Lýsa yfir fullum stuðningi við Ten Hag Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 07:31 Erik ten Hag þykir líklegasti stjórinn til að fá reisupassann, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Getty/James Gill Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur fullan stuðning nýrra manna í æðstu stöðum hjá Manchester United, þrátt fyrir dapurt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. United varð bikarmeistari í vor með sigri á Manchester City, eftir að hafa orðið deildabikarmeistari árið áður, en endaði aðeins í 8. sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Liðið steinlá gegn Liverpool á heimavelli á sunnudag, 3-0, og þar með hefur á ný myndast pressa á Ten Hag. Hann er ásamt Sean Dyche hjá Everton talinn líklegastur af veðbönkum til að verða rekinn úr starfi. Ákveðið að halda Ten Hag áður en þeir komu Nýi meðeigandinn hjá United, Sir Jim Ratcliffe, hefur umbylt öllu skipulagi varðandi fótboltatengd málefni félagsins og meðal annars ráðið framkvæmdastjórann Omar Berrada frá Manchester City og Dan Ashworth frá Newcastle sem yfirmann íþróttamála. Þeir Berrada og Ashworth ræddu við fjölmiðla fyrir leikinn við Liverpool og staðfestu að þeir hefðu ekki komið að ákvörðuninni um að halda Ten Hag eftir síðasta tímabil, en sögðu að sama hvernig færi gegn Liverpool þá hefði Hollendingurinn fullan stuðning þeirra. „Þetta var ákvörðun sem var tekin áður en við komum en við erum ánægðir með hana,“ sagði Berrada. Omar Berrada, til vinstri á mynd, er nýr framkvæmdastjóri Manchester United.Getty/Eddie Keogh „Erik er með fullan stuðning okkar. Við teljum að hann sé rétti þjálfarinn fyrir okkur. Við höfum unnið náið saman í félagaskiptaglugganum og við vinnum áfram náið með honum til að hjálpa til við að ná sem bestum úrslitum fyrir liðið,“ sagði Berrada. Notið þess í botn að vinna með Ten Hag Ashworth hafði aðeins verið hjá Brighton í þrjá mánuði þegar Chris Hughton var rekinn árið 2019, en vann með sama stjóra, Eddie Howe, alla 19 mánuði sína hjá Newcastle. „Það er mjög sjaldgæft að maður gerist yfirmaður íþróttamála og að það sé enginn knattspyrnustjóri til staðar. Það eina sem ég get sagt er að ítreka að ég hef notið þess í botn að vinna með Erik síðustu átta vikur,“ sagði Ashworth. „Starfið mitt er að styðja við hann með öllum mögulegum hætti, hvort sem það snýr að rekstrinum, kaupum á leikmönnum, sjúkra- eða sálfræðimeðferð, eða flæðinu um æfingasvæðið, svo að hann geti einbeitt sér alfarið að æfingavellinum og taktík leikja, til að hámarka árangur fyrir Manchester United,“ sagði Ashworth. Dan Ashworth hefur þurft að gera marga samninga eftir að hann kom til starfa hjá Manchester United í sumar. Hann segir nýjan samning við Bruno Fernandes hafa veirð afar mikilvægan, og nýtur þess að vinna með Erik ten Hag.Getty/Ash Donelon Töldu sig ekki þurfa Sancho Ashworth tók formlega til starfa 1. júlí og áætlar að hafa gert um 32 samninga síðan þá, þegar kaup, sölur og endurnýjun samninga eru talin. Þar á meðal var endurnýjun samnings við fyrirliðann Bruno Fernandes. Enski kantmaðurinn Jadon Sancho var hins vegar látinn fara til Chelsea, að láni með skuldbindingu um kaup eftir 12 mánuði. Ashworth var spurður út í þá ákvörðun. „Við erum ekki að sparka leikmönnum í burtu en þegar þeir telja það betra og það er rétt ákvörðun fyrir þá og okkur, þá þarf að kanna það, hvort sem það er Jadon, Scott [McTominay] eða Aaron [Wan-Bissaka]. Við erum með fjóra virkilega góða kantmenn svo við töldum okkur hafa nægilega breidd í þeirri stöðu, sem auðveldaði okkur ákvörðunina,“ sagði Ashworth. Enski boltinn Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira
United varð bikarmeistari í vor með sigri á Manchester City, eftir að hafa orðið deildabikarmeistari árið áður, en endaði aðeins í 8. sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Liðið steinlá gegn Liverpool á heimavelli á sunnudag, 3-0, og þar með hefur á ný myndast pressa á Ten Hag. Hann er ásamt Sean Dyche hjá Everton talinn líklegastur af veðbönkum til að verða rekinn úr starfi. Ákveðið að halda Ten Hag áður en þeir komu Nýi meðeigandinn hjá United, Sir Jim Ratcliffe, hefur umbylt öllu skipulagi varðandi fótboltatengd málefni félagsins og meðal annars ráðið framkvæmdastjórann Omar Berrada frá Manchester City og Dan Ashworth frá Newcastle sem yfirmann íþróttamála. Þeir Berrada og Ashworth ræddu við fjölmiðla fyrir leikinn við Liverpool og staðfestu að þeir hefðu ekki komið að ákvörðuninni um að halda Ten Hag eftir síðasta tímabil, en sögðu að sama hvernig færi gegn Liverpool þá hefði Hollendingurinn fullan stuðning þeirra. „Þetta var ákvörðun sem var tekin áður en við komum en við erum ánægðir með hana,“ sagði Berrada. Omar Berrada, til vinstri á mynd, er nýr framkvæmdastjóri Manchester United.Getty/Eddie Keogh „Erik er með fullan stuðning okkar. Við teljum að hann sé rétti þjálfarinn fyrir okkur. Við höfum unnið náið saman í félagaskiptaglugganum og við vinnum áfram náið með honum til að hjálpa til við að ná sem bestum úrslitum fyrir liðið,“ sagði Berrada. Notið þess í botn að vinna með Ten Hag Ashworth hafði aðeins verið hjá Brighton í þrjá mánuði þegar Chris Hughton var rekinn árið 2019, en vann með sama stjóra, Eddie Howe, alla 19 mánuði sína hjá Newcastle. „Það er mjög sjaldgæft að maður gerist yfirmaður íþróttamála og að það sé enginn knattspyrnustjóri til staðar. Það eina sem ég get sagt er að ítreka að ég hef notið þess í botn að vinna með Erik síðustu átta vikur,“ sagði Ashworth. „Starfið mitt er að styðja við hann með öllum mögulegum hætti, hvort sem það snýr að rekstrinum, kaupum á leikmönnum, sjúkra- eða sálfræðimeðferð, eða flæðinu um æfingasvæðið, svo að hann geti einbeitt sér alfarið að æfingavellinum og taktík leikja, til að hámarka árangur fyrir Manchester United,“ sagði Ashworth. Dan Ashworth hefur þurft að gera marga samninga eftir að hann kom til starfa hjá Manchester United í sumar. Hann segir nýjan samning við Bruno Fernandes hafa veirð afar mikilvægan, og nýtur þess að vinna með Erik ten Hag.Getty/Ash Donelon Töldu sig ekki þurfa Sancho Ashworth tók formlega til starfa 1. júlí og áætlar að hafa gert um 32 samninga síðan þá, þegar kaup, sölur og endurnýjun samninga eru talin. Þar á meðal var endurnýjun samnings við fyrirliðann Bruno Fernandes. Enski kantmaðurinn Jadon Sancho var hins vegar látinn fara til Chelsea, að láni með skuldbindingu um kaup eftir 12 mánuði. Ashworth var spurður út í þá ákvörðun. „Við erum ekki að sparka leikmönnum í burtu en þegar þeir telja það betra og það er rétt ákvörðun fyrir þá og okkur, þá þarf að kanna það, hvort sem það er Jadon, Scott [McTominay] eða Aaron [Wan-Bissaka]. Við erum með fjóra virkilega góða kantmenn svo við töldum okkur hafa nægilega breidd í þeirri stöðu, sem auðveldaði okkur ákvörðunina,“ sagði Ashworth.
Enski boltinn Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira