Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2024 10:05 Ragnar Þór er svartsýn á horfur í íslensku samfélagi. Vísir/Einar Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til mótmæla á Austurvelli síðdegis á morgun gegn því sem þau kalla „skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum“. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir mótmælin söguleg þar sem langt sé liðið frá því að stór heildarsamtök launafólks stóðu síðast að baki aðgerðum af þessu tagi. „Krafan er fyrst og síðast að ríkisstjórnin vakni af þessum blundi og fari í markvissar aðgerðir til þess að sporna við þessu ástandi. Það er meginkrafan,“ sagði Ragnar Þór í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórnin brugðist í einu og öllu Sakaði Ragnar Þór ríkisstjórnina um að taka stöðuna og hlutverk sitt í að vinna að því að ná jafnvægi í húsnæðismálum ekki alvarlega. Húsnæðisverð hafi verið helsti drifkrafturinn í verðbólgu á landinu undanfarin ár. „Ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist í einu og öllu þegar kemur að baráttunni við háa verðbólgu og vexti,“ sagði hann. Hagstjórn á Íslandi hefði verið beitt „grimmilega“ gegn fólkinu í landinu síðastliðin ár og áratugi. Efnahagslegur óstöðugleiki væri heimatilbúinn að því leyti að húsnæðismarkaðurinn hefði verið algerlega vanræktur og ekki hefði verið komið böndum á skammtímaleigu húsnæðis til ferðamanna. Varaði verkalýðsforkólfurinn við því að ástandið gæti ekki annað en versnað, sérstaklega á leigumarkaði þar sem staðan væri skeflilega fyrir ef ekki yrði komið böndum á hann. Það væri algerlega óásættanlegt fyrir landsmenn sem reyndu að koma þaki yfir höfuðið að afborganir af lánum hefðu meira en tvöfaldast. Það væri með ólíkindum að ríkisstjórnin hefði komist upp með það svo lengi. „Þetta getur engin heilvita þjóð sætt sig við.“ Eins og eftirmál hrunsins Þá fullyrti Ragnar Þór að viðvarandi háir stýrivextir hefðu engan árangur borið í að ná tökum á verðbólgunni. Þeir hefðu þvert á móti ýtt undir verðlagshækkanir og komið í veg fyrir frekari uppbyggingu á húsnæðismarki. Hvorki ríkisstjórnin né sveitarfélög hefðu tekið vandann nægilega alvarlega. „Við sem samfélag eigum ekki að láta bjóða okkur þessa stöðu,“ sagði Ragnar Þór og vísaði til hárra húsnæðislánavaxta. Líkti hann stöðunni nú við eftirmál hrunsins þegar þúsundir heimila hafi endað undir uppboðshamrinum. Vanskil fari vaxandi. „Hvaða heilvita ríki myndi láta bjóða sér þessa stöðu, vera með húsnæðisvexti í þessum hæðum og verðbólguna eins og hún er.“ Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til mótmæla á Austurvelli síðdegis á morgun gegn því sem þau kalla „skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum“. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir mótmælin söguleg þar sem langt sé liðið frá því að stór heildarsamtök launafólks stóðu síðast að baki aðgerðum af þessu tagi. „Krafan er fyrst og síðast að ríkisstjórnin vakni af þessum blundi og fari í markvissar aðgerðir til þess að sporna við þessu ástandi. Það er meginkrafan,“ sagði Ragnar Þór í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórnin brugðist í einu og öllu Sakaði Ragnar Þór ríkisstjórnina um að taka stöðuna og hlutverk sitt í að vinna að því að ná jafnvægi í húsnæðismálum ekki alvarlega. Húsnæðisverð hafi verið helsti drifkrafturinn í verðbólgu á landinu undanfarin ár. „Ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist í einu og öllu þegar kemur að baráttunni við háa verðbólgu og vexti,“ sagði hann. Hagstjórn á Íslandi hefði verið beitt „grimmilega“ gegn fólkinu í landinu síðastliðin ár og áratugi. Efnahagslegur óstöðugleiki væri heimatilbúinn að því leyti að húsnæðismarkaðurinn hefði verið algerlega vanræktur og ekki hefði verið komið böndum á skammtímaleigu húsnæðis til ferðamanna. Varaði verkalýðsforkólfurinn við því að ástandið gæti ekki annað en versnað, sérstaklega á leigumarkaði þar sem staðan væri skeflilega fyrir ef ekki yrði komið böndum á hann. Það væri algerlega óásættanlegt fyrir landsmenn sem reyndu að koma þaki yfir höfuðið að afborganir af lánum hefðu meira en tvöfaldast. Það væri með ólíkindum að ríkisstjórnin hefði komist upp með það svo lengi. „Þetta getur engin heilvita þjóð sætt sig við.“ Eins og eftirmál hrunsins Þá fullyrti Ragnar Þór að viðvarandi háir stýrivextir hefðu engan árangur borið í að ná tökum á verðbólgunni. Þeir hefðu þvert á móti ýtt undir verðlagshækkanir og komið í veg fyrir frekari uppbyggingu á húsnæðismarki. Hvorki ríkisstjórnin né sveitarfélög hefðu tekið vandann nægilega alvarlega. „Við sem samfélag eigum ekki að láta bjóða okkur þessa stöðu,“ sagði Ragnar Þór og vísaði til hárra húsnæðislánavaxta. Líkti hann stöðunni nú við eftirmál hrunsins þegar þúsundir heimila hafi endað undir uppboðshamrinum. Vanskil fari vaxandi. „Hvaða heilvita ríki myndi láta bjóða sér þessa stöðu, vera með húsnæðisvexti í þessum hæðum og verðbólguna eins og hún er.“
Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira