Verðmat Festar hækkaði um átta milljarða vegna Lyfju
![Ásta S. Fjeldsted er forstjóri Festar. Árið 2023 voru tekjur Lyfju 16,4 milljarðar króna. Meðaltekjuvöxtur síðustu þriggja ára hefur verið um tíu prósent, segir í nýju verðmati Jakobsson Capital.](https://www.visir.is/i/15727ED5F1A9326CEB748A2A6B8055BD162C8715B6FE8D9D1CC2D499EAEAFC7A_713x0.jpg)
Verðmat Festar hækkaði um tólf prósent, einkum vegna hærri rekstraráætlunar í kjölfar þess að Lyfja varð hluti af samstæðunni. Tilkoma Lyfju í samstæðu Festar hefur „vitanlega nokkur áhrif á rekstraráætlun“ samstæðunnar, bendir greinandi á. Tekjur og framlegð Festar var umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi, að hans sögn.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/3DCBCB4100C1EAB0C4B8CDE50775E1FDB994D0436A64E78594B5C999F6DA6398_308x200.jpg)
Stærstu einkafjárfestarnir selja sig út úr Festi fyrir nærri þrjá milljarða
Tveir umsvifamestu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Festi, sem rekur meðal annars eldsneytisstöðvar undir merkjum N1 og verslanir Krónunnar og Elko, hafa losað um allan eignarhlut sinn í smásölufyrirtækinu fyrir samtals nálægt þrjá milljarð króna. Salan kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að stórir lífeyrissjóðir beittu sér gegn því að fulltrúi einkafjárfestanna færi í stjórn fyrirtækisins.