„Íslenskt hvað? Heimir hver?“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2024 11:02 Heimir Hallgrímsson stýrir Írlandi í fyrsta sinn síðar í dag. Stephen McCarthy/Getty Images Heimir Hallgrímsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hans bíður erfitt verkefni í Írlandi þar sem A-landslið karla í knattspyrnu hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Í grein á The Guardian er farið yfir þann skrípaleik sem hefur átt sér stað innan írska knattspyrnusambandsins undanfarin misseri. Þar er farið yfir hvernig var búist var við að John O‘Shea myndi fá starfið frekar en Heimir eftir að hafa staðið sig ágætlega í kjölfar þess að Stephen Kenny var látinn fara. Í greininni segir einnig að hið almenna írska stuðningsfólk hefði hreinlega aldrei heyrt um Heimi Hallgrímsson þegar hann var ráðinn til starfa. Tannlæknir frá Íslandi? Það hljómaði eins og enn ein skelfileg ákvörðun sambands sem hafði vart tekið rétta ákvörðun í meira en fimm ár. Nöfn á borð við Gus Poyet, Roy Keane, Neil lennon og Steve Bruce komu ef til vill aldrei til greina en talið var að Írlandi hafi verið á eftir Willy Sagnol eða Lee Carsley en sá síðarnefndi mun stýra Englandi gegn Írlandi síðar í dag. Að því sögðu þá telur The Guardian að írska sambandið, sem hefur farið í gengum fimm framkvæmdastjóra á jafn mörgum árum, hafi mögulega loksins tekið rétta ákvörðun. Heimir var fljótur að ráða O´Shea sem aðstoðarmann sinn og hann hefur reynslu þegar kemur að því að ná sem mestu úr duglegum leikmannahóp sem skortir ofurstjörnu. Let's tar and feather Heimir Hallgrímsson unless he sings a word perfect rendition of Amhran na bhFiann in fluent Irish this afternoon, while waving a knobbly stick and holding a pig under one armhttps://t.co/aXbasRoOnu— Barry Glendenning (@bglendenning) September 7, 2024 Stuðningsfólk Írlands þarf nauðsynlega á upplyftingu að halda og gæti reynsla Heimis úr svipuðum aðstæðum verið svarið við óskum stuðningsfólksins. Nú er bara að bíða og sjá. Leikur Írlands og Englands í Þjóðadeild UEFA hefst klukkan 16.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Sjá meira
Í grein á The Guardian er farið yfir þann skrípaleik sem hefur átt sér stað innan írska knattspyrnusambandsins undanfarin misseri. Þar er farið yfir hvernig var búist var við að John O‘Shea myndi fá starfið frekar en Heimir eftir að hafa staðið sig ágætlega í kjölfar þess að Stephen Kenny var látinn fara. Í greininni segir einnig að hið almenna írska stuðningsfólk hefði hreinlega aldrei heyrt um Heimi Hallgrímsson þegar hann var ráðinn til starfa. Tannlæknir frá Íslandi? Það hljómaði eins og enn ein skelfileg ákvörðun sambands sem hafði vart tekið rétta ákvörðun í meira en fimm ár. Nöfn á borð við Gus Poyet, Roy Keane, Neil lennon og Steve Bruce komu ef til vill aldrei til greina en talið var að Írlandi hafi verið á eftir Willy Sagnol eða Lee Carsley en sá síðarnefndi mun stýra Englandi gegn Írlandi síðar í dag. Að því sögðu þá telur The Guardian að írska sambandið, sem hefur farið í gengum fimm framkvæmdastjóra á jafn mörgum árum, hafi mögulega loksins tekið rétta ákvörðun. Heimir var fljótur að ráða O´Shea sem aðstoðarmann sinn og hann hefur reynslu þegar kemur að því að ná sem mestu úr duglegum leikmannahóp sem skortir ofurstjörnu. Let's tar and feather Heimir Hallgrímsson unless he sings a word perfect rendition of Amhran na bhFiann in fluent Irish this afternoon, while waving a knobbly stick and holding a pig under one armhttps://t.co/aXbasRoOnu— Barry Glendenning (@bglendenning) September 7, 2024 Stuðningsfólk Írlands þarf nauðsynlega á upplyftingu að halda og gæti reynsla Heimis úr svipuðum aðstæðum verið svarið við óskum stuðningsfólksins. Nú er bara að bíða og sjá. Leikur Írlands og Englands í Þjóðadeild UEFA hefst klukkan 16.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Sjá meira