Enginn kaupmáli: Búa sig undir það versta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. september 2024 10:34 Ben Affleck og Jennifer Lopez í New York þann 30. mars síðastliðinn. Þetta varð síðasta skiptið sem þau sáust opinberlega saman sem hjón. MEGA/GC Images Ben Affleck og Jennifer Lopez búa sig nú bæði undir hið versta, að allt fari í bál og brand þegar skilnaður þeirra gengur í gegn. Ástæðan er sú að sögn bandarískra slúðurmiðla að þau undirrituðu engan kaupmála áður en þau giftu sig árið 2022. Þetta fullyrðir bandaríski slúðurmiðilinn PageSix. Eins og fram hefur komið ætla fyrrverandi ofurhjónin að skilja að borði og sæng. Þau hafa ekki sést saman opinberlega síðan í mars og var þrálátur orðrómur á kreiki um margra mánaða skeið að ekki væri allt með felldu. Það kom á daginn. Miðillinn hefur eftir skilnaðarlögfræðingnum Lauru Wasser, sem sér um að ganga frá samningunum að það séu fjármálin sem séu helsta ljónið í veginum. Lopez hafi ekki tilgreint sameiginlegar eignir hjónanna þegar hún sótti um skilnað. Heildareignir Jennifer Lopez hljóða upp á 400 milljónir Bandaríkjadollara, því sem nemur rúmum 55 milljörðum íslenskra króna. Á meðan eru heildareignir Ben Affleck rétt rúmar 150 milljónir Bandaríkjadollara, eða rúmlega 21 milljarðar íslenskra króna. Vill ekki eftirláta Affleck krónu Þar sem hjónin hafi ekki undirritað kaupmála myndu eignir þeirra allajafna skiptast jafnt á milli þeirra, komist þau ekki að samkomulagi um annað. Lög í Kaliforníu kveða hinsvegar á um að einungis þær tekjur sem þau hafi aflað sér á meðan þau voru gift skuli skiptast þeirra á milli. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að það séu þó engar smávægilegar upphæðir. Lopez hafi leikið í þó nokkrum kvikmyndum líkt og Shotgun Wedding, The Mother, This is Me...Now og Atlas. Ben Affleck á meðan leikið í kvikmyndum líkt og Air og The Accountant 2. Þá er þess getið að þau hafi leikið saman í auglýsingum fyrir kleinuhringjarisann Dunkin Donuts. Þau hafi auk þess keypt sér glæsivillu í Beverly Hills í fyrra, sem nú er á sölu en virði hennar er 68 milljónir Bandaríkjadollara eða því sem nemur níu og hálfum milljarði íslenskra króna. Fram kemur í umfjöllun PageSix að Lopez hafi beðið lögmann sinn um að hafna öllum beiðnum Affleck um fjármuni. Um er að ræða fjórða skilnað Lopez og annan skilnað Affleck. Tekjur af Dunkin Donuts auglýsingu þeirra hjóna sem birtist í febrúar á Super Bowl gæti orðið þrætuepli. Hollywood Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Þetta fullyrðir bandaríski slúðurmiðilinn PageSix. Eins og fram hefur komið ætla fyrrverandi ofurhjónin að skilja að borði og sæng. Þau hafa ekki sést saman opinberlega síðan í mars og var þrálátur orðrómur á kreiki um margra mánaða skeið að ekki væri allt með felldu. Það kom á daginn. Miðillinn hefur eftir skilnaðarlögfræðingnum Lauru Wasser, sem sér um að ganga frá samningunum að það séu fjármálin sem séu helsta ljónið í veginum. Lopez hafi ekki tilgreint sameiginlegar eignir hjónanna þegar hún sótti um skilnað. Heildareignir Jennifer Lopez hljóða upp á 400 milljónir Bandaríkjadollara, því sem nemur rúmum 55 milljörðum íslenskra króna. Á meðan eru heildareignir Ben Affleck rétt rúmar 150 milljónir Bandaríkjadollara, eða rúmlega 21 milljarðar íslenskra króna. Vill ekki eftirláta Affleck krónu Þar sem hjónin hafi ekki undirritað kaupmála myndu eignir þeirra allajafna skiptast jafnt á milli þeirra, komist þau ekki að samkomulagi um annað. Lög í Kaliforníu kveða hinsvegar á um að einungis þær tekjur sem þau hafi aflað sér á meðan þau voru gift skuli skiptast þeirra á milli. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að það séu þó engar smávægilegar upphæðir. Lopez hafi leikið í þó nokkrum kvikmyndum líkt og Shotgun Wedding, The Mother, This is Me...Now og Atlas. Ben Affleck á meðan leikið í kvikmyndum líkt og Air og The Accountant 2. Þá er þess getið að þau hafi leikið saman í auglýsingum fyrir kleinuhringjarisann Dunkin Donuts. Þau hafi auk þess keypt sér glæsivillu í Beverly Hills í fyrra, sem nú er á sölu en virði hennar er 68 milljónir Bandaríkjadollara eða því sem nemur níu og hálfum milljarði íslenskra króna. Fram kemur í umfjöllun PageSix að Lopez hafi beðið lögmann sinn um að hafna öllum beiðnum Affleck um fjármuni. Um er að ræða fjórða skilnað Lopez og annan skilnað Affleck. Tekjur af Dunkin Donuts auglýsingu þeirra hjóna sem birtist í febrúar á Super Bowl gæti orðið þrætuepli.
Hollywood Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög