Sol Bamba látinn aðeins 39 ára Smári Jökull Jónsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 1. september 2024 07:39 Sol Bamba í leik með Middlesbrough árið 2022. Vísir/Getty Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Sol Bamba er látinn aðeins 39 ára að aldri eftir að hafa veikst skyndilega á föstudag. Hann á að baki feril í ensku úrvalsdeildinni með Leicester, Leeds og Cardiff. Sol Bamba kom víða við á sínum ferli og á að baki 46 leiki fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Bamba var ættaður frá Fílabeinsströndinni en fæddist í úthverfi Parísar og hóf feril sinn hjá PSG sem miðvörður. Hann komst ekki í aðallið franska stórliðsins og fór því yfir til Skotlands þar sem hann spilaði sex tímabil, þrjú fyrir Dunfermline og þrjú hjá Hibernian. Eftir dvöl sína í Skotlandi flakkaði Bamba töluvert, lék nokkur tímabil fyrir Leicester, Leeds, Trabzonspor og einn leik fyrir Palermo. Lengst var hann hjá Cardiff í fimm tímabil, lék þar með Aroni Einari og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina í eitt tímabil. Bamba greindist með non-Hodgkin eitilfrumukrabbamein árið 2021 þegar hann var hjá Cardiff en sigraðist á því áður en hann tók eitt síðasta tímabil í boltanum með Middlesborough. Veiktist skyndilega á föstudag Eftir að hann lagði skóna á hilluna vann Bamba sem aðstoðarþjálfari Cardiff og tók í sumar við sem íþróttastjóri hjá tyrkneska liðinu Adanaspor. Hann veiktist fyrir leik liðsins á föstudag og var fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést. Í tilkynningu frá Adanaspor sagði: „Íþróttastjórinn okkar Souleymane Bamba, sem veiktist fyrir leik gegn Manisa F.K. í gær, var fluttur á Manisa Celal Bayar háskólasjúkrahúsið og lét þar lífið.“ Dün oynanan Manisa Futbol Kulübü müsabakası öncesi rahatsızlanan Teknik Direktörümüz Souleymane Bamba Manisa Celal Bayar Üniversitesi Hastanesine kaldırılmış ve burada verdiği yaşam savaşını malesef kaybetmiştir. Başta ailesi olmak üzere camiamızın başı sağolsun.. pic.twitter.com/vUsZY7PfTW— Adanaspor A.Ş. 🇹🇷 (@AdanasporResmi) August 31, 2024 „Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum,“ skrifar félagið í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X. Fjöldi fólks hefur minnst Bamba a miðliðunum. Þar á meðal hans fyrrverandi félög og liðsfélagar, á X minnist Leeds miðvarðarins og segja alla innan félagsins í sárum. 🤍 Everyone at #LUFC is devastated to learn of the news that former #LUFC captain Sol Bamba has passed away. Our thoughts and condolences are with his family and friends at this tragic time. Rest in peace, Sol, you will be forever in our hearts. pic.twitter.com/HFqtYgsFkM— Leeds United (@LUFC) August 31, 2024 „Allir í Leeds eru miður sín eftir að fréttir bárust af andláti fyrrum fyrirliða félagsins Sol Bamba. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum á þessari sorgarstundu. Hvíldu í friði Sol, þú munt alltaf vera í hjörtum okkar,“ skrifar félagið og á X-síðu Middlesbrough er Bamba einnig minnst en hann lék með félaginu tímabilið 2021-22. We are devastated to learn of the passing of Sol Bamba at the age of 39.Our thoughts are with Sol's family and friends at this time. RIP Sol ❤️ pic.twitter.com/jNYNiHPKE7— Middlesbrough FC (@Boro) August 31, 2024 Í Leiceseter lék Bamba undir stjórn Sven Göran Eriksson sem lést í vikunni eftir baráttu við krabbamein. Bamba minntist Eriksson í vikunni og sagði hann besta knattspyrnustjóra sem hann hafði haft og „framúrskarandi manneskju.“ Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Leikmaður Cardiff með krabbamein Sol Bamba, leikmaður enska B-deildarliðsins Cardiff City, hefur greinst með krabbamein og er í meðferð vegna þess. 12. janúar 2021 14:01 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Sol Bamba kom víða við á sínum ferli og á að baki 46 leiki fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Bamba var ættaður frá Fílabeinsströndinni en fæddist í úthverfi Parísar og hóf feril sinn hjá PSG sem miðvörður. Hann komst ekki í aðallið franska stórliðsins og fór því yfir til Skotlands þar sem hann spilaði sex tímabil, þrjú fyrir Dunfermline og þrjú hjá Hibernian. Eftir dvöl sína í Skotlandi flakkaði Bamba töluvert, lék nokkur tímabil fyrir Leicester, Leeds, Trabzonspor og einn leik fyrir Palermo. Lengst var hann hjá Cardiff í fimm tímabil, lék þar með Aroni Einari og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina í eitt tímabil. Bamba greindist með non-Hodgkin eitilfrumukrabbamein árið 2021 þegar hann var hjá Cardiff en sigraðist á því áður en hann tók eitt síðasta tímabil í boltanum með Middlesborough. Veiktist skyndilega á föstudag Eftir að hann lagði skóna á hilluna vann Bamba sem aðstoðarþjálfari Cardiff og tók í sumar við sem íþróttastjóri hjá tyrkneska liðinu Adanaspor. Hann veiktist fyrir leik liðsins á föstudag og var fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést. Í tilkynningu frá Adanaspor sagði: „Íþróttastjórinn okkar Souleymane Bamba, sem veiktist fyrir leik gegn Manisa F.K. í gær, var fluttur á Manisa Celal Bayar háskólasjúkrahúsið og lét þar lífið.“ Dün oynanan Manisa Futbol Kulübü müsabakası öncesi rahatsızlanan Teknik Direktörümüz Souleymane Bamba Manisa Celal Bayar Üniversitesi Hastanesine kaldırılmış ve burada verdiği yaşam savaşını malesef kaybetmiştir. Başta ailesi olmak üzere camiamızın başı sağolsun.. pic.twitter.com/vUsZY7PfTW— Adanaspor A.Ş. 🇹🇷 (@AdanasporResmi) August 31, 2024 „Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum,“ skrifar félagið í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X. Fjöldi fólks hefur minnst Bamba a miðliðunum. Þar á meðal hans fyrrverandi félög og liðsfélagar, á X minnist Leeds miðvarðarins og segja alla innan félagsins í sárum. 🤍 Everyone at #LUFC is devastated to learn of the news that former #LUFC captain Sol Bamba has passed away. Our thoughts and condolences are with his family and friends at this tragic time. Rest in peace, Sol, you will be forever in our hearts. pic.twitter.com/HFqtYgsFkM— Leeds United (@LUFC) August 31, 2024 „Allir í Leeds eru miður sín eftir að fréttir bárust af andláti fyrrum fyrirliða félagsins Sol Bamba. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum á þessari sorgarstundu. Hvíldu í friði Sol, þú munt alltaf vera í hjörtum okkar,“ skrifar félagið og á X-síðu Middlesbrough er Bamba einnig minnst en hann lék með félaginu tímabilið 2021-22. We are devastated to learn of the passing of Sol Bamba at the age of 39.Our thoughts are with Sol's family and friends at this time. RIP Sol ❤️ pic.twitter.com/jNYNiHPKE7— Middlesbrough FC (@Boro) August 31, 2024 Í Leiceseter lék Bamba undir stjórn Sven Göran Eriksson sem lést í vikunni eftir baráttu við krabbamein. Bamba minntist Eriksson í vikunni og sagði hann besta knattspyrnustjóra sem hann hafði haft og „framúrskarandi manneskju.“
Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Leikmaður Cardiff með krabbamein Sol Bamba, leikmaður enska B-deildarliðsins Cardiff City, hefur greinst með krabbamein og er í meðferð vegna þess. 12. janúar 2021 14:01 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Leikmaður Cardiff með krabbamein Sol Bamba, leikmaður enska B-deildarliðsins Cardiff City, hefur greinst með krabbamein og er í meðferð vegna þess. 12. janúar 2021 14:01