Söluhagnaður af ólöglegri sjónvarpssölu eldsneyti glæpahópa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2024 19:40 Forstjóri Nordic Content Protection segir að nýjustu rannsóknir sýni að þeim fari ört fjölgandi sem kaupi ólöglega sjónvarpsþjónustu og þá fari hluti söluhagnaðarins í að fjármagna skipulagða brotastarfsemi. Honum þykir afar mikilvægt að fólk sé meðvitað um hvað það sé í raun að gera með kaupunum. Afleiðingarnar séu víðtækar og alvarlegar. Vísir/einar Rúm þrjátíu prósent Íslendinga nota ólöglega sjónvarpsþjónustu. Forstjóri norrænna samtaka um hugverkavernd segir söluhagnað af ólöglega streyminu meðal annars fara í að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi eins og vændi, fíknefnasölu og smygl. Með ólöglegri sjónvarpsþjónustu er átt við aðila sem stela efni frá rétthöfum og selja áfram til þriðja aðila, á umtalsvert lægra verði. Í sumar var athafnamaður á Spáni dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa selt fólki aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. Þeim fer ört fjölgandi sem nýta sér slíka þjónustu en það er unga fólkið sem keyrir upp aukninguna. Könnun frá því í maí sýnir að þrjátíu prósent Íslendinga nýti sér slíkt. „Þetta eru mjög háar tölur og það er ekkert fyrirtæki í dag sem myndi sætta sig við það í rekstri,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir þróunarstjóri sjónvarpslausna hjá Sýn. Kristjana Thors Brynjólfsdóttir segir að ekkert fyrirtæki myndi sætta sig við svo hátt hlutfall af þjófnaði.Vísir/Einar Fréttir voru sagðar af þjófnaði úr matvöruverslunum í sumar en árleg óútskýrð rýrnun er metin á bilinu eitt til eitt og hálft prósent. „Það er ekki ásættanlegt en við erum að tala um 30%“ Skaðinn hlaupi árlega á tugum milljóna ef ekki hundrað og komi illa niður á skapandi geiranum og þýði í raun færri innlend framleiðsluverkefni. Nú sé brýnt að breyta viðhorfi fólks því kaup á ólöglegri sjónvarpsþjónustu jafngildi kaupum á annars konar þýfi. „Það er það sem okkur finnst svo skrítið, af hverju fólki finnst bara í lagi að vera að neita og kaupa stolna vöru.“ Nýir neytendur ólöglegs efnis 400 þúsund í fyrra Stian Løland, fer fyrir samtökum Nordic Content Protection sem samanstendur meðal annars af fyrrverandi lögreglumönnum og lögfræðingum. Þau veita sjónvarpsstöðvum ráðgjöf, rannsaka sakamál og gefa skýrslu fyrir dómi. Fulltrúar NCP eru staddir á Íslandi en þeir sóttu, ásamt fleiri fyrirlesurum, á dögunum ráðstefnu í húsakynnum Sýnar um ólöglega sjónvarpssölu. „Í fyrra er talið að á Norðurlöndunum hafi fjöldi nýrra neytenda ólöglegs efnis numið 400 þúsundum,“ segir Stian. Það sé afhjúpandi að elta peningaslóð starfseminnar. „Hægt var að sjá hvernig fé frá ólöglegri sölu sjónvarpsefnis kynti undir önnur form skipulagðrar glæpastarfsemi. Þetta er því gífurlegur vandi sem við viljum upplýsa almenning um. Þegar fólk greiðir fyrir slíka þjónustu, styður það ekki lögmæta sjónvarpsstöð heldur kyndir maður undir skipulagða glæpastarfsemi.“ Þess skal getið að Stöð 2, Vísir og Bylgjan er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Sýn Fjölmiðlar Neytendur Höfundarréttur Fjarskipti Tengdar fréttir Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. 5. september 2024 13:36 Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43 Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Sjá meira
Með ólöglegri sjónvarpsþjónustu er átt við aðila sem stela efni frá rétthöfum og selja áfram til þriðja aðila, á umtalsvert lægra verði. Í sumar var athafnamaður á Spáni dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa selt fólki aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. Þeim fer ört fjölgandi sem nýta sér slíka þjónustu en það er unga fólkið sem keyrir upp aukninguna. Könnun frá því í maí sýnir að þrjátíu prósent Íslendinga nýti sér slíkt. „Þetta eru mjög háar tölur og það er ekkert fyrirtæki í dag sem myndi sætta sig við það í rekstri,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir þróunarstjóri sjónvarpslausna hjá Sýn. Kristjana Thors Brynjólfsdóttir segir að ekkert fyrirtæki myndi sætta sig við svo hátt hlutfall af þjófnaði.Vísir/Einar Fréttir voru sagðar af þjófnaði úr matvöruverslunum í sumar en árleg óútskýrð rýrnun er metin á bilinu eitt til eitt og hálft prósent. „Það er ekki ásættanlegt en við erum að tala um 30%“ Skaðinn hlaupi árlega á tugum milljóna ef ekki hundrað og komi illa niður á skapandi geiranum og þýði í raun færri innlend framleiðsluverkefni. Nú sé brýnt að breyta viðhorfi fólks því kaup á ólöglegri sjónvarpsþjónustu jafngildi kaupum á annars konar þýfi. „Það er það sem okkur finnst svo skrítið, af hverju fólki finnst bara í lagi að vera að neita og kaupa stolna vöru.“ Nýir neytendur ólöglegs efnis 400 þúsund í fyrra Stian Løland, fer fyrir samtökum Nordic Content Protection sem samanstendur meðal annars af fyrrverandi lögreglumönnum og lögfræðingum. Þau veita sjónvarpsstöðvum ráðgjöf, rannsaka sakamál og gefa skýrslu fyrir dómi. Fulltrúar NCP eru staddir á Íslandi en þeir sóttu, ásamt fleiri fyrirlesurum, á dögunum ráðstefnu í húsakynnum Sýnar um ólöglega sjónvarpssölu. „Í fyrra er talið að á Norðurlöndunum hafi fjöldi nýrra neytenda ólöglegs efnis numið 400 þúsundum,“ segir Stian. Það sé afhjúpandi að elta peningaslóð starfseminnar. „Hægt var að sjá hvernig fé frá ólöglegri sölu sjónvarpsefnis kynti undir önnur form skipulagðrar glæpastarfsemi. Þetta er því gífurlegur vandi sem við viljum upplýsa almenning um. Þegar fólk greiðir fyrir slíka þjónustu, styður það ekki lögmæta sjónvarpsstöð heldur kyndir maður undir skipulagða glæpastarfsemi.“ Þess skal getið að Stöð 2, Vísir og Bylgjan er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Sýn Fjölmiðlar Neytendur Höfundarréttur Fjarskipti Tengdar fréttir Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. 5. september 2024 13:36 Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43 Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Sjá meira
Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. 5. september 2024 13:36
Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43
Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09