Allir í jólaskapi í Jólagarðinum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2024 20:07 Margrét Vera Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Jólagarðsins í Eyjafirði, sem segir alltaf nóg að gera í garðinum og að sumarið hafi gengið einstaklega vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það styttist og styttist til jóla en það er þó sennilega engin komin í jólaskap nema þá kannski starfsfólk Jólagarðsins i Eyjafirði, sem eru að vinna í kringum jólin allt árið við móttöku á gestum og þarf því að vera í jólaskapi. Það er alltaf jafn gaman að koma í Jólagarðinn því þar er alltaf góð stemming, jólailmur, allt jólaskrautið, föt jólasveinsins úti á snúru og almenn gleði. Mikið hefur verið um ferðamenn í garðinum í sumar, ekki síst af skemmtiferðaskipunum, sem koma til Akureyrar. „Það hefur gengið ljómandi vel í sumar eins og alltaf, við erum bara hress hérna fyrir norðan. Það er búin að vera býsna mikil traffík og bara alveg frá því í vor já. Það hefur gengið alveg ljómandi vel, bæði innlendir og erlendir ferðamenn og Akureyringar eru duglegir að koma til okkar,” segir Margrét Vera Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Jólagarðsins í Eyjafirði. En hvað finnst fólki um það þegar það er að koma í garðinn í fyrsta sinn, hver er upplifun fólks? „Flestir eru pínu hissa, þeir eru svolítið svona hugsi en það fara allir glaðir, það endar alltaf með því að fólk fer að brosa,” segir Margrét hlæjandi. Margrét segir að Jólaþorpið sé með jólavörur frá 12 löndum en mest af vörunum komi frá Þýskalandi, Póllandi, Tékklandi og Bandaríkjunum og svo sé íslenskt handverk að sjálfsögðu alltaf stór partur í þorpinu. Jólaþorpið er með vörur frá 12 löndum og að sjálfsögðu er íslenska handverkið á sínum stað líka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú sjálf, þú ert ekkert að bregða þér í búninginn og taka jólalögin ? „Nei, ekki yfir hásumarið en ég fer í ákveðin búning í desember en hann er í hreinsun núna.” En þið sem starfið hérna, verðið þið ekki orðin leið á jólunum þegar jólin koma? „Þetta er náttúrulega klárlega klassísk spurning en nei, ég spila enn þá jólalög, skreyti enn þá heima og kemst bara í gott jólaskap þegar klukkan slær sex á aðfangadag,” segir Margrét Vera. Og þessi skemmtilegi texti vekur alltaf athygli í Jólagarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Jól Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Það er alltaf jafn gaman að koma í Jólagarðinn því þar er alltaf góð stemming, jólailmur, allt jólaskrautið, föt jólasveinsins úti á snúru og almenn gleði. Mikið hefur verið um ferðamenn í garðinum í sumar, ekki síst af skemmtiferðaskipunum, sem koma til Akureyrar. „Það hefur gengið ljómandi vel í sumar eins og alltaf, við erum bara hress hérna fyrir norðan. Það er búin að vera býsna mikil traffík og bara alveg frá því í vor já. Það hefur gengið alveg ljómandi vel, bæði innlendir og erlendir ferðamenn og Akureyringar eru duglegir að koma til okkar,” segir Margrét Vera Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Jólagarðsins í Eyjafirði. En hvað finnst fólki um það þegar það er að koma í garðinn í fyrsta sinn, hver er upplifun fólks? „Flestir eru pínu hissa, þeir eru svolítið svona hugsi en það fara allir glaðir, það endar alltaf með því að fólk fer að brosa,” segir Margrét hlæjandi. Margrét segir að Jólaþorpið sé með jólavörur frá 12 löndum en mest af vörunum komi frá Þýskalandi, Póllandi, Tékklandi og Bandaríkjunum og svo sé íslenskt handverk að sjálfsögðu alltaf stór partur í þorpinu. Jólaþorpið er með vörur frá 12 löndum og að sjálfsögðu er íslenska handverkið á sínum stað líka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú sjálf, þú ert ekkert að bregða þér í búninginn og taka jólalögin ? „Nei, ekki yfir hásumarið en ég fer í ákveðin búning í desember en hann er í hreinsun núna.” En þið sem starfið hérna, verðið þið ekki orðin leið á jólunum þegar jólin koma? „Þetta er náttúrulega klárlega klassísk spurning en nei, ég spila enn þá jólalög, skreyti enn þá heima og kemst bara í gott jólaskap þegar klukkan slær sex á aðfangadag,” segir Margrét Vera. Og þessi skemmtilegi texti vekur alltaf athygli í Jólagarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Jól Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira