Upp með sokkana Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 3. september 2024 08:02 Ég er þeirrar skoðunar að uppeldið móti mann. Kannski er það helsta sem ég tek með mér frá mínu æskuheimili þessi setning: „Eyjólfur, upp með sokkana“. Heima snerist umræðan helst um tækifæri. Tækifærin gátu verið af ýmsum toga en eitt þeirra var að skapa sína eigin framtíð. Þó ég heiti ekki beint Eyjólfur, hefur mér alltaf fundist gott að komast í hlýja sokka og ganga minn veg. Ég lærði snemma að það gengur enginn götuna fyrir mann en oft getur maður verið samferða öðrum. Það er þetta með að ganga götuna. Það er svo fallegt. Ef hún er ótroðin, þá er maður brautryðjandi og getur rutt leiðina fyrir þá sem á eftir koma. Það getur kostað mikið þrek en mikilvægast er þó að vita hvert maður ætlar og hvort leiðin sé öllum til góðs. Sem samfélag höfum við tekið stefnuna í átt að orkuskiptum. Leiðin er fær en hún er torveld og erfið yfirferðar. Hún krefst mikillar samstöðu og hvatningar en einnig fórnar. Þegar á reynir er oft gott að fara með orðin, “Eyjólfur, upp með sokkana“ og tosa þá hátt upp. Veganestið eru þeir möguleikar sem við stöndum frammi fyrir en allir snúa þeir að því að nýta náttúruna á sjálfbæran hátt. Við þurfum bara að fara að leggja af stað aftur kæru samferðamenn og opna hugann fyrir nýjum leiðum. Við erum nefnilega þegar lögð af stað. Komin framhjá fyrstu vörðunum, raf- og hitaveituvæðingunni, en ákváðum að setjast niður og njóta þess sem við höfum áorkað. Raunar sátum við of lengi í sældinni því við erum komin með legusár á rassinn og er það sjálfum okkur fyrir bestu að standa upp og halda áfram. Jú, tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest. Það er komið að síðasta leggnum, síðustu brekkunni – útskiptingu alls jarðefnaeldsneytis; í lofti, á láði og legi – og plástri á sárið. Á Íslandi höfum við tækifæri umfram margar þjóðir. Við höfum jarðvarmann og vatnsaflið, en höfum lítið unnið með vindorku, virkjun sjávarfalla eða orku birtunnar. Þetta mun allt koma til okkar. Engin leið er réttari en önnur, allar beinast þær í rétta átt eins og undirrituð útlistaði ásamt Ásmundi Friðrikssyni og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur í þessum leiðarvísi. Kæru samferðamenn, det er i motbakke der går oppover. Það er í brekkunni sem við beitum öllum kröftum og í brekkunni sem okkur miðar áfram. En svo var það hitt, að vinda ofan af því ástandi sem hér hefur skapast. Þar er föngun og geymsla koldíoxíðs í jörðu ein leið og þar erum við Íslendingar forgöngumenn sem aðrar þjóðir líta upp til. Við getum skapað okkar framtíð, valið hvaða leið við viljum fara eða í hvaða fótspor við viljum feta. Því segi ég, upp með sokkana, brettum upp ermarnar og þorum að taka af skarið. Öll stefnum við að sama marki. Höfundur sat í starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um bætta orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ég er þeirrar skoðunar að uppeldið móti mann. Kannski er það helsta sem ég tek með mér frá mínu æskuheimili þessi setning: „Eyjólfur, upp með sokkana“. Heima snerist umræðan helst um tækifæri. Tækifærin gátu verið af ýmsum toga en eitt þeirra var að skapa sína eigin framtíð. Þó ég heiti ekki beint Eyjólfur, hefur mér alltaf fundist gott að komast í hlýja sokka og ganga minn veg. Ég lærði snemma að það gengur enginn götuna fyrir mann en oft getur maður verið samferða öðrum. Það er þetta með að ganga götuna. Það er svo fallegt. Ef hún er ótroðin, þá er maður brautryðjandi og getur rutt leiðina fyrir þá sem á eftir koma. Það getur kostað mikið þrek en mikilvægast er þó að vita hvert maður ætlar og hvort leiðin sé öllum til góðs. Sem samfélag höfum við tekið stefnuna í átt að orkuskiptum. Leiðin er fær en hún er torveld og erfið yfirferðar. Hún krefst mikillar samstöðu og hvatningar en einnig fórnar. Þegar á reynir er oft gott að fara með orðin, “Eyjólfur, upp með sokkana“ og tosa þá hátt upp. Veganestið eru þeir möguleikar sem við stöndum frammi fyrir en allir snúa þeir að því að nýta náttúruna á sjálfbæran hátt. Við þurfum bara að fara að leggja af stað aftur kæru samferðamenn og opna hugann fyrir nýjum leiðum. Við erum nefnilega þegar lögð af stað. Komin framhjá fyrstu vörðunum, raf- og hitaveituvæðingunni, en ákváðum að setjast niður og njóta þess sem við höfum áorkað. Raunar sátum við of lengi í sældinni því við erum komin með legusár á rassinn og er það sjálfum okkur fyrir bestu að standa upp og halda áfram. Jú, tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest. Það er komið að síðasta leggnum, síðustu brekkunni – útskiptingu alls jarðefnaeldsneytis; í lofti, á láði og legi – og plástri á sárið. Á Íslandi höfum við tækifæri umfram margar þjóðir. Við höfum jarðvarmann og vatnsaflið, en höfum lítið unnið með vindorku, virkjun sjávarfalla eða orku birtunnar. Þetta mun allt koma til okkar. Engin leið er réttari en önnur, allar beinast þær í rétta átt eins og undirrituð útlistaði ásamt Ásmundi Friðrikssyni og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur í þessum leiðarvísi. Kæru samferðamenn, det er i motbakke der går oppover. Það er í brekkunni sem við beitum öllum kröftum og í brekkunni sem okkur miðar áfram. En svo var það hitt, að vinda ofan af því ástandi sem hér hefur skapast. Þar er föngun og geymsla koldíoxíðs í jörðu ein leið og þar erum við Íslendingar forgöngumenn sem aðrar þjóðir líta upp til. Við getum skapað okkar framtíð, valið hvaða leið við viljum fara eða í hvaða fótspor við viljum feta. Því segi ég, upp með sokkana, brettum upp ermarnar og þorum að taka af skarið. Öll stefnum við að sama marki. Höfundur sat í starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um bætta orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun