Ákæra leiðtoga Hamas vegna árásanna 7. október Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2024 09:32 Yahya Al-Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna og fimm aðrir voru ákræðir. EPA/MOHAMMED SABER Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna opinberuðu í gær ákærur á hendur Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas, og annarra leiðtoga samtakanna. Er það vegna árásanna á Ísrael þann 7. október í fyrra en ákærurnar snúast meðal annars að morðum, mannránum og hryðjuverkastarfsemi. Sinwar tók við stjórn Hamas eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Íran í júlí. Auk Sinwar eru fimm aðrir ákærðir. Þeirra á meðal er Mohammad Al-Masri, sem var leiðtogi al-Qassam-stórfylkisins svokallaða, sem er herskár armur Hamas. Marwan Issa er einnig ákærður en hann var næstráðandi al-Qassam og er talinn hafa fallið í mars. Khaled Meshaal, er æðsti erindreki Hamas-samtakanna en hann heldur til í Katar en hann var einnig ákærður auk Ali Baraka, sem er einni erindreki Hamas-samtakanna en hann er talinn halda til í Líbanon. Þá var Haniyeh einnig ákærður en eins og áður segir var hann ráðinn af dögum í sumar. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, opinberaði ákærurnar í gærkvöldi.AP/Mark Schiefelbein Bandaríkjamenn saka einnig Íran og Hezbollah-samtökin í Líbanon um að styðja Hamas fjárhagslega og efnislega með vopnum og öðrum hergögnum. Bandaríkin skilgreindur Hamas-samtökin sem hryðjuverkasamtök árið 1997. Nærri því 1.200 manns féllu í árásum Hamas-liða og annarra vígamanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október og var fjölda fólks einnig rænt og þau flutt til Gasa-strandarinnar. Rúmlega fjörutíu Bandaríkjamenn voru meðal þeirra sem dóu. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) er með málið til rannsóknar. Þrír af sex látnir Í frétt AP fréttaveitunnar segir að ákærurnar, sem voru fyrst gefnar út í febrúar en innsiglaðar, þar til í gær, gætu í rauninni haft lítil áhrif þar sem Sinwar er talinn vera í felum í neðanjarðargöngum undir Gasa og að þrír af þeim sex sem eru ákærðir eru taldir látnir. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í gær að von væri á frekari aðgerðum gegn Hamas. Ákærurnar voru opinberaðar á sama tíma og erindrekar Bandaríkjanna, auk erindreka frá Egyptalandi og Katar, vinna að því að reyna að koma á vopnahléi milli Ísraela og Hamas og binda enda á stríðið á Gasaströndinni, sem staðið hefur yfir í tæpa ellefu mánuði. AP hefur eftir bandarískum embættismanni sem kemur að viðræðunum að ákærurnar ættu ekki að koma niður á þeim viðræðum. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Bretar afturkalla sum leyfi fyrir vopnaútflutningi til Ísrael Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa ákveðið að afturkalla heimildir til vopnaútflutnings til Ísrael, vegna hættunnar á því að vopnin verði notuð við brot á alþjóðalögum. 3. september 2024 06:26 Bað ísraelsku þjóðina afsökunar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld. 3. september 2024 00:19 Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Sinwar tók við stjórn Hamas eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Íran í júlí. Auk Sinwar eru fimm aðrir ákærðir. Þeirra á meðal er Mohammad Al-Masri, sem var leiðtogi al-Qassam-stórfylkisins svokallaða, sem er herskár armur Hamas. Marwan Issa er einnig ákærður en hann var næstráðandi al-Qassam og er talinn hafa fallið í mars. Khaled Meshaal, er æðsti erindreki Hamas-samtakanna en hann heldur til í Katar en hann var einnig ákærður auk Ali Baraka, sem er einni erindreki Hamas-samtakanna en hann er talinn halda til í Líbanon. Þá var Haniyeh einnig ákærður en eins og áður segir var hann ráðinn af dögum í sumar. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, opinberaði ákærurnar í gærkvöldi.AP/Mark Schiefelbein Bandaríkjamenn saka einnig Íran og Hezbollah-samtökin í Líbanon um að styðja Hamas fjárhagslega og efnislega með vopnum og öðrum hergögnum. Bandaríkin skilgreindur Hamas-samtökin sem hryðjuverkasamtök árið 1997. Nærri því 1.200 manns féllu í árásum Hamas-liða og annarra vígamanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október og var fjölda fólks einnig rænt og þau flutt til Gasa-strandarinnar. Rúmlega fjörutíu Bandaríkjamenn voru meðal þeirra sem dóu. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) er með málið til rannsóknar. Þrír af sex látnir Í frétt AP fréttaveitunnar segir að ákærurnar, sem voru fyrst gefnar út í febrúar en innsiglaðar, þar til í gær, gætu í rauninni haft lítil áhrif þar sem Sinwar er talinn vera í felum í neðanjarðargöngum undir Gasa og að þrír af þeim sex sem eru ákærðir eru taldir látnir. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í gær að von væri á frekari aðgerðum gegn Hamas. Ákærurnar voru opinberaðar á sama tíma og erindrekar Bandaríkjanna, auk erindreka frá Egyptalandi og Katar, vinna að því að reyna að koma á vopnahléi milli Ísraela og Hamas og binda enda á stríðið á Gasaströndinni, sem staðið hefur yfir í tæpa ellefu mánuði. AP hefur eftir bandarískum embættismanni sem kemur að viðræðunum að ákærurnar ættu ekki að koma niður á þeim viðræðum.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Bretar afturkalla sum leyfi fyrir vopnaútflutningi til Ísrael Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa ákveðið að afturkalla heimildir til vopnaútflutnings til Ísrael, vegna hættunnar á því að vopnin verði notuð við brot á alþjóðalögum. 3. september 2024 06:26 Bað ísraelsku þjóðina afsökunar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld. 3. september 2024 00:19 Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Bretar afturkalla sum leyfi fyrir vopnaútflutningi til Ísrael Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa ákveðið að afturkalla heimildir til vopnaútflutnings til Ísrael, vegna hættunnar á því að vopnin verði notuð við brot á alþjóðalögum. 3. september 2024 06:26
Bað ísraelsku þjóðina afsökunar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld. 3. september 2024 00:19
Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41