Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 08:02 Andri Lucas Guðjohnsen í umspilsleiknum gegn Úkraínu í mars. Ísland komst í umspilið um sæti á EM vegna árangurs í Þjóðadeildinni og nú er ný leiktíð að hefjast í henni. Getty/Mateusz Slodkowski Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. Leikur Íslands og Svartfjallalands annað kvöld, klukkan 18:45, verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Eftir að hafa átt stórskostlegt tímabil með Lyngby og orðið næstmarkahæstur í dönsku úrvalsdeildinni með 13 mörk var Andri seldur til Gent í Belgíu. Áður en hann skrifaði undir samning ráðfærði Andri sig meðal annars við pabba sinn, Eið Smára Guðjohnsen, og Arnar Þór Viðarsson íþróttastjóra Gent. Þeir Arnar og Eiður stýrðu á sínum tíma bæði U21- og A-landsliði Íslands. Ræddi við fjölskylduna og Arnar „Það voru möguleikar eftir þetta tímabil sem ég átti með Lyngby, mjög gott og mikilvægt tímabil fyrir mig. Það komu mörg lið en ég talaði bara við mína fjölskyldu og umboðsmann, og svo er Arnar auðvitað að vinna hjá Gent og talaði mjög vel um klúbbinn. Svo fór maður yfir þetta með pabba og fjölskyldunni hvernig belgíska deildin væri, og hvernig hún gæti hjálpað mér að bæta mig sem leikmaður. Niðurstaðan var sú að þetta væri besti klúbburinn fyrir mig til að fara í,“ sagði Andri Lucas í vikunni, á milli þess sem hann undirbýr sig fyrir komandi landsleiki. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Andri Lucas um Gent og landsliðið Eiður Smári lék auðvitað víða á glæstum atvinnumannsferli, þar á meðal í Belgíu líkt og afinn Arnór Guðjohnsen, en fær Andri mikið af ráðum frá pabba sínum? „Já, auðvitað. Hann þekkir þetta auðvitað mjög vel. Þegar kemur að mér og bræðrum mínum þá reynir hann að vera alltaf til staðar til að hjálpa okkur.“ Hjálpar til að hafa Arnar á svæðinu Andri hefur nú þegar skorað sitt fyrsta mark í belgísku deildinni og hefur einnig verið að spila með Gent í undankeppni Sambandsdeildarinnar. En hvernig gengur að koma sér fyrir á nýjum stað? „Ágætlega. Það hjálpar að hafa Arnar líka þarna, Íslending til þess að aðstoða mann. Svo er þetta klúbbur sem að tekur á móti mörgum leikmönnum erlendis frá svo þeir hafa verið duglegir við að hjálpa manni að finna íbúð og allt sem til þarf þegar maður flytur í nýtt land og nýtt lið.“ Séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur Komandi landsleikir, við Svartfellinga á föstudag og gegn Tyrklandi ytra þremur dögum síðar, gætu reynst mikilvægir fyrir Íslendinga: „Við höfum séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur þegar kemur að því að fara á stórmót. Við fengum þetta EM-umspil í mars út af árangrinum sem við náðum í Þjóðadeildinni. Þetta eru því mikilvægir fyrstu tveir leikir og við ætlum að ná í sex stig.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Sjá meira
Leikur Íslands og Svartfjallalands annað kvöld, klukkan 18:45, verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Eftir að hafa átt stórskostlegt tímabil með Lyngby og orðið næstmarkahæstur í dönsku úrvalsdeildinni með 13 mörk var Andri seldur til Gent í Belgíu. Áður en hann skrifaði undir samning ráðfærði Andri sig meðal annars við pabba sinn, Eið Smára Guðjohnsen, og Arnar Þór Viðarsson íþróttastjóra Gent. Þeir Arnar og Eiður stýrðu á sínum tíma bæði U21- og A-landsliði Íslands. Ræddi við fjölskylduna og Arnar „Það voru möguleikar eftir þetta tímabil sem ég átti með Lyngby, mjög gott og mikilvægt tímabil fyrir mig. Það komu mörg lið en ég talaði bara við mína fjölskyldu og umboðsmann, og svo er Arnar auðvitað að vinna hjá Gent og talaði mjög vel um klúbbinn. Svo fór maður yfir þetta með pabba og fjölskyldunni hvernig belgíska deildin væri, og hvernig hún gæti hjálpað mér að bæta mig sem leikmaður. Niðurstaðan var sú að þetta væri besti klúbburinn fyrir mig til að fara í,“ sagði Andri Lucas í vikunni, á milli þess sem hann undirbýr sig fyrir komandi landsleiki. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Andri Lucas um Gent og landsliðið Eiður Smári lék auðvitað víða á glæstum atvinnumannsferli, þar á meðal í Belgíu líkt og afinn Arnór Guðjohnsen, en fær Andri mikið af ráðum frá pabba sínum? „Já, auðvitað. Hann þekkir þetta auðvitað mjög vel. Þegar kemur að mér og bræðrum mínum þá reynir hann að vera alltaf til staðar til að hjálpa okkur.“ Hjálpar til að hafa Arnar á svæðinu Andri hefur nú þegar skorað sitt fyrsta mark í belgísku deildinni og hefur einnig verið að spila með Gent í undankeppni Sambandsdeildarinnar. En hvernig gengur að koma sér fyrir á nýjum stað? „Ágætlega. Það hjálpar að hafa Arnar líka þarna, Íslending til þess að aðstoða mann. Svo er þetta klúbbur sem að tekur á móti mörgum leikmönnum erlendis frá svo þeir hafa verið duglegir við að hjálpa manni að finna íbúð og allt sem til þarf þegar maður flytur í nýtt land og nýtt lið.“ Séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur Komandi landsleikir, við Svartfellinga á föstudag og gegn Tyrklandi ytra þremur dögum síðar, gætu reynst mikilvægir fyrir Íslendinga: „Við höfum séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur þegar kemur að því að fara á stórmót. Við fengum þetta EM-umspil í mars út af árangrinum sem við náðum í Þjóðadeildinni. Þetta eru því mikilvægir fyrstu tveir leikir og við ætlum að ná í sex stig.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Sjá meira