Gummi Ben býst við Gylfa í byrjunarliðinu Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2024 13:31 Ísland - Rúmenía EM umspil knattspyrnu Laugardalsvöllur ksí Guðmundur Benediktsson spáði í spilin fyrir landsleik Íslands við Svartfjallaland í kvöld sem gestur Bítisins á Bylgjunni. Hann býst við því að Gylfi Þór Sigurðsson verði í byrjunarliði Íslands. Eitthvað hefur verið um meiðsli hjá íslenska hópnum. Sverrir Ingi Ingason þurfti að segja sig úr hópnum og Brynjar Ingi Bjarnason, sem kom inn í stað Sverris, þurfti einnig að segja sig frá verkefninu. Íslenska liðið varð þá fyrir mikilli blóðtöku þegar í ljós kom að Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður Lille, væri fótbrotinn. Brotið mun gera að verkum að hann mun engan þátt geta tekið í Þjóðadeildinni sem klárast um miðjan nóvember. Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik riðlakeppninnar klukkan 18:45 í kvöld á Laugardalsvelli. Tyrkir bíða ytra eftir helgi en Wales er þriðja liðið sem deilir riðli með strákunum okkar. Gylfi Þór Sigurðsson er í landsliðshópnum í fyrsta skipti í tæpt ár og býst Guðmundur, Gummi Ben, við því að hann byrji leik kvöldsins, sér í lagi vegna fjarveru Hákonar. „Ég held það séu allar líkur á því. Mér finnst líklegt, fyrst að hann [Åge Hareide] var að velja Gylfa, að þá sé hann að velja hann. Að hann sé að velja hann til að spila honum,“ segir Gummi við Heimi Karlsson í Bítinu. „Ég held það sé alveg ljóst núna, eftir meiðsli Hákons. Mér finnst líklegt að hann [Hareide] verði með einn framherja og Gylfa svona hálfan framherja fyrir aftan. Að hann byrji allavega leikinn þannig. Það finnst mér líklegast, án þess að hafa í rauninni hugmynd um það,“ segir Gummi enn fremur. Gummi mun lýsa leik Íslands og Svartfjallalands í kvöld sem hefst klukkan 18:45. Bein útsending hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport. Leikurinn verður í opinni dagskrá. Landslið karla í fótbolta Bítið Þjóðadeild karla í fótbolta Bylgjan Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira
Eitthvað hefur verið um meiðsli hjá íslenska hópnum. Sverrir Ingi Ingason þurfti að segja sig úr hópnum og Brynjar Ingi Bjarnason, sem kom inn í stað Sverris, þurfti einnig að segja sig frá verkefninu. Íslenska liðið varð þá fyrir mikilli blóðtöku þegar í ljós kom að Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður Lille, væri fótbrotinn. Brotið mun gera að verkum að hann mun engan þátt geta tekið í Þjóðadeildinni sem klárast um miðjan nóvember. Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik riðlakeppninnar klukkan 18:45 í kvöld á Laugardalsvelli. Tyrkir bíða ytra eftir helgi en Wales er þriðja liðið sem deilir riðli með strákunum okkar. Gylfi Þór Sigurðsson er í landsliðshópnum í fyrsta skipti í tæpt ár og býst Guðmundur, Gummi Ben, við því að hann byrji leik kvöldsins, sér í lagi vegna fjarveru Hákonar. „Ég held það séu allar líkur á því. Mér finnst líklegt, fyrst að hann [Åge Hareide] var að velja Gylfa, að þá sé hann að velja hann. Að hann sé að velja hann til að spila honum,“ segir Gummi við Heimi Karlsson í Bítinu. „Ég held það sé alveg ljóst núna, eftir meiðsli Hákons. Mér finnst líklegt að hann [Hareide] verði með einn framherja og Gylfa svona hálfan framherja fyrir aftan. Að hann byrji allavega leikinn þannig. Það finnst mér líklegast, án þess að hafa í rauninni hugmynd um það,“ segir Gummi enn fremur. Gummi mun lýsa leik Íslands og Svartfjallalands í kvöld sem hefst klukkan 18:45. Bein útsending hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport. Leikurinn verður í opinni dagskrá.
Landslið karla í fótbolta Bítið Þjóðadeild karla í fótbolta Bylgjan Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira