Dæmdur fyrir að drepa bófa sem íslensk kona kom upp um Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2024 14:36 James „Whitey“ Bulger er lengst til vinstri, Fotios Geas er í miðjunni og Anna Björnsdóttir til hægri Getty/AP Bandaríski glæpamaðurinn Fotios „Freddy“ Geas hefur hlotið 25 ára fangelsisdóm fyrir að verða hinum alræmda James „Whitey“ Bulger að bana í fangelsi árið 2018. Geas er nú þegar að afplána lífstíðarfangelsisdóm og bætist 25 ára dómurinn við þá refsingu. Honum var gefið að sök að berja Bulger ítrekað með lás sem var festur við belti. Árásin átti sér stað þegar Bulger, sem var þá 89 ára gamall, var færður á milli fangelsa í Flórídaríki Bandaríkjanna. Verjendur Geas héldu því fram að hann hefði ekki notað lásinn heldur hefði hann barið Bulger með hnefunum. Fyrir dómi kom fram að fangar hefðu fengið fregnir af fyrirhugaðri komu Bulger. Fangi sem bar vitni sagði að Bulger hefði verið kjaftaskúmur og fangarnir hafi þegar í stað ákveðið að drepa hann. Íslensk kona kom upp um Bulger Bulger var höfuðpaur í írsku gengi í borginni Boston á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Bandaríska alríkislögreglan hefur haldið því fram að hann hafi verið heimildarmaður þeirra og að hann hafi veitt stofnunni upplýsingar um keppinauta sína. Bulgar neitaði því hins vegar alfarið. Árið 1994 varð Bulger einn eftirlýstasti maður Bandaríkjanna eftir að hann fékk ábendingu frá tengilið sínum hjá alríkislögreglunni um að hann yrði sóttur til saka. Hann flúði Boston og var á flótta í sextán ár, en það var hin íslenska Anna Björnsdóttir sem kom upp um hann árið 2011. Sjá nánar: Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Anna bjó í næsta húsi við Bulger í Santa Monicu í Kaliforníuríki. Fyrir ábendinguna hlaut hún tvær milljónir Bandaríkjadollara. Nokkrum dögum áður en Bulger var handtekinn sýndi alríkislögreglan sjónvarpsþátt um hann og kærustu hans Catherine Greig. Anna horfði á þennan þátt, reyndar í Reykjavík, og þá rann upp fyrir henni að líklega væri um nágrannana að ræða. Hún hringdi í alríkislögregluna og fékk ekkert svar, en las skilaboð inn á símsvara. Erlend sakamál Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15 Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James "Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. 10. október 2011 18:29 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Geas er nú þegar að afplána lífstíðarfangelsisdóm og bætist 25 ára dómurinn við þá refsingu. Honum var gefið að sök að berja Bulger ítrekað með lás sem var festur við belti. Árásin átti sér stað þegar Bulger, sem var þá 89 ára gamall, var færður á milli fangelsa í Flórídaríki Bandaríkjanna. Verjendur Geas héldu því fram að hann hefði ekki notað lásinn heldur hefði hann barið Bulger með hnefunum. Fyrir dómi kom fram að fangar hefðu fengið fregnir af fyrirhugaðri komu Bulger. Fangi sem bar vitni sagði að Bulger hefði verið kjaftaskúmur og fangarnir hafi þegar í stað ákveðið að drepa hann. Íslensk kona kom upp um Bulger Bulger var höfuðpaur í írsku gengi í borginni Boston á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Bandaríska alríkislögreglan hefur haldið því fram að hann hafi verið heimildarmaður þeirra og að hann hafi veitt stofnunni upplýsingar um keppinauta sína. Bulgar neitaði því hins vegar alfarið. Árið 1994 varð Bulger einn eftirlýstasti maður Bandaríkjanna eftir að hann fékk ábendingu frá tengilið sínum hjá alríkislögreglunni um að hann yrði sóttur til saka. Hann flúði Boston og var á flótta í sextán ár, en það var hin íslenska Anna Björnsdóttir sem kom upp um hann árið 2011. Sjá nánar: Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Anna bjó í næsta húsi við Bulger í Santa Monicu í Kaliforníuríki. Fyrir ábendinguna hlaut hún tvær milljónir Bandaríkjadollara. Nokkrum dögum áður en Bulger var handtekinn sýndi alríkislögreglan sjónvarpsþátt um hann og kærustu hans Catherine Greig. Anna horfði á þennan þátt, reyndar í Reykjavík, og þá rann upp fyrir henni að líklega væri um nágrannana að ræða. Hún hringdi í alríkislögregluna og fékk ekkert svar, en las skilaboð inn á símsvara.
Erlend sakamál Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15 Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James "Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. 10. október 2011 18:29 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00
Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15
Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James "Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. 10. október 2011 18:29