„Ég er búinn að ganga með þessa hugmynd í mörg ár og ég í gegnum fréttir fjallað mikið um flug. Meira segja í þáttunum Um land allt hafa flugsamfélög komið inn og ég hef alltaf fundið það að það er alltaf mikill áhugi meðal Íslendinga á flugi,“ segir Kristján Már í samtali við Sindra Sindrason í Íslandi í dag í vikunni.
„Þetta er svo geggjað myndefni allt saman og flugið er eiginlega búið að vera ævintýrasaga hjá Íslendingum. Fyrsta tilraunin er gerð þarna árið 1919 í Vatnsmýrinni en það félag fór reyndar á hausinn en ef það hefði lifað ættum við eitt elsta flugfélag sögunnar. Svo fór flugfélag númer tvö á hausinn en svo kom flugfélag númer þrjú sem hét Flugfélag Íslands og er í dag Icelandair, en hét upphaflega flugfélag Akureyrar. Menn deila svolítið um það hvort byrjunin á flugsögunni á Íslandi sé á Akureyri eða í Reykjavík. Þetta er svolítil togstreita og við fjöllum um það í fyrsta þætti.“
Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.