Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er í sama hlutverki hjá landsliðinu og fékk mikið hrós eftir leikinn á Laugardalsvelli. Það var heitasti framherji Íslands um þessar mundir, Orri Steinn Óskarsson, sem kom strákunum yfir með skalla eftir góða hornspyrnu fyrirliðans Jóhanns Bergs Guðmundssonar.
Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en í þeim síðari bætti Berlínarbúinn Jón Dagur Þorsteinsson við marki eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var að leika sinn 81. A-landsleik. Lokatölur á Laugardalsvelli 2-0 en bæði mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan.