Samfélagið í sjokki en lífið gengur samt sinn vanagang Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2024 20:01 Jökull Veigarsson hefur síðustu daga verið í Lviv í Úkraínu við sjálfboðastörf ásamt eiginkonu sinni, Heather Burson. Móðir og dætur hennar þrjár eru á meðal sjö sem létust í loftárás Rússa á borgina Lviv í vestanverðri Úkraínu. Íslendingur í borginni, sem var í miklu návígi við mestu sprengingarnar, segir lífið hafa gengið sinn vanagang í dag, þrátt fyrir að samfélagið sé í sjokki. Lviv er í vestanverðri Úkraínu, rétt við landamæri Póllands. og hefur að miklu leyti sloppið við stríðsátökin síðustu misseri. Snemma í morgun gerðu Rússar árás á borgina, með þeim afleiðingum að móðir og þrjár dætur hennar létust. Fjölskyldufaðirinn komst einn lífs af. Á meðal annarra látinna voru ungabarn og stúlka, að sögn yfirvalda á svæðinu. Tugir særðust að auki. Jökull Veigarsson íslenskur sjálfboðaliði í Lviv leitaði skjóls í sprengjuskýli í nótt þegar viðvörunarflautur fóru í gang. „Þegar við vorum búin að vera þarna í um einn og hálfan, tvo tíma, þá fór virkilega að hitna í kolunum. Þú fylgist í raun með stríðinu í símanum þínum. Þetta er algjör geðveiki. Þetta lenti einum og hálfum kílómetra frá okkur og við fundum bara allt hristast.“ Jökull segir að hann og Heather eiginkona hans hafi ekki upplifað sig í beinni hættu en þeim hafi vissulega runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar fregnir bárust af því að Rússar hefðu skotið ofurhljóðfráum flugskeytum, oft kölluð Dagger. „Þegar þú sérð að Dagger er að lenda á borginni þinni, þá ertu alveg hræddur. Það er ekkert djók sko,“ segir Jökull. Hjónin eru til skamms tíma sjálfboðaliðar í eldhúsi, sem starfrækt er af eldri, úkraínskum konum í Lviv. Þar eru útbúnar máltíðir sem sendar eru til hermanna á víglínunni. „Samfélagið er í sjokki en við mættum samt öll niður í eldhús í morgun að skræla gulrætur þannig að það stoppar okkur ekki neitt hér,“ segir Jökull. Hann bendir á að hægt sé að leggja sjálfboðaliðum eldhússins lið hér. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði af sér í dag og bættist þar með í hóp annarra ráðherra sem gert höfðu slíkt hið sama síðustu daga. Um er að ræða umfangsmestu uppstokkun innan ríkisstjórnar Vólódímírs Selenskís frá því innrás Rússa hófst. Með þessu er Selenskí sagður vilja stokka spilin upp á nýtt fyrir átök vetrarins, sem verði hörð. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Lviv er í vestanverðri Úkraínu, rétt við landamæri Póllands. og hefur að miklu leyti sloppið við stríðsátökin síðustu misseri. Snemma í morgun gerðu Rússar árás á borgina, með þeim afleiðingum að móðir og þrjár dætur hennar létust. Fjölskyldufaðirinn komst einn lífs af. Á meðal annarra látinna voru ungabarn og stúlka, að sögn yfirvalda á svæðinu. Tugir særðust að auki. Jökull Veigarsson íslenskur sjálfboðaliði í Lviv leitaði skjóls í sprengjuskýli í nótt þegar viðvörunarflautur fóru í gang. „Þegar við vorum búin að vera þarna í um einn og hálfan, tvo tíma, þá fór virkilega að hitna í kolunum. Þú fylgist í raun með stríðinu í símanum þínum. Þetta er algjör geðveiki. Þetta lenti einum og hálfum kílómetra frá okkur og við fundum bara allt hristast.“ Jökull segir að hann og Heather eiginkona hans hafi ekki upplifað sig í beinni hættu en þeim hafi vissulega runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar fregnir bárust af því að Rússar hefðu skotið ofurhljóðfráum flugskeytum, oft kölluð Dagger. „Þegar þú sérð að Dagger er að lenda á borginni þinni, þá ertu alveg hræddur. Það er ekkert djók sko,“ segir Jökull. Hjónin eru til skamms tíma sjálfboðaliðar í eldhúsi, sem starfrækt er af eldri, úkraínskum konum í Lviv. Þar eru útbúnar máltíðir sem sendar eru til hermanna á víglínunni. „Samfélagið er í sjokki en við mættum samt öll niður í eldhús í morgun að skræla gulrætur þannig að það stoppar okkur ekki neitt hér,“ segir Jökull. Hann bendir á að hægt sé að leggja sjálfboðaliðum eldhússins lið hér. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði af sér í dag og bættist þar með í hóp annarra ráðherra sem gert höfðu slíkt hið sama síðustu daga. Um er að ræða umfangsmestu uppstokkun innan ríkisstjórnar Vólódímírs Selenskís frá því innrás Rússa hófst. Með þessu er Selenskí sagður vilja stokka spilin upp á nýtt fyrir átök vetrarins, sem verði hörð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05