„Ekki spilamennska sem við eigum að vera að bjóða upp á“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2024 16:51 Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sjaldséð mistök hafi kostað hans lið í dag. Vísir/Diego Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var heldur svekktur með að hafa tekið aðeins eitt stig gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Stjörnukonur lentu 3-0 undir eftir rétt rúmlega hálftíma leik, en náðu að snúa taflinu við og niðurstaðan varð 4-4 jafntefli í fjörugum leik. „Já og nei. Þetta var kannski ekki spilamennska sem við eigum að bjóða upp á. Við gerðum allt of mikið af mistökum og líklega var spennustigið bara kolvitlaust þegar við komum inn í leikinn,“ sagði Jóhannes í leikslok. „En ég er auðvitað ánægður með það að við komum til baka og það var töluvert meiri gleði í seinni hálfleik. Þegar þú ert með hausinn rétt skrúfaðan á og leggur þig fram er töluvert skemmtilegra að spila fótbolta.“ Hann segir að sú staðreynd að hans lið hafi náð að minnka muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks hafi gefið Stjörnunni sjálfstraustið sem liðið þurfti. „Það gerði það og það var sérstaklega ljúft að sjá Fanneyju [Lísu Jóhannesdóttur] skora sitt fyrsta meistaraflokksmark. Hún kemur okkur inn í hálfleikinn á aðeins betri nótum og þá er þetta alveg vinnandi vegur þegar þú ert tveimur mörkum undir og með rokið með þér. Við fundum það alveg það það var hægt að stíga upp og gera eitthvað úr þessum leik.“ Þá hélt hann áfram að hrósa Fanneyju og Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur. Fanney skoraði eitt og lagði upp tvö fyrir Stjörnuna og Úlfa Dís skoraði tvö. „Það er mjög sterkt að vera með marga og góða kosti í þessar vængstöður og þær voru ógnandi í öllum þessum leik. Það eru mikið af leikmönnum sem stíga upp í seinni hálfleik og við förum að láta boltann rúlla betur og reyna að búa eitthvað til fyrir þessa vængmenn. Þá náum við að opna betri stöður.“ Hins vegar var Jóhannes eðlilega ósáttur með mörkin sem liðið fékk á sig í dag, enda er líklega hægt að skella þremur þeirra á einstaklingsmistök leikmanna Stjörnunnar. Hann segir að um einbeitingarleysi sé að ræða. „Ég hef ekki verið að sjá þetta mikið hjá liðinu. Við höfum verið að gera lítið af mistökum, sérstaklega í öftustu línu. Það er auðvitað talsvert um breytingar í öftustu línu, en þetta er held ég bara einhver stundar-kæruleysisstimpill á þessum mörkum sem við erum að gefa,“ sagði Jóhannes að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Sjá meira
Stjörnukonur lentu 3-0 undir eftir rétt rúmlega hálftíma leik, en náðu að snúa taflinu við og niðurstaðan varð 4-4 jafntefli í fjörugum leik. „Já og nei. Þetta var kannski ekki spilamennska sem við eigum að bjóða upp á. Við gerðum allt of mikið af mistökum og líklega var spennustigið bara kolvitlaust þegar við komum inn í leikinn,“ sagði Jóhannes í leikslok. „En ég er auðvitað ánægður með það að við komum til baka og það var töluvert meiri gleði í seinni hálfleik. Þegar þú ert með hausinn rétt skrúfaðan á og leggur þig fram er töluvert skemmtilegra að spila fótbolta.“ Hann segir að sú staðreynd að hans lið hafi náð að minnka muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks hafi gefið Stjörnunni sjálfstraustið sem liðið þurfti. „Það gerði það og það var sérstaklega ljúft að sjá Fanneyju [Lísu Jóhannesdóttur] skora sitt fyrsta meistaraflokksmark. Hún kemur okkur inn í hálfleikinn á aðeins betri nótum og þá er þetta alveg vinnandi vegur þegar þú ert tveimur mörkum undir og með rokið með þér. Við fundum það alveg það það var hægt að stíga upp og gera eitthvað úr þessum leik.“ Þá hélt hann áfram að hrósa Fanneyju og Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur. Fanney skoraði eitt og lagði upp tvö fyrir Stjörnuna og Úlfa Dís skoraði tvö. „Það er mjög sterkt að vera með marga og góða kosti í þessar vængstöður og þær voru ógnandi í öllum þessum leik. Það eru mikið af leikmönnum sem stíga upp í seinni hálfleik og við förum að láta boltann rúlla betur og reyna að búa eitthvað til fyrir þessa vængmenn. Þá náum við að opna betri stöður.“ Hins vegar var Jóhannes eðlilega ósáttur með mörkin sem liðið fékk á sig í dag, enda er líklega hægt að skella þremur þeirra á einstaklingsmistök leikmanna Stjörnunnar. Hann segir að um einbeitingarleysi sé að ræða. „Ég hef ekki verið að sjá þetta mikið hjá liðinu. Við höfum verið að gera lítið af mistökum, sérstaklega í öftustu línu. Það er auðvitað talsvert um breytingar í öftustu línu, en þetta er held ég bara einhver stundar-kæruleysisstimpill á þessum mörkum sem við erum að gefa,“ sagði Jóhannes að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Sjá meira