Glöggur Króati sá að týndi síminn væri frá Íslandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2024 19:13 Til vinstri má sjá færsluna sem Zlatko Sefic setti inn á Brask og brall og fleiri íslenskar síður eftir að hafa borið kennsl á að hann væri frá Íslandi. Til hægri má sjá króatísku eyjuna Vis. Facebook/Getty Sími Bergþórs Guðmundssonar datt í sjóinn við strendur Króatíu í dag og virtist týndur og tröllum gefinn. Skömmu síðar fylltist innhólf hans af skilaboðum eftir að glöggur Króati sá að síminn væri íslenskur og leitaði á náðir Facebook. Ung stúlka hafði fundið símann þegar hún lék sér í sjónum. Bergþór Guðmundsson, eftirlaunaþegi og Skagamaður, er á ferð um Króatíu í siglinga- og hjólaferð með vinahópi sínum af Akranesi. Þeir hafa siglt á milli eyja við Króatíu og hjólað þar um. „Eftir hjólaferðina í dag ákváðum við að fara í sjóinn að synda. Ég áttaði mig ekki á því að síminn væri í sundbuxunum og þess vegna fór hann í sjóinn. Við vorum búnir að leita út um allt og hann fannst ekki,“ segir Bergþór sem var þá búinn að gefa símann upp á bátinn. Áttaði sig á því að síminn væri íslenskur Skömmu síðar var mynd af símanum allt í einu komin í dreifingu víða á Facebook og byrjaði skilaboðunum til Bergþórs að rigna inn. „Það var nefnilega þannig að pabbi stelpunnar sem fann símann setti mynd af símanum inn á króatískan Facebook-hóp. Króati á Íslandi sá það og dreifði myndinni á fjölda íslenskra síðna,“ segir Bergþór. Var eitthvað sem benti til þess að síminn væri íslenskur? „Það stóð nefnilega á skjánum miðvikudagur 4. september og hann áttaði sig á því að þetta væri íslenskur sími,“ segir Bergþór. Fann símann í sjónum En það var ekki hjálpsemi Króatans á Íslandi sem varð til þess að síminn fannst. Stutt símtal kom honum í leitirnar. Hvernig endurheimtirðu símann? „Við vorum komin um borð í skipið okkar og ströndin er kannski 800 metra frá. Við höfðum gengið til baka eftir að hafa leitað af okkur allan grun. Við vorum búin að prófa að hringja í símann en það kom ekkert svar þannig við reiknuðum ekkert með því að fá hann aftur,“ segir Bergþór. „En þegar um borð var komið prófuðum við að hringja aftur en þá svaraði þessi maður og ég fór og náði í símann,“ segir Bergþór. Dóttir mannsins sem svaraði hafði þá fundið símann þegar hún var að leika sér í sjónum. Stúlkan fékk að launum lítinn þakklætisvott frá kampakátum Bergþóri. Ekki nóg með að símann hafði bjargast úr sjónum heldur kom það Bergþóri sérstaklega á óvart að það sá ekki á honum. Þannig fór um sjóferð þá. Króatía Íslendingar erlendis Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Bergþór Guðmundsson, eftirlaunaþegi og Skagamaður, er á ferð um Króatíu í siglinga- og hjólaferð með vinahópi sínum af Akranesi. Þeir hafa siglt á milli eyja við Króatíu og hjólað þar um. „Eftir hjólaferðina í dag ákváðum við að fara í sjóinn að synda. Ég áttaði mig ekki á því að síminn væri í sundbuxunum og þess vegna fór hann í sjóinn. Við vorum búnir að leita út um allt og hann fannst ekki,“ segir Bergþór sem var þá búinn að gefa símann upp á bátinn. Áttaði sig á því að síminn væri íslenskur Skömmu síðar var mynd af símanum allt í einu komin í dreifingu víða á Facebook og byrjaði skilaboðunum til Bergþórs að rigna inn. „Það var nefnilega þannig að pabbi stelpunnar sem fann símann setti mynd af símanum inn á króatískan Facebook-hóp. Króati á Íslandi sá það og dreifði myndinni á fjölda íslenskra síðna,“ segir Bergþór. Var eitthvað sem benti til þess að síminn væri íslenskur? „Það stóð nefnilega á skjánum miðvikudagur 4. september og hann áttaði sig á því að þetta væri íslenskur sími,“ segir Bergþór. Fann símann í sjónum En það var ekki hjálpsemi Króatans á Íslandi sem varð til þess að síminn fannst. Stutt símtal kom honum í leitirnar. Hvernig endurheimtirðu símann? „Við vorum komin um borð í skipið okkar og ströndin er kannski 800 metra frá. Við höfðum gengið til baka eftir að hafa leitað af okkur allan grun. Við vorum búin að prófa að hringja í símann en það kom ekkert svar þannig við reiknuðum ekkert með því að fá hann aftur,“ segir Bergþór. „En þegar um borð var komið prófuðum við að hringja aftur en þá svaraði þessi maður og ég fór og náði í símann,“ segir Bergþór. Dóttir mannsins sem svaraði hafði þá fundið símann þegar hún var að leika sér í sjónum. Stúlkan fékk að launum lítinn þakklætisvott frá kampakátum Bergþóri. Ekki nóg með að símann hafði bjargast úr sjónum heldur kom það Bergþóri sérstaklega á óvart að það sá ekki á honum. Þannig fór um sjóferð þá.
Króatía Íslendingar erlendis Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira