Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 08:02 Andri Lucas Guðjohnsen í umspilsleiknum gegn Úkraínu í mars. Ísland komst í umspilið um sæti á EM vegna árangurs í Þjóðadeildinni og nú er ný leiktíð að hefjast í henni. Getty/Mateusz Slodkowski Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. Leikur Íslands og Svartfjallalands annað kvöld, klukkan 18:45, verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Eftir að hafa átt stórskostlegt tímabil með Lyngby og orðið næstmarkahæstur í dönsku úrvalsdeildinni með 13 mörk var Andri seldur til Gent í Belgíu. Áður en hann skrifaði undir samning ráðfærði Andri sig meðal annars við pabba sinn, Eið Smára Guðjohnsen, og Arnar Þór Viðarsson íþróttastjóra Gent. Þeir Arnar og Eiður stýrðu á sínum tíma bæði U21- og A-landsliði Íslands. Ræddi við fjölskylduna og Arnar „Það voru möguleikar eftir þetta tímabil sem ég átti með Lyngby, mjög gott og mikilvægt tímabil fyrir mig. Það komu mörg lið en ég talaði bara við mína fjölskyldu og umboðsmann, og svo er Arnar auðvitað að vinna hjá Gent og talaði mjög vel um klúbbinn. Svo fór maður yfir þetta með pabba og fjölskyldunni hvernig belgíska deildin væri, og hvernig hún gæti hjálpað mér að bæta mig sem leikmaður. Niðurstaðan var sú að þetta væri besti klúbburinn fyrir mig til að fara í,“ sagði Andri Lucas í vikunni, á milli þess sem hann undirbýr sig fyrir komandi landsleiki. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Andri Lucas um Gent og landsliðið Eiður Smári lék auðvitað víða á glæstum atvinnumannsferli, þar á meðal í Belgíu líkt og afinn Arnór Guðjohnsen, en fær Andri mikið af ráðum frá pabba sínum? „Já, auðvitað. Hann þekkir þetta auðvitað mjög vel. Þegar kemur að mér og bræðrum mínum þá reynir hann að vera alltaf til staðar til að hjálpa okkur.“ Hjálpar til að hafa Arnar á svæðinu Andri hefur nú þegar skorað sitt fyrsta mark í belgísku deildinni og hefur einnig verið að spila með Gent í undankeppni Sambandsdeildarinnar. En hvernig gengur að koma sér fyrir á nýjum stað? „Ágætlega. Það hjálpar að hafa Arnar líka þarna, Íslending til þess að aðstoða mann. Svo er þetta klúbbur sem að tekur á móti mörgum leikmönnum erlendis frá svo þeir hafa verið duglegir við að hjálpa manni að finna íbúð og allt sem til þarf þegar maður flytur í nýtt land og nýtt lið.“ Séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur Komandi landsleikir, við Svartfellinga á föstudag og gegn Tyrklandi ytra þremur dögum síðar, gætu reynst mikilvægir fyrir Íslendinga: „Við höfum séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur þegar kemur að því að fara á stórmót. Við fengum þetta EM-umspil í mars út af árangrinum sem við náðum í Þjóðadeildinni. Þetta eru því mikilvægir fyrstu tveir leikir og við ætlum að ná í sex stig.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Leikur Íslands og Svartfjallalands annað kvöld, klukkan 18:45, verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Eftir að hafa átt stórskostlegt tímabil með Lyngby og orðið næstmarkahæstur í dönsku úrvalsdeildinni með 13 mörk var Andri seldur til Gent í Belgíu. Áður en hann skrifaði undir samning ráðfærði Andri sig meðal annars við pabba sinn, Eið Smára Guðjohnsen, og Arnar Þór Viðarsson íþróttastjóra Gent. Þeir Arnar og Eiður stýrðu á sínum tíma bæði U21- og A-landsliði Íslands. Ræddi við fjölskylduna og Arnar „Það voru möguleikar eftir þetta tímabil sem ég átti með Lyngby, mjög gott og mikilvægt tímabil fyrir mig. Það komu mörg lið en ég talaði bara við mína fjölskyldu og umboðsmann, og svo er Arnar auðvitað að vinna hjá Gent og talaði mjög vel um klúbbinn. Svo fór maður yfir þetta með pabba og fjölskyldunni hvernig belgíska deildin væri, og hvernig hún gæti hjálpað mér að bæta mig sem leikmaður. Niðurstaðan var sú að þetta væri besti klúbburinn fyrir mig til að fara í,“ sagði Andri Lucas í vikunni, á milli þess sem hann undirbýr sig fyrir komandi landsleiki. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Andri Lucas um Gent og landsliðið Eiður Smári lék auðvitað víða á glæstum atvinnumannsferli, þar á meðal í Belgíu líkt og afinn Arnór Guðjohnsen, en fær Andri mikið af ráðum frá pabba sínum? „Já, auðvitað. Hann þekkir þetta auðvitað mjög vel. Þegar kemur að mér og bræðrum mínum þá reynir hann að vera alltaf til staðar til að hjálpa okkur.“ Hjálpar til að hafa Arnar á svæðinu Andri hefur nú þegar skorað sitt fyrsta mark í belgísku deildinni og hefur einnig verið að spila með Gent í undankeppni Sambandsdeildarinnar. En hvernig gengur að koma sér fyrir á nýjum stað? „Ágætlega. Það hjálpar að hafa Arnar líka þarna, Íslending til þess að aðstoða mann. Svo er þetta klúbbur sem að tekur á móti mörgum leikmönnum erlendis frá svo þeir hafa verið duglegir við að hjálpa manni að finna íbúð og allt sem til þarf þegar maður flytur í nýtt land og nýtt lið.“ Séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur Komandi landsleikir, við Svartfellinga á föstudag og gegn Tyrklandi ytra þremur dögum síðar, gætu reynst mikilvægir fyrir Íslendinga: „Við höfum séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur þegar kemur að því að fara á stórmót. Við fengum þetta EM-umspil í mars út af árangrinum sem við náðum í Þjóðadeildinni. Þetta eru því mikilvægir fyrstu tveir leikir og við ætlum að ná í sex stig.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn