„Held að þetta hafi verið jafnteflisleikur sem við stálum í lokin” Árni Gísli Magnússon skrifar 1. september 2024 20:09 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var virkilega ánægður eftir torsóttan 3-2 útisigur gegn KA í fjörugum leik á Akureyri í dag. „Þetta er búið að vera langur og strembinn dagur frá því við mættum út á flugvöll klukkan 7:30 í morgun og enduðum svo á að lenda hérna korter í leik með tilheyrandi riðlun í undirbúningi. Aðstæður svakalega erfiðar, völlurinn náttúrulega þurr, mikill vindur, spila á móti hörkuliði þannig að þó leikurinn hafi ekki verið gæðamikill þá er ég gríðarlega ánægður með stigin þrjú.” Nokkuð hvasst var fyrir norðan sem hafði áhrif á leikinn en leikurinn var skemmtilegur og virtist vindurinn ekki hafa neitt alltof mikil áhrif á spilamennsku liðanna. „Hann var örugglega skemmtilegur, mikið fram og til baka, en gæðlítið, mikið af feilsendingum og vondum ákvörðunum og of opið kannski á köflum en örugglega skemmtilegt að horfa á hann og fullt af færum á báða bága og svoleiðis en ég hef séð betur spilaða leiki í sumar en jú skemmtilegur leikur og við tökum þessum sigri fagnandi.” Hvað skilur á milli liðanna í dag? “Ég held að það sé bara að Kristófer (Ingi Kristinsson) nýtti færið sitt sem þeir gerðu ekki í sókninni á undan, ég er ekki búinn að sjá þetta aftur en sýndist þeir fá góða stöðu til að komast yfir en svo klárar Kristófer þetta frábærlega og búinn að koma inn á núna tvo leiki í röð og skora gríðarlega mikilvæg mörk fyrir okkur og bara frábærlega gert hjá honum.” Breiðablik hefur verið að bæta leik sinn mikið undanfarið og safnað gríðarlega mikið af stigum sem er gott vegnaesti inn í úrslitakeppni efri hlutans. „Já, klárt mál og mér líður svona eins og öll þessi stig séu verðskulduð. Mér líður eins og Skagaleikurinn hafi verið mjög verðskuldaður sigur því mér fannst við frábærir í þeim leik. Ég held að þetta hafi verið jafnteflisleikur sem við stálum í lokin frekar en það þarf að gera það líka og auðvitað komnir með 46 stig eftir 21 leik sem er auðvitað bara frábær stigasöfnun á hvaða ári sem er en við getum ekki hætt þar, eigum núna sex leiki eftir, fjóra heimaleiki og þurfum að halda áfram að safna stigum.” Er Breiðablik að toppa á réttum tíma miðað við gengið undanfarið og með úrslitakeppnina framundan? Ég veit það ekki, ég ætla vona að við séum ekki búnir að toppa, eigum sex leiki eftir og erum búnir að vera á skriði núna, við þurfum að hafa báðar lappirnar á jörðinni og bara halda áfram. Nota þetta frí núna vel, það eru margir ansi lemstraðir hjá okkur og við þurfum bara svona að koma mönnum á lappir aftur og æfa svo vel í fríinu og koma svo inn með sama krafti þegar þetta byrjar aftur.” Damir Muminovic hefur misst af tveimur síðustu leikjum vegna meiðsla en Halldór á von á honum til baka fljótlega. „Ég vona allavega að hann verði í hóp í næsta leik, ég er bjartsýnn á það.” Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
„Þetta er búið að vera langur og strembinn dagur frá því við mættum út á flugvöll klukkan 7:30 í morgun og enduðum svo á að lenda hérna korter í leik með tilheyrandi riðlun í undirbúningi. Aðstæður svakalega erfiðar, völlurinn náttúrulega þurr, mikill vindur, spila á móti hörkuliði þannig að þó leikurinn hafi ekki verið gæðamikill þá er ég gríðarlega ánægður með stigin þrjú.” Nokkuð hvasst var fyrir norðan sem hafði áhrif á leikinn en leikurinn var skemmtilegur og virtist vindurinn ekki hafa neitt alltof mikil áhrif á spilamennsku liðanna. „Hann var örugglega skemmtilegur, mikið fram og til baka, en gæðlítið, mikið af feilsendingum og vondum ákvörðunum og of opið kannski á köflum en örugglega skemmtilegt að horfa á hann og fullt af færum á báða bága og svoleiðis en ég hef séð betur spilaða leiki í sumar en jú skemmtilegur leikur og við tökum þessum sigri fagnandi.” Hvað skilur á milli liðanna í dag? “Ég held að það sé bara að Kristófer (Ingi Kristinsson) nýtti færið sitt sem þeir gerðu ekki í sókninni á undan, ég er ekki búinn að sjá þetta aftur en sýndist þeir fá góða stöðu til að komast yfir en svo klárar Kristófer þetta frábærlega og búinn að koma inn á núna tvo leiki í röð og skora gríðarlega mikilvæg mörk fyrir okkur og bara frábærlega gert hjá honum.” Breiðablik hefur verið að bæta leik sinn mikið undanfarið og safnað gríðarlega mikið af stigum sem er gott vegnaesti inn í úrslitakeppni efri hlutans. „Já, klárt mál og mér líður svona eins og öll þessi stig séu verðskulduð. Mér líður eins og Skagaleikurinn hafi verið mjög verðskuldaður sigur því mér fannst við frábærir í þeim leik. Ég held að þetta hafi verið jafnteflisleikur sem við stálum í lokin frekar en það þarf að gera það líka og auðvitað komnir með 46 stig eftir 21 leik sem er auðvitað bara frábær stigasöfnun á hvaða ári sem er en við getum ekki hætt þar, eigum núna sex leiki eftir, fjóra heimaleiki og þurfum að halda áfram að safna stigum.” Er Breiðablik að toppa á réttum tíma miðað við gengið undanfarið og með úrslitakeppnina framundan? Ég veit það ekki, ég ætla vona að við séum ekki búnir að toppa, eigum sex leiki eftir og erum búnir að vera á skriði núna, við þurfum að hafa báðar lappirnar á jörðinni og bara halda áfram. Nota þetta frí núna vel, það eru margir ansi lemstraðir hjá okkur og við þurfum bara svona að koma mönnum á lappir aftur og æfa svo vel í fríinu og koma svo inn með sama krafti þegar þetta byrjar aftur.” Damir Muminovic hefur misst af tveimur síðustu leikjum vegna meiðsla en Halldór á von á honum til baka fljótlega. „Ég vona allavega að hann verði í hóp í næsta leik, ég er bjartsýnn á það.”
Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira