Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2024 14:47 Viktor Traustason og Eiríkur Ingi Jóhannsson, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Vísir/Vilhelm Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. „Ég lýsi því hér með yfir að viðlögðum drengskap að hvorki heildartekjur né heildarkostnaður vegna framboðs míns í kjörinu voru hærri en kr. 550.000,“ segir í yfirlýsingum þeirra beggja, en líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag býðst þeim frambjóðendum sem ekki nýttu meira fjármagn en sem því nemur að undirrita rafræna yfirlýsingu þess efnis. „Það staðfestist hér með að heildartekjur eða -kostnaður vegna framboðsins voru ekki umfram þau fjárhæðarmörk sem tilgreind eru í 3. mgr. 10. gr. laga nr. 162/2006, um starfsemi stjórnmálasamtaka, og er framboðið því undanþegið uppgjörsskyldu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunum. Þannig hafa allir frambjóðendur nema einn ýmist skilað inn slíkri yfirlýsingu eða fjárhagslegu uppgjöri. Viktor Traustason skilaði yfirlýsingu sinni í dag, en Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er sú eina úr hópi tólf frambjóðenda sem ekki hefur skilað inn uppgjöri eða yfirlýsingu. Ekki skylda að skila yfirlýsingu Frestur til að skila inn uppgjöri rann út í gær og er nú unnið að því að yfirfara þau uppgjör sem borist hafa. Þau verða síðan birt á vef Ríkisendurskoðunar jafnóðum að yfirferð lokinni. Tekið er fram sérstaklega í svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn fréttastofu að hafi heildartekjur vegna framboðs eða heildargjöld við kosningabaráttunar ekki farið fram úr umræddri upphæð sé frambjóðandi undanþegin skyldu til að skila sérstöku fjárhagslegu uppgjöri. Hins vegar þykir æskilegt að frambjóðendur sem það á við um skili yfirlýsingu þess efnis. Það sé þó ekki skylda. Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
„Ég lýsi því hér með yfir að viðlögðum drengskap að hvorki heildartekjur né heildarkostnaður vegna framboðs míns í kjörinu voru hærri en kr. 550.000,“ segir í yfirlýsingum þeirra beggja, en líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag býðst þeim frambjóðendum sem ekki nýttu meira fjármagn en sem því nemur að undirrita rafræna yfirlýsingu þess efnis. „Það staðfestist hér með að heildartekjur eða -kostnaður vegna framboðsins voru ekki umfram þau fjárhæðarmörk sem tilgreind eru í 3. mgr. 10. gr. laga nr. 162/2006, um starfsemi stjórnmálasamtaka, og er framboðið því undanþegið uppgjörsskyldu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunum. Þannig hafa allir frambjóðendur nema einn ýmist skilað inn slíkri yfirlýsingu eða fjárhagslegu uppgjöri. Viktor Traustason skilaði yfirlýsingu sinni í dag, en Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er sú eina úr hópi tólf frambjóðenda sem ekki hefur skilað inn uppgjöri eða yfirlýsingu. Ekki skylda að skila yfirlýsingu Frestur til að skila inn uppgjöri rann út í gær og er nú unnið að því að yfirfara þau uppgjör sem borist hafa. Þau verða síðan birt á vef Ríkisendurskoðunar jafnóðum að yfirferð lokinni. Tekið er fram sérstaklega í svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn fréttastofu að hafi heildartekjur vegna framboðs eða heildargjöld við kosningabaráttunar ekki farið fram úr umræddri upphæð sé frambjóðandi undanþegin skyldu til að skila sérstöku fjárhagslegu uppgjöri. Hins vegar þykir æskilegt að frambjóðendur sem það á við um skili yfirlýsingu þess efnis. Það sé þó ekki skylda.
Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira