„Mig langaði að eiga vini og verða vinsæll“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. september 2024 07:03 Ingólfur Valur er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég varð frekar reiður unglingur, var að rífa kjaft og lenti í veseni,“ segir OnlyFans stjarnan Ingólfur Valur sem er viðmælandi í Einkalífinu. Þar ræðir hann meðal annars æskuna og hvernig hann reyndi að breyta sér í von um að eignast vini, sem leiddi af sér marga óvini. Hér má sjá viðtalið við Ingólf í heild sinni: „Lenti svolítið í lögreglunni“ Ingólfur var greindur með ADHD rosalega ungur að hans sögn og átti alltaf erfitt með að sitja kyrr. „Ég átti því frekar erfitt með skólagöngu og að hlýða. Það hélt áfram yfir í unglingsárin. Það fór þannig að ég varð frekar reiður unglingur, var að rífa kjaft og lenti í veseni. Ég lenti svolítið í lögreglunni fyrir það að vera að klifra upp á þak eða eitthvað, ég var aldrei handtekinn en þetta var mikið ég að vera fáviti.“ Að eigin sögn átti Ingólfur mjög fáa vini. Hann byrjaði skólagönguna á Íslandi sem gekk vel en fluttist svo til Danmerkur. „Þegar ég byrjaði í skóla þar þá hugsaði ég að ég hafi ekki átt mikið af vinum heima en mig langaði að eiga vini og verða vinsæll. Ég bjó til einhverja ímynd út frá því sem ég hafði séð í bíómyndum að ég væri pínu svona bad boy en ekki nörd. Ég reyndi svolítið að koma mér þangað þó svo að ég hafi í raun aldrei verið þar sko. Því ég hélt að það myndi hjálpa mér að eignast vini, sem það gerði að vissu leyti en á sama tíma bjó það til rosalega marga óvini. Þannig að það var ekkert svo sniðugt. Svo flyt ég til Íslands og þegar ég er að byrja í skólanum hér þá er tíundi bekkur búinn að ákveða á að ráðast á mig eða ógna mér, strákarnir voru með plan um það til að sýna það að ég sé aumingi. Þeir gerðu það og út frá því þá hélt ég áfram þessari hegðun þar sem ég var endalaust að verja mig og þykjast vera rosa nettur.“ Ingólfur var ungur greindur með ADHD og átti erfitt með að sitja kyrr í skólanum.Aðsend Skipti um símanúmer og gjörbreytti stefnunni Hann segir að árásin hafi verið svolítið tráma fyrir sig. „Ég bjóst við því að ég væri að koma aftur í skólann svolítið stikkfrí en svo var ekki.“ Eftir að Ingólfur útskrifaðist úr grunnskóla fór hann hægt og rólega að breyta um hegðun og lífsstíl. „Ég tók í raun ákvörðun eitt kvöldið. Ég á tvo litla bræður og ég hugsaði hvað myndi ég gera ef yngsti bróðir minn væri að haga sér eins og ég er að gera núna. Ef ég myndi heyra að hann væri að gera eitthvað af þessari vitleysu í staðinn fyrir að fókusa á framtíðina. Ég ákvað að loka á alla sem voru í þessari vitleysu, hverfa úr lífinu þeirra, skipti um símanúmer og reyndi að byrja upp á nýtt. Pabbi minn sagði við mig einhvern tíma: Hvað varð um Ingó? Hvað varð um litla strákinn minn sem vildi öllum gott, var alltaf að passa upp á alla, vildi aldrei vera vondur við neinn og var með svo stórt hjarta. Það náði mér,“ segir Ingólfur og bætir við: „Þegar ég var að lenda í slagsmálum á þessum árum hugsaði ég oft úff ef hinn gæjann fer til dæmis að blæða þá fríka ég út. Það var rosalega erfitt að þykjast vera einhver töffari en á sama tíma vera að stressa sig á þessum hlutum. Ég held að pabbi hafi svolítið opnað augu mín fyrir því að það sem ég var að gera var ekki ég, ég var með front og að leika einhvern karakter. Ég hef alltaf verið umhyggjusamur og góður við fólkið i kringum mig.“ Ingólfur segist alltaf hafa verið umhyggjusamur en týndi sér aðeins á unglingsárunum. Hann skipti svo algjörlega um stefnu á menntaskólaárunum.Aðsend Aldrei verið í neyslu Hann segir að á sama tíma hafi verið ýmsar sögur í gangi af honum tengdar félagsskapnum sem hann var í. „Það héldu allir að ég væri í neyslu. Ég hef aldrei á ævi minni verið í neyslu. En ég var að hanga í kringum krakka sem voru að fikta og fólk hélt að ég væri það líka. Þannig að ég hætti að haga mér svona og reyndi að verða betri með tímanum. Ég reyndi að koma betur fram við fólk því ég fattaði að ég gæti svarað fólki með stælum og uppnefnum eða ég gæti svarað eins og pabbi eða mamma myndu svara mér,“ segir Ingólfur. Einkalífið OnlyFans Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Ingólf í heild sinni: „Lenti svolítið í lögreglunni“ Ingólfur var greindur með ADHD rosalega ungur að hans sögn og átti alltaf erfitt með að sitja kyrr. „Ég átti því frekar erfitt með skólagöngu og að hlýða. Það hélt áfram yfir í unglingsárin. Það fór þannig að ég varð frekar reiður unglingur, var að rífa kjaft og lenti í veseni. Ég lenti svolítið í lögreglunni fyrir það að vera að klifra upp á þak eða eitthvað, ég var aldrei handtekinn en þetta var mikið ég að vera fáviti.“ Að eigin sögn átti Ingólfur mjög fáa vini. Hann byrjaði skólagönguna á Íslandi sem gekk vel en fluttist svo til Danmerkur. „Þegar ég byrjaði í skóla þar þá hugsaði ég að ég hafi ekki átt mikið af vinum heima en mig langaði að eiga vini og verða vinsæll. Ég bjó til einhverja ímynd út frá því sem ég hafði séð í bíómyndum að ég væri pínu svona bad boy en ekki nörd. Ég reyndi svolítið að koma mér þangað þó svo að ég hafi í raun aldrei verið þar sko. Því ég hélt að það myndi hjálpa mér að eignast vini, sem það gerði að vissu leyti en á sama tíma bjó það til rosalega marga óvini. Þannig að það var ekkert svo sniðugt. Svo flyt ég til Íslands og þegar ég er að byrja í skólanum hér þá er tíundi bekkur búinn að ákveða á að ráðast á mig eða ógna mér, strákarnir voru með plan um það til að sýna það að ég sé aumingi. Þeir gerðu það og út frá því þá hélt ég áfram þessari hegðun þar sem ég var endalaust að verja mig og þykjast vera rosa nettur.“ Ingólfur var ungur greindur með ADHD og átti erfitt með að sitja kyrr í skólanum.Aðsend Skipti um símanúmer og gjörbreytti stefnunni Hann segir að árásin hafi verið svolítið tráma fyrir sig. „Ég bjóst við því að ég væri að koma aftur í skólann svolítið stikkfrí en svo var ekki.“ Eftir að Ingólfur útskrifaðist úr grunnskóla fór hann hægt og rólega að breyta um hegðun og lífsstíl. „Ég tók í raun ákvörðun eitt kvöldið. Ég á tvo litla bræður og ég hugsaði hvað myndi ég gera ef yngsti bróðir minn væri að haga sér eins og ég er að gera núna. Ef ég myndi heyra að hann væri að gera eitthvað af þessari vitleysu í staðinn fyrir að fókusa á framtíðina. Ég ákvað að loka á alla sem voru í þessari vitleysu, hverfa úr lífinu þeirra, skipti um símanúmer og reyndi að byrja upp á nýtt. Pabbi minn sagði við mig einhvern tíma: Hvað varð um Ingó? Hvað varð um litla strákinn minn sem vildi öllum gott, var alltaf að passa upp á alla, vildi aldrei vera vondur við neinn og var með svo stórt hjarta. Það náði mér,“ segir Ingólfur og bætir við: „Þegar ég var að lenda í slagsmálum á þessum árum hugsaði ég oft úff ef hinn gæjann fer til dæmis að blæða þá fríka ég út. Það var rosalega erfitt að þykjast vera einhver töffari en á sama tíma vera að stressa sig á þessum hlutum. Ég held að pabbi hafi svolítið opnað augu mín fyrir því að það sem ég var að gera var ekki ég, ég var með front og að leika einhvern karakter. Ég hef alltaf verið umhyggjusamur og góður við fólkið i kringum mig.“ Ingólfur segist alltaf hafa verið umhyggjusamur en týndi sér aðeins á unglingsárunum. Hann skipti svo algjörlega um stefnu á menntaskólaárunum.Aðsend Aldrei verið í neyslu Hann segir að á sama tíma hafi verið ýmsar sögur í gangi af honum tengdar félagsskapnum sem hann var í. „Það héldu allir að ég væri í neyslu. Ég hef aldrei á ævi minni verið í neyslu. En ég var að hanga í kringum krakka sem voru að fikta og fólk hélt að ég væri það líka. Þannig að ég hætti að haga mér svona og reyndi að verða betri með tímanum. Ég reyndi að koma betur fram við fólk því ég fattaði að ég gæti svarað fólki með stælum og uppnefnum eða ég gæti svarað eins og pabbi eða mamma myndu svara mér,“ segir Ingólfur.
Einkalífið OnlyFans Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira