Pipar/TBWA eflir samskiptateymið Árni Sæberg skrifar 6. september 2024 12:31 Margrét Stefánsdóttir og Silja Björk Björnsdóttir. Pipar/TBWA Pipar\TBWA auglýsingastofa hefur ráðið Margréti Stefánsdóttur almannatengil og Silju Björk Björnsdóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum í samskipta- og almannatengslateymi stofunnar, sem Lára Zulima Ómarsdóttir leiðir. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samskipti fyrirtækja og almannatengsl séu mikilvægur þáttur í velgengni fyrirtækja og markmið Pipars\TBWA sé að vera meðal þeirra fremstu á þessu sviði. Pipar\TBWA hafi því að undanförnu styrkt alla þætti þjónustunnar, meðal annars með ráðningu Unu Baldvinsdóttur í stöðu umsjónarhönnuðar (art director) en hún hafi komið frá Hér&Nú, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttir, hugmynda- og textasmiðs og Gunnar Ólafsson, grafískan hönnuð. Margrét og Silja Björk muni koma til með að styrkja stofuna enn frekar viðskiptavinum í hag. Áralöng reynsla af fjölmiðlum og almannatengslum Margrét hafi víðtæka reynslu af fjölmiðlum og almannatengslastörfum. Hún hafi á árum áður starfað á Stöð 2 og Bylgjunni. Hún hafi haft umsjón með sjónvarpsþáttum sem sýndir voru hjá Sjónvarpi Símans. Þættirnir fjölluðu um heilsu og hamingju kvenna á Íslandi, sem síðar hafi verið tilnefndir til Edduverðlauna. Margrét hafi um árabil verið upplýsingafulltrúi Símans og markaðsstjóri Bláa Lónsins og einnig starfað um nokkurt skeið sem almannatengill hjá GSP World Wide Partners. Hún hafi haft umsjón með erlendum og innlendum fjölmiðlasamskiptum ráðstefnunnar Arctic Circle þegar ráðstefnan var fyrst haldin hér á landi í Hörpu. Margrét hafi einnig haldið utan um verkefnið Strákar og hjúkrun fyrir Landspítalann, HÍ og HA. Þá hafi hún starfað við markaðs-, kynningar- og vefmál á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og sjálfstætt. Síðustu misserin hafi Margrét staðið að þróun og framleiðslu á eigin hugmynd í samstarfi við fyrirtækið Plastplan að vöru sem heitir Stafrói. Hún sé einnig annar stjórnenda hlaðvarpsins Ekkert rusl. Margrét sé með B.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og diplóma í blaðamennsku frá Háskóla Íslands og hafi sótt námskeið í London Business School um markaðs- og kynningarmál. Lifir og hrærist á samfélagsmiðlum Silja Björk hafi undanfarin ár starfað sjálfstætt sem rit- og textahöfundur og séð um samfélagsmiðla fyrir ýmis fyrirtæki og verkefni, meðal annars hjá útgáfufélaginu Birtingi, staðið að skipulagningu Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar og sem rekstrarstjóri kaffihússins BARR í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar áður hafi Silja Björk starfað lengst af sem þjálfari og höfundur fræðsluefnis hjá Te & Kaffi og þar áður sem markaðsfulltrúi hjá Sagafilm. Silja Björk sé með BA í kvikmyndafræði og ritlist frá Háskóla Íslands og hafi komið víða við á sínum ferli utan atvinnulífsins, meðal annars sem talskona fyrir geðheilbrigði, femínisma og jákvæða líkamsmynd. Silja Björk hafi skrifað og gefið út tvær bækur um geðheilsu; Vatnið, gríman og geltið annars vegar og Lífsbiblían hins vegar. Hún hafi einnig haldið úti vinsæla feminíska hlaðvarpinu Kona er nefnd, ásamt því að lifa og hrærast á samfélagsmiðlum. Almannatengsl sífellt mikilvægari Með ráðningunni styrki Pipar\TBWA enn frekar þá þjónustu sem stofan býður upp á á sviði samskipta og almannatengsla. Pipar\TBWA vilji veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu jafnt á sviði markaðsmála og orðsporsstjórnun fyrirtækja og þar skipti almannatengsl og samskipti sífellt meira máli. Tengsl og samskipti við almenning sem eru faglega unnin byggi á stefnumótun og skipulagningu þar sem í forgrunni þurfi að vera skýr skilaboð um vörumerkið og allt kynningarefni þurfi að haldast í hendur og segja sömu sögu. Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samskipti fyrirtækja og almannatengsl séu mikilvægur þáttur í velgengni fyrirtækja og markmið Pipars\TBWA sé að vera meðal þeirra fremstu á þessu sviði. Pipar\TBWA hafi því að undanförnu styrkt alla þætti þjónustunnar, meðal annars með ráðningu Unu Baldvinsdóttur í stöðu umsjónarhönnuðar (art director) en hún hafi komið frá Hér&Nú, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttir, hugmynda- og textasmiðs og Gunnar Ólafsson, grafískan hönnuð. Margrét og Silja Björk muni koma til með að styrkja stofuna enn frekar viðskiptavinum í hag. Áralöng reynsla af fjölmiðlum og almannatengslum Margrét hafi víðtæka reynslu af fjölmiðlum og almannatengslastörfum. Hún hafi á árum áður starfað á Stöð 2 og Bylgjunni. Hún hafi haft umsjón með sjónvarpsþáttum sem sýndir voru hjá Sjónvarpi Símans. Þættirnir fjölluðu um heilsu og hamingju kvenna á Íslandi, sem síðar hafi verið tilnefndir til Edduverðlauna. Margrét hafi um árabil verið upplýsingafulltrúi Símans og markaðsstjóri Bláa Lónsins og einnig starfað um nokkurt skeið sem almannatengill hjá GSP World Wide Partners. Hún hafi haft umsjón með erlendum og innlendum fjölmiðlasamskiptum ráðstefnunnar Arctic Circle þegar ráðstefnan var fyrst haldin hér á landi í Hörpu. Margrét hafi einnig haldið utan um verkefnið Strákar og hjúkrun fyrir Landspítalann, HÍ og HA. Þá hafi hún starfað við markaðs-, kynningar- og vefmál á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og sjálfstætt. Síðustu misserin hafi Margrét staðið að þróun og framleiðslu á eigin hugmynd í samstarfi við fyrirtækið Plastplan að vöru sem heitir Stafrói. Hún sé einnig annar stjórnenda hlaðvarpsins Ekkert rusl. Margrét sé með B.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og diplóma í blaðamennsku frá Háskóla Íslands og hafi sótt námskeið í London Business School um markaðs- og kynningarmál. Lifir og hrærist á samfélagsmiðlum Silja Björk hafi undanfarin ár starfað sjálfstætt sem rit- og textahöfundur og séð um samfélagsmiðla fyrir ýmis fyrirtæki og verkefni, meðal annars hjá útgáfufélaginu Birtingi, staðið að skipulagningu Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar og sem rekstrarstjóri kaffihússins BARR í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar áður hafi Silja Björk starfað lengst af sem þjálfari og höfundur fræðsluefnis hjá Te & Kaffi og þar áður sem markaðsfulltrúi hjá Sagafilm. Silja Björk sé með BA í kvikmyndafræði og ritlist frá Háskóla Íslands og hafi komið víða við á sínum ferli utan atvinnulífsins, meðal annars sem talskona fyrir geðheilbrigði, femínisma og jákvæða líkamsmynd. Silja Björk hafi skrifað og gefið út tvær bækur um geðheilsu; Vatnið, gríman og geltið annars vegar og Lífsbiblían hins vegar. Hún hafi einnig haldið úti vinsæla feminíska hlaðvarpinu Kona er nefnd, ásamt því að lifa og hrærast á samfélagsmiðlum. Almannatengsl sífellt mikilvægari Með ráðningunni styrki Pipar\TBWA enn frekar þá þjónustu sem stofan býður upp á á sviði samskipta og almannatengsla. Pipar\TBWA vilji veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu jafnt á sviði markaðsmála og orðsporsstjórnun fyrirtækja og þar skipti almannatengsl og samskipti sífellt meira máli. Tengsl og samskipti við almenning sem eru faglega unnin byggi á stefnumótun og skipulagningu þar sem í forgrunni þurfi að vera skýr skilaboð um vörumerkið og allt kynningarefni þurfi að haldast í hendur og segja sömu sögu.
Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira