Bæjarráð vill opna Grindavík fyrir almenningi Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2024 12:35 Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Vísir/Ívar Fannar Bæjarráð Grindavíkur vill að lokunarpóstar við bæinn verði fjarlægðir og bærinn verði opnaður sem fyrst fyrir almenningi. Forseti bæjarstjórnar segist vilja sýna fólki að bærinn sé ekki vesældin ein. Bæjarráð ályktaði um þetta fyrir helgi á fundi sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðið óskar eftir því að lokunarpóstarnir séu fjarlægðir en bærinn hefur verið lokaður almenningi frá því að hann var fyrst rýmdur þann 10. nóvember á síðasta ári. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði, segir þetta vera rétta skrefið í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. „Það er líka svona persónuleg reynsla og mikilvægt að fólk fái að sjá það að þetta er ekki bara vesældin ein. Það er margt notalegt og gott inni í bæ. Við þurfum að sýna fólki það,“ segir Ásrún. Bærinn sé að miklu leyti öruggt svæði. „Það er mikil vinna innan bæjarins varðandi það að girða af hættuleg svæði og þeirri vinnu miðar mjög vel áfram. Svo er það jarðkönnunarverkefnið, það er langt komið. Þannig við viljum núna sjá ákveðna þróun í þessum málum. Við erum líka að hugsa um fyrirtæki sem vilja hefja rekstur,“ segir Ásrún. Boltinn sé núna hjá Grindavíkurnefndinni og almannavörnum. Hún er bjartsýn á að bærinn verði opnaður almenningi. „Ég hef í öllu þessu ferli verið bjartsýn. Mér finnst líka verktakarnir inni í bæ standa sig og það er mikil áræðni þar. Ég held að þetta verði skref í rétta átt fyrir okkur,“ segir Ásrún. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Bæjarráð ályktaði um þetta fyrir helgi á fundi sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðið óskar eftir því að lokunarpóstarnir séu fjarlægðir en bærinn hefur verið lokaður almenningi frá því að hann var fyrst rýmdur þann 10. nóvember á síðasta ári. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði, segir þetta vera rétta skrefið í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. „Það er líka svona persónuleg reynsla og mikilvægt að fólk fái að sjá það að þetta er ekki bara vesældin ein. Það er margt notalegt og gott inni í bæ. Við þurfum að sýna fólki það,“ segir Ásrún. Bærinn sé að miklu leyti öruggt svæði. „Það er mikil vinna innan bæjarins varðandi það að girða af hættuleg svæði og þeirri vinnu miðar mjög vel áfram. Svo er það jarðkönnunarverkefnið, það er langt komið. Þannig við viljum núna sjá ákveðna þróun í þessum málum. Við erum líka að hugsa um fyrirtæki sem vilja hefja rekstur,“ segir Ásrún. Boltinn sé núna hjá Grindavíkurnefndinni og almannavörnum. Hún er bjartsýn á að bærinn verði opnaður almenningi. „Ég hef í öllu þessu ferli verið bjartsýn. Mér finnst líka verktakarnir inni í bæ standa sig og það er mikil áræðni þar. Ég held að þetta verði skref í rétta átt fyrir okkur,“ segir Ásrún.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira