Ngumoha, sem er kantmaður, hefur æft með unglingaakademíu Chelsea en hefur nú fært sig norður og þakkaði Chelsea fyrir sig, í stuttri færslu á Instagram.
Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir Liverpool-menn telja sig hafa nælt í algjört ofurhæfileikabúnt sem ætlað sé stórt hlutverk í framtíðinni. Lagt hafi verið fram myndarlegt tilboð eftir að Rio yfirgaf Chelsea.
Einn af þeim sem komið hafa að þjálfun Rio er gamla Chelsea-goðsögnin John Terry sem er sannfærður um ágæti leikmannsins unga.
„Þessi strákur er og verður algjör topp, toppleikmaður,“ skrifaði Terry í svari við færslu Romano á Twitter.
🔴✨ John Terry’s comment on Rio Ngumoha joining Liverpool.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2024
“This boy is and will be a top player”. 🏴 pic.twitter.com/L2OUEpbyCT
Rio var valinn maður mótsins í október í fyrra eftir að U16-lið Chelsea varð Englandsmeistari. Hann var færður upp í U21-lið félagsins í byrjun þessa árs.
Rio mun til að byrja með æfa og spila með U18-liði Liverpool.