Glöggur Króati sá að týndi síminn væri frá Íslandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2024 19:13 Til vinstri má sjá færsluna sem Zlatko Sefic setti inn á Brask og brall og fleiri íslenskar síður eftir að hafa borið kennsl á að hann væri frá Íslandi. Til hægri má sjá króatísku eyjuna Vis. Facebook/Getty Sími Bergþórs Guðmundssonar datt í sjóinn við strendur Króatíu í dag og virtist týndur og tröllum gefinn. Skömmu síðar fylltist innhólf hans af skilaboðum eftir að glöggur Króati sá að síminn væri íslenskur og leitaði á náðir Facebook. Ung stúlka hafði fundið símann þegar hún lék sér í sjónum. Bergþór Guðmundsson, eftirlaunaþegi og Skagamaður, er á ferð um Króatíu í siglinga- og hjólaferð með vinahópi sínum af Akranesi. Þeir hafa siglt á milli eyja við Króatíu og hjólað þar um. „Eftir hjólaferðina í dag ákváðum við að fara í sjóinn að synda. Ég áttaði mig ekki á því að síminn væri í sundbuxunum og þess vegna fór hann í sjóinn. Við vorum búnir að leita út um allt og hann fannst ekki,“ segir Bergþór sem var þá búinn að gefa símann upp á bátinn. Áttaði sig á því að síminn væri íslenskur Skömmu síðar var mynd af símanum allt í einu komin í dreifingu víða á Facebook og byrjaði skilaboðunum til Bergþórs að rigna inn. „Það var nefnilega þannig að pabbi stelpunnar sem fann símann setti mynd af símanum inn á króatískan Facebook-hóp. Króati á Íslandi sá það og dreifði myndinni á fjölda íslenskra síðna,“ segir Bergþór. Var eitthvað sem benti til þess að síminn væri íslenskur? „Það stóð nefnilega á skjánum miðvikudagur 4. september og hann áttaði sig á því að þetta væri íslenskur sími,“ segir Bergþór. Fann símann í sjónum En það var ekki hjálpsemi Króatans á Íslandi sem varð til þess að síminn fannst. Stutt símtal kom honum í leitirnar. Hvernig endurheimtirðu símann? „Við vorum komin um borð í skipið okkar og ströndin er kannski 800 metra frá. Við höfðum gengið til baka eftir að hafa leitað af okkur allan grun. Við vorum búin að prófa að hringja í símann en það kom ekkert svar þannig við reiknuðum ekkert með því að fá hann aftur,“ segir Bergþór. „En þegar um borð var komið prófuðum við að hringja aftur en þá svaraði þessi maður og ég fór og náði í símann,“ segir Bergþór. Dóttir mannsins sem svaraði hafði þá fundið símann þegar hún var að leika sér í sjónum. Stúlkan fékk að launum lítinn þakklætisvott frá kampakátum Bergþóri. Ekki nóg með að símann hafði bjargast úr sjónum heldur kom það Bergþóri sérstaklega á óvart að það sá ekki á honum. Þannig fór um sjóferð þá. Króatía Íslendingar erlendis Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Bergþór Guðmundsson, eftirlaunaþegi og Skagamaður, er á ferð um Króatíu í siglinga- og hjólaferð með vinahópi sínum af Akranesi. Þeir hafa siglt á milli eyja við Króatíu og hjólað þar um. „Eftir hjólaferðina í dag ákváðum við að fara í sjóinn að synda. Ég áttaði mig ekki á því að síminn væri í sundbuxunum og þess vegna fór hann í sjóinn. Við vorum búnir að leita út um allt og hann fannst ekki,“ segir Bergþór sem var þá búinn að gefa símann upp á bátinn. Áttaði sig á því að síminn væri íslenskur Skömmu síðar var mynd af símanum allt í einu komin í dreifingu víða á Facebook og byrjaði skilaboðunum til Bergþórs að rigna inn. „Það var nefnilega þannig að pabbi stelpunnar sem fann símann setti mynd af símanum inn á króatískan Facebook-hóp. Króati á Íslandi sá það og dreifði myndinni á fjölda íslenskra síðna,“ segir Bergþór. Var eitthvað sem benti til þess að síminn væri íslenskur? „Það stóð nefnilega á skjánum miðvikudagur 4. september og hann áttaði sig á því að þetta væri íslenskur sími,“ segir Bergþór. Fann símann í sjónum En það var ekki hjálpsemi Króatans á Íslandi sem varð til þess að síminn fannst. Stutt símtal kom honum í leitirnar. Hvernig endurheimtirðu símann? „Við vorum komin um borð í skipið okkar og ströndin er kannski 800 metra frá. Við höfðum gengið til baka eftir að hafa leitað af okkur allan grun. Við vorum búin að prófa að hringja í símann en það kom ekkert svar þannig við reiknuðum ekkert með því að fá hann aftur,“ segir Bergþór. „En þegar um borð var komið prófuðum við að hringja aftur en þá svaraði þessi maður og ég fór og náði í símann,“ segir Bergþór. Dóttir mannsins sem svaraði hafði þá fundið símann þegar hún var að leika sér í sjónum. Stúlkan fékk að launum lítinn þakklætisvott frá kampakátum Bergþóri. Ekki nóg með að símann hafði bjargast úr sjónum heldur kom það Bergþóri sérstaklega á óvart að það sá ekki á honum. Þannig fór um sjóferð þá.
Króatía Íslendingar erlendis Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira