Enginn kaupmáli: Búa sig undir það versta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. september 2024 10:34 Ben Affleck og Jennifer Lopez í New York þann 30. mars síðastliðinn. Þetta varð síðasta skiptið sem þau sáust opinberlega saman sem hjón. MEGA/GC Images Ben Affleck og Jennifer Lopez búa sig nú bæði undir hið versta, að allt fari í bál og brand þegar skilnaður þeirra gengur í gegn. Ástæðan er sú að sögn bandarískra slúðurmiðla að þau undirrituðu engan kaupmála áður en þau giftu sig árið 2022. Þetta fullyrðir bandaríski slúðurmiðilinn PageSix. Eins og fram hefur komið ætla fyrrverandi ofurhjónin að skilja að borði og sæng. Þau hafa ekki sést saman opinberlega síðan í mars og var þrálátur orðrómur á kreiki um margra mánaða skeið að ekki væri allt með felldu. Það kom á daginn. Miðillinn hefur eftir skilnaðarlögfræðingnum Lauru Wasser, sem sér um að ganga frá samningunum að það séu fjármálin sem séu helsta ljónið í veginum. Lopez hafi ekki tilgreint sameiginlegar eignir hjónanna þegar hún sótti um skilnað. Heildareignir Jennifer Lopez hljóða upp á 400 milljónir Bandaríkjadollara, því sem nemur rúmum 55 milljörðum íslenskra króna. Á meðan eru heildareignir Ben Affleck rétt rúmar 150 milljónir Bandaríkjadollara, eða rúmlega 21 milljarðar íslenskra króna. Vill ekki eftirláta Affleck krónu Þar sem hjónin hafi ekki undirritað kaupmála myndu eignir þeirra allajafna skiptast jafnt á milli þeirra, komist þau ekki að samkomulagi um annað. Lög í Kaliforníu kveða hinsvegar á um að einungis þær tekjur sem þau hafi aflað sér á meðan þau voru gift skuli skiptast þeirra á milli. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að það séu þó engar smávægilegar upphæðir. Lopez hafi leikið í þó nokkrum kvikmyndum líkt og Shotgun Wedding, The Mother, This is Me...Now og Atlas. Ben Affleck á meðan leikið í kvikmyndum líkt og Air og The Accountant 2. Þá er þess getið að þau hafi leikið saman í auglýsingum fyrir kleinuhringjarisann Dunkin Donuts. Þau hafi auk þess keypt sér glæsivillu í Beverly Hills í fyrra, sem nú er á sölu en virði hennar er 68 milljónir Bandaríkjadollara eða því sem nemur níu og hálfum milljarði íslenskra króna. Fram kemur í umfjöllun PageSix að Lopez hafi beðið lögmann sinn um að hafna öllum beiðnum Affleck um fjármuni. Um er að ræða fjórða skilnað Lopez og annan skilnað Affleck. Tekjur af Dunkin Donuts auglýsingu þeirra hjóna sem birtist í febrúar á Super Bowl gæti orðið þrætuepli. Hollywood Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Þetta fullyrðir bandaríski slúðurmiðilinn PageSix. Eins og fram hefur komið ætla fyrrverandi ofurhjónin að skilja að borði og sæng. Þau hafa ekki sést saman opinberlega síðan í mars og var þrálátur orðrómur á kreiki um margra mánaða skeið að ekki væri allt með felldu. Það kom á daginn. Miðillinn hefur eftir skilnaðarlögfræðingnum Lauru Wasser, sem sér um að ganga frá samningunum að það séu fjármálin sem séu helsta ljónið í veginum. Lopez hafi ekki tilgreint sameiginlegar eignir hjónanna þegar hún sótti um skilnað. Heildareignir Jennifer Lopez hljóða upp á 400 milljónir Bandaríkjadollara, því sem nemur rúmum 55 milljörðum íslenskra króna. Á meðan eru heildareignir Ben Affleck rétt rúmar 150 milljónir Bandaríkjadollara, eða rúmlega 21 milljarðar íslenskra króna. Vill ekki eftirláta Affleck krónu Þar sem hjónin hafi ekki undirritað kaupmála myndu eignir þeirra allajafna skiptast jafnt á milli þeirra, komist þau ekki að samkomulagi um annað. Lög í Kaliforníu kveða hinsvegar á um að einungis þær tekjur sem þau hafi aflað sér á meðan þau voru gift skuli skiptast þeirra á milli. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að það séu þó engar smávægilegar upphæðir. Lopez hafi leikið í þó nokkrum kvikmyndum líkt og Shotgun Wedding, The Mother, This is Me...Now og Atlas. Ben Affleck á meðan leikið í kvikmyndum líkt og Air og The Accountant 2. Þá er þess getið að þau hafi leikið saman í auglýsingum fyrir kleinuhringjarisann Dunkin Donuts. Þau hafi auk þess keypt sér glæsivillu í Beverly Hills í fyrra, sem nú er á sölu en virði hennar er 68 milljónir Bandaríkjadollara eða því sem nemur níu og hálfum milljarði íslenskra króna. Fram kemur í umfjöllun PageSix að Lopez hafi beðið lögmann sinn um að hafna öllum beiðnum Affleck um fjármuni. Um er að ræða fjórða skilnað Lopez og annan skilnað Affleck. Tekjur af Dunkin Donuts auglýsingu þeirra hjóna sem birtist í febrúar á Super Bowl gæti orðið þrætuepli.
Hollywood Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira