Skipstjóri rekinn eftir vandræðalega myndatöku Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2024 16:09 Glöggir lesendur taka ef til vill eftir því að á meðfylgjandi mynd af Cameron Yaste, fyrrverandi skipstjóra tundurspillisins John McCain, snýr sjónaukinn á byssunni öfugt. Myndin var mikið aðhlátursefni. AP/Stars and Stripes Skipstjóri tundurspillisins John McCain var nýverið rekinn af yfirmönnum sínum í sjóher Bandaríkjanna. Það var gert fjórum mánuðum eftir að mynd af honum sem þótti vandræðaleg var birt á samfélagsmiðlum sjóhersins. Á umræddri mynd má sjá skipstjórann, sem heitir Cameron Yaste, skjóta úr byssu við æfingar og stóð við myndina að bandarískir sjóliðar væru sífellt reiðubúnir til að þjóna Bandaríkjunum og verja þau. Myndin vakti strax athygli, þar sem sjónaukinn á byssu Yaste sneri öfugt. Hann hefur í besta falli séð mjög illa út um hann. Myndin ku hafa orðið mikið aðhlátursefni vestanhafs og gerðu landgönguliðar meðal annarra grín að henni. Myndinni fljótlega eytt Mynd af landgönguliða skjóta úr byssu þar sem sjónaukinn sneri rétt var fljótt birt á samfélagsmiðlum landgönguliðsins. Clear Sight Picture#Marines assigned to the @15thMEUOfficial conduct a live-fire deck shoot aboard the @usnavy amphibious assault ship USS Boxer, April 6.The 15th MEU is currently embarked aboard the Boxer Amphibious Ready Group conducting routine operations.#BlueGreenTeam pic.twitter.com/NJqe4mLdmh— U.S. Marines (@USMC) April 10, 2024 Myndinni af Yaste var svo eytt í kjölfarið en þetta var fyrir fjórum mánuðum. Forsvarsmenn sjóhersins hafa ekki sagt af hverju Yaste var rekinn nú. Í yfirlýsingu frá sjóhernum segir að Cameron Yaste hafi verið rekinn vegna þess að yfirmenn hans hafi misst trú á því að hann hafi geti til að stýra herskipinu. Komið illa fram Stars and Stripes segir þessa ástæðu hafa verið gefna í öðrum tilfellum þar sem skipstjórar hafi verið reknir frá sjóhernum en raunverulegar ástæður hafi verið mismunandi. Í einhverjum tilfellum hafi viðkomandi komið illa fram við áhöfn sína, sýnt óviðeigandi hegðun utan starfs eða hreinlega staðið sig illa í starfi. John McCain er nú statt í Mið-Austurlöndum í flota sem hefur það verkefni að verja flugmóðurskipið Theodore Roosevelt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. John McCain er tundurspillir af gerðinni Arleigh Burke en þau herskip eru hönnuð til að skjóta niður eldflaugar og flugvélar. Áhöfn skipsins hefur tekið þátt í því að verja fraktskip gegn árásum Húta í Jemen. Bandaríkin Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira
Á umræddri mynd má sjá skipstjórann, sem heitir Cameron Yaste, skjóta úr byssu við æfingar og stóð við myndina að bandarískir sjóliðar væru sífellt reiðubúnir til að þjóna Bandaríkjunum og verja þau. Myndin vakti strax athygli, þar sem sjónaukinn á byssu Yaste sneri öfugt. Hann hefur í besta falli séð mjög illa út um hann. Myndin ku hafa orðið mikið aðhlátursefni vestanhafs og gerðu landgönguliðar meðal annarra grín að henni. Myndinni fljótlega eytt Mynd af landgönguliða skjóta úr byssu þar sem sjónaukinn sneri rétt var fljótt birt á samfélagsmiðlum landgönguliðsins. Clear Sight Picture#Marines assigned to the @15thMEUOfficial conduct a live-fire deck shoot aboard the @usnavy amphibious assault ship USS Boxer, April 6.The 15th MEU is currently embarked aboard the Boxer Amphibious Ready Group conducting routine operations.#BlueGreenTeam pic.twitter.com/NJqe4mLdmh— U.S. Marines (@USMC) April 10, 2024 Myndinni af Yaste var svo eytt í kjölfarið en þetta var fyrir fjórum mánuðum. Forsvarsmenn sjóhersins hafa ekki sagt af hverju Yaste var rekinn nú. Í yfirlýsingu frá sjóhernum segir að Cameron Yaste hafi verið rekinn vegna þess að yfirmenn hans hafi misst trú á því að hann hafi geti til að stýra herskipinu. Komið illa fram Stars and Stripes segir þessa ástæðu hafa verið gefna í öðrum tilfellum þar sem skipstjórar hafi verið reknir frá sjóhernum en raunverulegar ástæður hafi verið mismunandi. Í einhverjum tilfellum hafi viðkomandi komið illa fram við áhöfn sína, sýnt óviðeigandi hegðun utan starfs eða hreinlega staðið sig illa í starfi. John McCain er nú statt í Mið-Austurlöndum í flota sem hefur það verkefni að verja flugmóðurskipið Theodore Roosevelt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. John McCain er tundurspillir af gerðinni Arleigh Burke en þau herskip eru hönnuð til að skjóta niður eldflaugar og flugvélar. Áhöfn skipsins hefur tekið þátt í því að verja fraktskip gegn árásum Húta í Jemen.
Bandaríkin Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira