Raphinha með sýningu í risasigri Börsunga Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 17:01 Raphinha skoraði þrjú mörk í dag og lagði upp tvö í stórsigri Barcelona. Vísir/Getty Barcelona fer vel af stað í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið niðurlægði í dag lið Real Valladolid á heimavelli þar sem Brasilíumaðurinn Raphinha fór á kostum. Hveitibrauðsdagar Hansi Flick sem knattspyrnustjóri Barcelona virðast engan endi ætla að taka. Liðið vann í dag sinn fjórða sigur í jafnmörgum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Real Valladolid á heimavelli. Það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda í dag. Raphinha kom Barca í 1-0 á 20. mínútu og Robert Lewandowski tvöfaldaði forystu heimaliðsins fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði eftir sendingu ungstirnisins Lamine Yamal. Jules Kounde skoraði síðan þriðja markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan 3-0 í hálfleik. The entire stadium is chanting "Captain, captain!" when Raphinha has the ball. pic.twitter.com/KaCQOXLeP9— Barça Universal (@BarcaUniversal) August 31, 2024 Í síðari hálfleik hélt sýningin svo áfram. Raphinha fullkomnaði þrennuna með tveimur mörkum á átta mínútna kafla um miðjan hálfleikinn og Dani Olmo skoraði sjötta markið eftir sendingu Raphinha á 83. mínútu. Olmo var keyptur í sumar frá RB Leipzig eftir góða frammistöðu á Evrópumótinu þar sem Spánn varð Evrópumeistari. Ferran Torres setti síðan kirsuberið á kökuna á 85. mínútu eftir sendingu frá Raphinha. Frábær frammistaða þess brasilíska í dag, þrjú mörk og tvær stoðsendingar. -Youngsters like Lamine Yamal shining-Veterans like Raphinha and Lewandowski rejuvenated-Seamless transition into the team for Dani Olmo-12/12 points to the start the season-Top of LALIGAHansi Flick is cooking something SPECIAL in Barcelona 🔥 pic.twitter.com/N49QCh3kIb— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2024 Eftir sigurinn er Barcelona með tólf stig í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með fimm stiga forystu á Villareal sem á þó leik til góða. Real Madrid er í 5. sætinu með fimm stig eftir þrjá leiki. Spænski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita Sjá meira
Hveitibrauðsdagar Hansi Flick sem knattspyrnustjóri Barcelona virðast engan endi ætla að taka. Liðið vann í dag sinn fjórða sigur í jafnmörgum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Real Valladolid á heimavelli. Það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda í dag. Raphinha kom Barca í 1-0 á 20. mínútu og Robert Lewandowski tvöfaldaði forystu heimaliðsins fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði eftir sendingu ungstirnisins Lamine Yamal. Jules Kounde skoraði síðan þriðja markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan 3-0 í hálfleik. The entire stadium is chanting "Captain, captain!" when Raphinha has the ball. pic.twitter.com/KaCQOXLeP9— Barça Universal (@BarcaUniversal) August 31, 2024 Í síðari hálfleik hélt sýningin svo áfram. Raphinha fullkomnaði þrennuna með tveimur mörkum á átta mínútna kafla um miðjan hálfleikinn og Dani Olmo skoraði sjötta markið eftir sendingu Raphinha á 83. mínútu. Olmo var keyptur í sumar frá RB Leipzig eftir góða frammistöðu á Evrópumótinu þar sem Spánn varð Evrópumeistari. Ferran Torres setti síðan kirsuberið á kökuna á 85. mínútu eftir sendingu frá Raphinha. Frábær frammistaða þess brasilíska í dag, þrjú mörk og tvær stoðsendingar. -Youngsters like Lamine Yamal shining-Veterans like Raphinha and Lewandowski rejuvenated-Seamless transition into the team for Dani Olmo-12/12 points to the start the season-Top of LALIGAHansi Flick is cooking something SPECIAL in Barcelona 🔥 pic.twitter.com/N49QCh3kIb— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2024 Eftir sigurinn er Barcelona með tólf stig í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með fimm stiga forystu á Villareal sem á þó leik til góða. Real Madrid er í 5. sætinu með fimm stig eftir þrjá leiki.
Spænski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita Sjá meira