Rice sá rautt og Arsenal missti frá sér sigurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 13:24 Declan Rice skildi ekki af hverju Chris Kavanagh þurfti að gefa honum annað gult spjald og þar með rautt. Getty/Ryan Pierse Arsenal og Brighton töpuðu bæði sínum fyrstu stigum á tímabilinu þegar liðin sættust á 1-1 jafntefli í fyrsta leik þriðju umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Arsenal komst í 1-0 en var manni færri síðustu fjörutíu mínútur leiksins. Brighton nýtti sér það og jafnaði metin en tókst ekki að ná inn sigurmarkinu. Arsenal maðurinn Declan Rice kom sínu liði í slæm mál með því að láta reka sig af velli í upphafi seinni hálfleiks. Þetta var hans fyrsta rauða spjald á ferlinum. Rice fékk þá sitt annað gula spjald. Í fyrstu leit út fyrir að leikmaður Brighton hafi sparkað Rice niður en þegar betur var að gáð þá hindraði Rice leikmanninn að taka aukaspyrnu. Dómarinn sýndi Rice enga miskunn og sendi hann í sturtu. Brighton menn voru fljótir að nýta sér liðsmuninn þegar hetjan frá síðustu helgi jafnaði metin aðeins nokkrum mínútum síðar. João Pedro fylgdi þá á eftir þegar David Raya, markvörður Arsenal, hafði gert mjög vel í að verja frá Minteh úr dauðafæri. Arsenal fékk nokkur færi úr skyndisóknum manni færri en hvorugu liðinu tókst að ná inn sigurmarki. Raya gerði síðan vel í að verja eða grípa inn í þegar Brighton menn gerðust aðgangsharðir. Lengi vel leit út fyrir að Arsenal væri á góðri leið að þriðja sigrinum í röð. Arsenal byrjaði leikinn vel og það stefndi í Arsenal mark í upphafi leiks. Brighton menn náðu þó að komast í gegnum þessa erfiða byrjun og leikurinn jafnaðist. Bæði lið fengu hálffæri en ekkert mark leit dagsins ljós fyrr en á 38. mínútu. Þá fengu heimamenn mark á besta tíma. Kai Havertz fékk þá boltann inn fyrir vörnina frá Bukayo Saka og lyfti honum skemmtilega yfir markvörðinn. Þetta var tíunda markið sem Havertz kom að í síðustu níu leikjum sínum á Emirates og það er óhætt að segja Þjóðverjinn sé orðinn mikið uppáhald hjá stuðningsmönnum Arsenal. Saka varð sá fyrsti í búningi Arsenal síðan Thierry Henry 2004-05 til að leggja upp mark í þremur fyrstu leikjunum. Leikurinn snérist á augabragði í upphafi seinni hálfleiks með rauða spjaldinu hans Rice. Eftir það og jöfnunarmark fljótlega á eftir gátu Arsenal menn þakkað fyrir eitt stig. Enski boltinn
Arsenal og Brighton töpuðu bæði sínum fyrstu stigum á tímabilinu þegar liðin sættust á 1-1 jafntefli í fyrsta leik þriðju umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Arsenal komst í 1-0 en var manni færri síðustu fjörutíu mínútur leiksins. Brighton nýtti sér það og jafnaði metin en tókst ekki að ná inn sigurmarkinu. Arsenal maðurinn Declan Rice kom sínu liði í slæm mál með því að láta reka sig af velli í upphafi seinni hálfleiks. Þetta var hans fyrsta rauða spjald á ferlinum. Rice fékk þá sitt annað gula spjald. Í fyrstu leit út fyrir að leikmaður Brighton hafi sparkað Rice niður en þegar betur var að gáð þá hindraði Rice leikmanninn að taka aukaspyrnu. Dómarinn sýndi Rice enga miskunn og sendi hann í sturtu. Brighton menn voru fljótir að nýta sér liðsmuninn þegar hetjan frá síðustu helgi jafnaði metin aðeins nokkrum mínútum síðar. João Pedro fylgdi þá á eftir þegar David Raya, markvörður Arsenal, hafði gert mjög vel í að verja frá Minteh úr dauðafæri. Arsenal fékk nokkur færi úr skyndisóknum manni færri en hvorugu liðinu tókst að ná inn sigurmarki. Raya gerði síðan vel í að verja eða grípa inn í þegar Brighton menn gerðust aðgangsharðir. Lengi vel leit út fyrir að Arsenal væri á góðri leið að þriðja sigrinum í röð. Arsenal byrjaði leikinn vel og það stefndi í Arsenal mark í upphafi leiks. Brighton menn náðu þó að komast í gegnum þessa erfiða byrjun og leikurinn jafnaðist. Bæði lið fengu hálffæri en ekkert mark leit dagsins ljós fyrr en á 38. mínútu. Þá fengu heimamenn mark á besta tíma. Kai Havertz fékk þá boltann inn fyrir vörnina frá Bukayo Saka og lyfti honum skemmtilega yfir markvörðinn. Þetta var tíunda markið sem Havertz kom að í síðustu níu leikjum sínum á Emirates og það er óhætt að segja Þjóðverjinn sé orðinn mikið uppáhald hjá stuðningsmönnum Arsenal. Saka varð sá fyrsti í búningi Arsenal síðan Thierry Henry 2004-05 til að leggja upp mark í þremur fyrstu leikjunum. Leikurinn snérist á augabragði í upphafi seinni hálfleiks með rauða spjaldinu hans Rice. Eftir það og jöfnunarmark fljótlega á eftir gátu Arsenal menn þakkað fyrir eitt stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti