Grótta hrelldi ÍBV í fyrsta leik en meistararnir fóru á flug Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 16:55 Thea Imani Sturludóttir skoraði fimm mörk fyrir Val í dag, í fyrstu umferð Olís-deildarinnar. vísir/Anton Íslandsmeistarar Vals hófu leiktíðina í Olís-deild kvenna í handbolta á stórsigri gegn ÍR, 35-26. Nýliðar Gróttu, sem spáð er neðsta sæti, voru nálægt því að fá stig gegn ÍBV en Eyjakonur unnu 23-21 sigur á Seltjarnarnesinu. Leikurinn á Nesinu var ansi kaflaskiptur en ÍBV var 10-8 yfir í hálfleik. Grótta var svo 16-15 yfir þegar korter var til leiksloka en þá stakk ÍBV af og komst í 22-17. Nýliðarnir gáfust hins vegar ekki upp og höfðu minnkað muninn í eitt mark, 22-21, þegar enn var ein og hálf mínúta eftir. Þá skoraði Sunna Jónsdóttir sitt áttunda mark og innsiglaði sigur Eyjakvenna. Miðað við tölfræðina á vef HB Statz þá var Marta Wawrzykowska hins vegar maður leiksins en hún varði alls 24 skot í marki ÍBV, eða meira en helming skota sem hún fékk á sig. Þar af varði hún tvö af fimm vítum Gróttu, annað á lokamínútunni. Daðey Ásta Hálfdánsdóttir og Karlotta Óskarsdóttir voru markahæstar hjá Gróttu með fimm mörk hvor og Rut Bernódusdóttir skoraði fjögur. Hjá ÍBV var Sunna með átta mörk úr tíu skotum og Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sex. ÍR hélt í við meistarana í fyrri hálfleik ÍR skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum gegn Val en meistararnir komust svo yfir í 9-8 og voru 17-14 yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik stakk Valsliðið svo algjörlega af. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum og Elísa Elíasdóttir fimm mörk úr jafnmörgum skotum, fyrir Val, samkvæmt HB Statz. Thea Imani Sturludóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir skoruðu einnig fimm mörk hvor. Hjá ÍR var Sara Dögg Hjaltadóttir markahæst með fimm mörk en Karen Tinna Demian, Hanna Karen Ólafsdóttir og Katrín Tinna Jensdóttir skoruðu fjögur mörk hver. Olís-deild kvenna Grótta ÍR Valur ÍBV Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Leikurinn á Nesinu var ansi kaflaskiptur en ÍBV var 10-8 yfir í hálfleik. Grótta var svo 16-15 yfir þegar korter var til leiksloka en þá stakk ÍBV af og komst í 22-17. Nýliðarnir gáfust hins vegar ekki upp og höfðu minnkað muninn í eitt mark, 22-21, þegar enn var ein og hálf mínúta eftir. Þá skoraði Sunna Jónsdóttir sitt áttunda mark og innsiglaði sigur Eyjakvenna. Miðað við tölfræðina á vef HB Statz þá var Marta Wawrzykowska hins vegar maður leiksins en hún varði alls 24 skot í marki ÍBV, eða meira en helming skota sem hún fékk á sig. Þar af varði hún tvö af fimm vítum Gróttu, annað á lokamínútunni. Daðey Ásta Hálfdánsdóttir og Karlotta Óskarsdóttir voru markahæstar hjá Gróttu með fimm mörk hvor og Rut Bernódusdóttir skoraði fjögur. Hjá ÍBV var Sunna með átta mörk úr tíu skotum og Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sex. ÍR hélt í við meistarana í fyrri hálfleik ÍR skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum gegn Val en meistararnir komust svo yfir í 9-8 og voru 17-14 yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik stakk Valsliðið svo algjörlega af. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum og Elísa Elíasdóttir fimm mörk úr jafnmörgum skotum, fyrir Val, samkvæmt HB Statz. Thea Imani Sturludóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir skoruðu einnig fimm mörk hvor. Hjá ÍR var Sara Dögg Hjaltadóttir markahæst með fimm mörk en Karen Tinna Demian, Hanna Karen Ólafsdóttir og Katrín Tinna Jensdóttir skoruðu fjögur mörk hver.
Olís-deild kvenna Grótta ÍR Valur ÍBV Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira