockville frá tíð Bandaríkjahers, er sérstaklega sagt efnilegt svæði til frekari borana. Líklegt sé að vinnsla þaðan geti orðið mikilvægur þáttur í orkuöflun í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ í náinni framtíð. Áætlað er að holan gæti mögulega útvegað um fjórðung þess heita vatns sem þarf á Suðurnesjum. Frekari mælingar á holunum eru næstar á dagskrá, útfærsla á dælum, varmaskiptum og lögnum svo að þær verði tiltækar til vinnslu. Þá kom fram að hefja þyrfti rannsóknir til þess að tryggja að Vogar hefðu aðgang að heitu vatni til framtíðar, færi svo að það fengist ekki lengur frá Svartsengi.
Orkumál Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vogar Tengdar fréttir Unnið að viðgerð og vegagerð í alla nótt „Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar. 9. febrúar 2024 07:09 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Unnið að viðgerð og vegagerð í alla nótt „Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar. 9. febrúar 2024 07:09