Nastassja Kinski heiðursgestur á RIFF í ár Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. september 2024 17:36 Nastassja Kinski verður heiðursgestur á kvikmyndhátíðinni RIFF. Getty Þýska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár og hreppir heiðursviðurkenningu RIFF. Hátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að Kinski eigi að baki langan og glæsilegan feril á hvíta tjaldinu. Hún hefur allt frá 1978 leikið í yfir sextíu bíómyndum, þar á meðal í leikstjórn margra kunnustu kvikmyndagerðarmanna sögunnar á borð við David Lynch, Francis Ford Coppola, Paul Schrader, Roman Polanski, Wim Wenders og Wolfgang Petersen. „Það er auðvitað mikill heiður fyrir hátíðina að svo kunnur listamaður sem Kinski er komi hingað til lands og heiðri okkur með nærveru sinni,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF og bætir því við að heiðursgesturinn í ár sé sannarlega „ein af goðsögnum bíómyndanna sem kynslóðir stelpna á sínum tíma hermdu eftir í hárgreiðslu og útliti.“ Sló í gegn sautján ára Stjarna Kinski reis skart undir lokin á áttunda áratugnum, en heita má að hún hafi slegið í gegn, aðeins sautján ára gömul, í kvikmynd Ítalans Alberto Lattuada, Stay as you are, þar sem hún lék eftirminnilega á móti sjálfum Marcello Mastroianni sem þar er í hlutverki miðaldra arkitekts í líflausu hjónabandi og fellur fyrir ungri skólamær, túlkaðri af Kinski. Aðeins ári seinna, 1979, hreif hún kvikmyndaunnendur upp úr skónum í hlutverki sínu í kynngimagnaðri kvikmynd Polanski, Tess, og hlaut fyrir vikið tilnefningu til Gullna hnattarins fyrir túlkun sína á ungri konu sem verður fórnarlamb eigin fegurðar. Myndin hlaut þrenn Óskarsverðlaun, meðal annars sem besta myndin. Og teningunum var kastað – og hver myndin af annarri festi leikkonuna í sessi á stjörnuhimni heimsfrægðarinnar á níunda áratug síðustu aldar, og má þar nefna One from the Heart eftir Coppola, Cat People í leikstjórn Paul Schrader, að ekki sé talað um Paris, Texas í höndum Wim Wenders. Tvær síðastnefndu myndirnar verða einmitt sýndar á hátíðinni í ár. Hvergi af baki dottin Nastassja Kinski hefur sem fyrr segir leikið í meira en sextíu kvikmyndum, bæði austan hafs og vestan, og er enn að, en á meðal þekktra mynda sem hún hefur leikið í á nýrri öld eru Inland Empire eftir David Lynch og Sugar í leikstjórn Rotimi Rainwater. Og svo því sé líka til haga haldið keppti þessi margverðlauna leikkona og dáða fyrirsæta í þýsku útgáfunni af Lets Dance á útmánuðum 2016, hvergi af baki dottin. Þetta er í fyrsta skipti sem Kinski kemur til Íslands og hér mun hún dvelja í nokkra daga og vera meðal annars með meistaraspjall við gesti þar sem hún fer yfir feril sinn og frama. RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að Kinski eigi að baki langan og glæsilegan feril á hvíta tjaldinu. Hún hefur allt frá 1978 leikið í yfir sextíu bíómyndum, þar á meðal í leikstjórn margra kunnustu kvikmyndagerðarmanna sögunnar á borð við David Lynch, Francis Ford Coppola, Paul Schrader, Roman Polanski, Wim Wenders og Wolfgang Petersen. „Það er auðvitað mikill heiður fyrir hátíðina að svo kunnur listamaður sem Kinski er komi hingað til lands og heiðri okkur með nærveru sinni,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF og bætir því við að heiðursgesturinn í ár sé sannarlega „ein af goðsögnum bíómyndanna sem kynslóðir stelpna á sínum tíma hermdu eftir í hárgreiðslu og útliti.“ Sló í gegn sautján ára Stjarna Kinski reis skart undir lokin á áttunda áratugnum, en heita má að hún hafi slegið í gegn, aðeins sautján ára gömul, í kvikmynd Ítalans Alberto Lattuada, Stay as you are, þar sem hún lék eftirminnilega á móti sjálfum Marcello Mastroianni sem þar er í hlutverki miðaldra arkitekts í líflausu hjónabandi og fellur fyrir ungri skólamær, túlkaðri af Kinski. Aðeins ári seinna, 1979, hreif hún kvikmyndaunnendur upp úr skónum í hlutverki sínu í kynngimagnaðri kvikmynd Polanski, Tess, og hlaut fyrir vikið tilnefningu til Gullna hnattarins fyrir túlkun sína á ungri konu sem verður fórnarlamb eigin fegurðar. Myndin hlaut þrenn Óskarsverðlaun, meðal annars sem besta myndin. Og teningunum var kastað – og hver myndin af annarri festi leikkonuna í sessi á stjörnuhimni heimsfrægðarinnar á níunda áratug síðustu aldar, og má þar nefna One from the Heart eftir Coppola, Cat People í leikstjórn Paul Schrader, að ekki sé talað um Paris, Texas í höndum Wim Wenders. Tvær síðastnefndu myndirnar verða einmitt sýndar á hátíðinni í ár. Hvergi af baki dottin Nastassja Kinski hefur sem fyrr segir leikið í meira en sextíu kvikmyndum, bæði austan hafs og vestan, og er enn að, en á meðal þekktra mynda sem hún hefur leikið í á nýrri öld eru Inland Empire eftir David Lynch og Sugar í leikstjórn Rotimi Rainwater. Og svo því sé líka til haga haldið keppti þessi margverðlauna leikkona og dáða fyrirsæta í þýsku útgáfunni af Lets Dance á útmánuðum 2016, hvergi af baki dottin. Þetta er í fyrsta skipti sem Kinski kemur til Íslands og hér mun hún dvelja í nokkra daga og vera meðal annars með meistaraspjall við gesti þar sem hún fer yfir feril sinn og frama.
RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira