Húseigendur og leigjendur vilja nýja löggjöf og kalla eftir samráði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2024 21:00 Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins eru afar óánægð með breytingar á húsaleigulöggjöf. Þau kalla eftir nýrri löggjöf. Vísir/Sigurjón Leigjendur og húseigendur lýsa yfir mikilli óánægju með breytingu á húsaleigulögum. Forsvarsfólk þeirra segir að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Kallað er eftir nýrri húsaleigulöggjöf. Ný húsaleigulög tóku gildi í gær og er ætlað að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Það er hins vegar lítil ánægja með þessi lög. Leigjendur gagnrýna til dæmis að nú geti leigusali hækkað leigu þegar rekstrarkostnaður hækkar eða ef hann vill samræma leiguverð við markaðsverð. Á sama tíma eru húseigendur ósáttir við að þrengt sé að hækkunum á leiguverði með nýjum ákvæðum. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins segir að breytingarnar geti haft neikvæð áhrif á framboð á leiguhúsnæði. „Við lýsum yfir óánægju með að það sé verið að leggja of miklar skyldur á leigusala. Við höfum bent á að leigusalar eru að mestu leyti einstaklingar. Ef það er verið að leggja of miklar skyldur á þá getur það leitt til þess að einstaklingar vilja ekki leigja út eignirnar sínar og þar með er hætta á að framboð dragist saman. Samandregið eru með nýjum lögum lagðar verulegar skyldur á leigusala, sem varða fjárhæð leiguverðs, forgangsrétt og uppsögn á ótímabundnum samningum,“ segir Hildur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir lögin mikil vonbrigði. „Við hefðum viljað sjá að það hefði verið tekið hart á hækkunum á húsaleigu. Leiguverð yrði jafnvel leiðrétt. Það yrðu teknar upp útreikningsreglur um hvað er sanngjörn húsaleiga. En ekki að okurleiga yrði lögfest eins og í þessum lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaðru og formaður Húseigendafélagsins.Vísir/Sigurjón Lítið sem ekkert samráð Þau Hildur og Guðmundur segja bæði að ekki hafi verið tillit til umsagna þeirra hagsmunasamtaka við undirbúning laganna og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft í ferlinu. Þau segja nauðsynlegt að gjörbylta húsaleigulöggjöfinni. „Það er kominn tími á heildarendurskoðun þessara laga. Ekki vera að gera smá breytingar fram og til baka,“ segir Hildur. Það þurfi að efla samtal og samráð og fá hagsmunaaðila að borðinu við lagasmíðina. „Það þarf að hafa lögin og regluverkið skýrt. Það þjónar hagsmunum allra. Þá þarf að hlusta á mismunandi hagsmunahópa,“ segir Hildur. Guðmundur tekur undir þetta. „Hver vill búa í samfélagi þar sem fjörutíu þúsund heimili eru rekin út á Guð og gaddinn í sífelldu húsnæðisóöryggi? Ég hef ekki nokkra trú á því að félagar í húseigendafélaginu vilji búa í samfélagi þar sem svona mörg heimili búa við slíkt óöryggi,“ segir Guðmundur. Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ný húsaleigulög tóku gildi í gær og er ætlað að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Það er hins vegar lítil ánægja með þessi lög. Leigjendur gagnrýna til dæmis að nú geti leigusali hækkað leigu þegar rekstrarkostnaður hækkar eða ef hann vill samræma leiguverð við markaðsverð. Á sama tíma eru húseigendur ósáttir við að þrengt sé að hækkunum á leiguverði með nýjum ákvæðum. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins segir að breytingarnar geti haft neikvæð áhrif á framboð á leiguhúsnæði. „Við lýsum yfir óánægju með að það sé verið að leggja of miklar skyldur á leigusala. Við höfum bent á að leigusalar eru að mestu leyti einstaklingar. Ef það er verið að leggja of miklar skyldur á þá getur það leitt til þess að einstaklingar vilja ekki leigja út eignirnar sínar og þar með er hætta á að framboð dragist saman. Samandregið eru með nýjum lögum lagðar verulegar skyldur á leigusala, sem varða fjárhæð leiguverðs, forgangsrétt og uppsögn á ótímabundnum samningum,“ segir Hildur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir lögin mikil vonbrigði. „Við hefðum viljað sjá að það hefði verið tekið hart á hækkunum á húsaleigu. Leiguverð yrði jafnvel leiðrétt. Það yrðu teknar upp útreikningsreglur um hvað er sanngjörn húsaleiga. En ekki að okurleiga yrði lögfest eins og í þessum lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaðru og formaður Húseigendafélagsins.Vísir/Sigurjón Lítið sem ekkert samráð Þau Hildur og Guðmundur segja bæði að ekki hafi verið tillit til umsagna þeirra hagsmunasamtaka við undirbúning laganna og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft í ferlinu. Þau segja nauðsynlegt að gjörbylta húsaleigulöggjöfinni. „Það er kominn tími á heildarendurskoðun þessara laga. Ekki vera að gera smá breytingar fram og til baka,“ segir Hildur. Það þurfi að efla samtal og samráð og fá hagsmunaaðila að borðinu við lagasmíðina. „Það þarf að hafa lögin og regluverkið skýrt. Það þjónar hagsmunum allra. Þá þarf að hlusta á mismunandi hagsmunahópa,“ segir Hildur. Guðmundur tekur undir þetta. „Hver vill búa í samfélagi þar sem fjörutíu þúsund heimili eru rekin út á Guð og gaddinn í sífelldu húsnæðisóöryggi? Ég hef ekki nokkra trú á því að félagar í húseigendafélaginu vilji búa í samfélagi þar sem svona mörg heimili búa við slíkt óöryggi,“ segir Guðmundur.
Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira