Uppgjörið: Valur - Þróttur 1-1 | Dýr stig í súginn hjá meisturunum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 30. ágúst 2024 20:00 Guðrún Elísabet var ekki á skotskónum í kvöld. vísir/Anton Í kvöld hófst keppni í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir að deildinni var skipt upp í tvennt. Á Hlíðarenda náðu Þróttarar í stig gegn Valskonum, lokatölur 1-1. Heimakonur hófu leikinn af miklum krafti með meðbyr í seglin í rokinu á Hlíðarenda. Fengu þær nokkur fín færi og meðal annars eitt stangarskot. Þróttarar náðu þó að koma sér betur inn í leikinn eftir um rúma tuttugu mínútna einstefnu. Valur náði þó fljótlega að nýta sér það að gestirnir væru að færast framar á völlinn. Fyrsta markið kom á 32. mínútu þegar Katie Cousins vann boltann á miðjunni og Valsliðið geystist upp völlinn. Endaði sóknin með því að Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir renndi boltanum á Fanndísi Friðriksdóttur sem var ein á auðum sjó gegn Mollee Swift, markverði Þróttar. Fanndís var í litlum vandræðum með að klára færið og heimakonur komnar yfir. Eftir markið róaðist leikurinn töluvert og lítið markvert gerðist þar til á lokasekúndu fyrri hálfleiks. Þá skoraði Jasmín Erla Ingadóttir fyrir Val en markið var dæmt af vegna hendi. Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað og komu helstu færin eftir hornspyrnu. Á 71. mínútu kom jöfnunarmark frá Þrótturum, einmitt eftir hornspyrnu. Boltanum var þá spyrnt upp í vindinn og rataði hann loks á kollinn á fyrirliða Þróttar, Álfhildi Rósu Kjartansdóttur, og þaðan fór hann í netið af stuttu færi. Eftir jöfnunarmarkið þjörmuðu Valskonur duglega að marki gestanna. Á 75. mínútu fór rauða spjaldið á loft. Fékk þá Sæunn Björnsdóttir sitt annað gula spjald fyrir tæklingu út á miðjum velli þar sem Sæunn fór fyrst í boltann áður en hún straujaði leikmann Vals. Á 86. mínútu fékk Valur algjört dauðafæri þegar Ísabella Sara Tryggvadóttir slapp ein í gegn en Mollee Swift var fljótt úr markinu og varði vel. Valskonur reyndu hvað þær gátu til að ná inn sigurmarki á lokakaflanum, en þeim varð ekki kápan úr þeim klæðunum. Atvik leiksins Varsla Mollee Swift á 86. mínútu þegar Ísabella Sara slapp ein í gegn. Þarna hefði sigurmark Vals átt að koma, en Mollee var fljót að bregðast við þegar hún sá hvað stefndi í og varði vel. Stjörnur og skúrkar Mollee Swift tryggði Þrótti stigið í kvöld með vörslu sinni, en hún varði fyrir utan það urmul skota sem rötuðu á mark Þróttar. Jelena Tinna Kujundzic var mjög öflug í miðri vörn Þróttar og var óhrædd einnig við það að halda boltanum og spila honum örugglega þegar Þróttarar fengu að hafa knöttinn. Í raun enginn skúrkur þannig séð í leiknum, en Ísabella Sara fékk tækifæri til þess að verða hetjan en greip ekki gæsina. Dómarar Helgi Mikael Jónasson dæmdi þennan leik þokkalega, hélt fínu flæði og var ekki mikið að flauta á ýmiss samstuð hér og þar um völlinn. Ég er þó ekki viss um að seinna gula spjaldið á Sæunni hafi verið réttur dómur, þar sem hún fór í boltann greinilega fyrst nokkru áður en hún hæfði leikmann Vals. Stemning og umgjörð Þróttarar styðja vel við sínar konur hvar svo sem þær spila. Valsmenn hins vegar mættu vera duglegri að styðja þetta frábæra lið sitt og þá sérstaklega núna þegar lokaspretturinn er hafinn á tímabilinu. „Það var dæmt af okkur mark“ Pétur Pétursson á hliðarlínunni í sumar.Vísir/HAG „Mér fannst þetta frábærlega vel spilaður leikur hjá okkur. Skrítið að hann hafi endað 1-1, en þannig fór það,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir leik. Pétur var svekktur að fara ekki með meira forskot inn í hálfleikinn, en hann telur að mark sem Jasmín Erla skoraði undir lok fyrri hálfleiksins hefði átt að fá að standa. „Það var dæmt af okkur mark og þannig er það, en eins og ég segi þá fannst mér við spila þennan leik frábærlega.“ En hvað vantaði upp á hjá heimakonum í dag til þess að ná inn sigurmarki? „Þær fá náttúrulega hornspyrnu sem þær skora úr. Við náttúrulega sækjum og sækjum og fáum tækifæri, hálffæri og við nýtum ekkert af þessu og það þarftu að gera til að vinna leiki.“ Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður Vals, kvartaði í Helga Mikael Jónsson, dómara leiksins, eftir jöfnunarmark Þróttar. Taldi hún að leikmenn Þróttar höfðu brotið á sér. Þegar Pétur var spurður út í það atvik, svaraði hann því á þennan veg. „Ég bara veit það ekki, hef ekki hugmynd um það. Dómarinn dæmdi ekkert á það og Jasmín skoraði með maganum en hann dæmdi hendi á það, en svona er þetta bara í fótbolta. Þeir dæma og ég veit ekkert hvort það sé rétt eða rangt.“ Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir „Ekki oft sem maður skorar“ „Ég held að við getum ekki verið annað en sáttar með þessi úrslit,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði og markaskorari Þróttar, í 1-1 jafntefli liðsins gegn Val í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. 30. ágúst 2024 20:46
Í kvöld hófst keppni í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir að deildinni var skipt upp í tvennt. Á Hlíðarenda náðu Þróttarar í stig gegn Valskonum, lokatölur 1-1. Heimakonur hófu leikinn af miklum krafti með meðbyr í seglin í rokinu á Hlíðarenda. Fengu þær nokkur fín færi og meðal annars eitt stangarskot. Þróttarar náðu þó að koma sér betur inn í leikinn eftir um rúma tuttugu mínútna einstefnu. Valur náði þó fljótlega að nýta sér það að gestirnir væru að færast framar á völlinn. Fyrsta markið kom á 32. mínútu þegar Katie Cousins vann boltann á miðjunni og Valsliðið geystist upp völlinn. Endaði sóknin með því að Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir renndi boltanum á Fanndísi Friðriksdóttur sem var ein á auðum sjó gegn Mollee Swift, markverði Þróttar. Fanndís var í litlum vandræðum með að klára færið og heimakonur komnar yfir. Eftir markið róaðist leikurinn töluvert og lítið markvert gerðist þar til á lokasekúndu fyrri hálfleiks. Þá skoraði Jasmín Erla Ingadóttir fyrir Val en markið var dæmt af vegna hendi. Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað og komu helstu færin eftir hornspyrnu. Á 71. mínútu kom jöfnunarmark frá Þrótturum, einmitt eftir hornspyrnu. Boltanum var þá spyrnt upp í vindinn og rataði hann loks á kollinn á fyrirliða Þróttar, Álfhildi Rósu Kjartansdóttur, og þaðan fór hann í netið af stuttu færi. Eftir jöfnunarmarkið þjörmuðu Valskonur duglega að marki gestanna. Á 75. mínútu fór rauða spjaldið á loft. Fékk þá Sæunn Björnsdóttir sitt annað gula spjald fyrir tæklingu út á miðjum velli þar sem Sæunn fór fyrst í boltann áður en hún straujaði leikmann Vals. Á 86. mínútu fékk Valur algjört dauðafæri þegar Ísabella Sara Tryggvadóttir slapp ein í gegn en Mollee Swift var fljótt úr markinu og varði vel. Valskonur reyndu hvað þær gátu til að ná inn sigurmarki á lokakaflanum, en þeim varð ekki kápan úr þeim klæðunum. Atvik leiksins Varsla Mollee Swift á 86. mínútu þegar Ísabella Sara slapp ein í gegn. Þarna hefði sigurmark Vals átt að koma, en Mollee var fljót að bregðast við þegar hún sá hvað stefndi í og varði vel. Stjörnur og skúrkar Mollee Swift tryggði Þrótti stigið í kvöld með vörslu sinni, en hún varði fyrir utan það urmul skota sem rötuðu á mark Þróttar. Jelena Tinna Kujundzic var mjög öflug í miðri vörn Þróttar og var óhrædd einnig við það að halda boltanum og spila honum örugglega þegar Þróttarar fengu að hafa knöttinn. Í raun enginn skúrkur þannig séð í leiknum, en Ísabella Sara fékk tækifæri til þess að verða hetjan en greip ekki gæsina. Dómarar Helgi Mikael Jónasson dæmdi þennan leik þokkalega, hélt fínu flæði og var ekki mikið að flauta á ýmiss samstuð hér og þar um völlinn. Ég er þó ekki viss um að seinna gula spjaldið á Sæunni hafi verið réttur dómur, þar sem hún fór í boltann greinilega fyrst nokkru áður en hún hæfði leikmann Vals. Stemning og umgjörð Þróttarar styðja vel við sínar konur hvar svo sem þær spila. Valsmenn hins vegar mættu vera duglegri að styðja þetta frábæra lið sitt og þá sérstaklega núna þegar lokaspretturinn er hafinn á tímabilinu. „Það var dæmt af okkur mark“ Pétur Pétursson á hliðarlínunni í sumar.Vísir/HAG „Mér fannst þetta frábærlega vel spilaður leikur hjá okkur. Skrítið að hann hafi endað 1-1, en þannig fór það,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir leik. Pétur var svekktur að fara ekki með meira forskot inn í hálfleikinn, en hann telur að mark sem Jasmín Erla skoraði undir lok fyrri hálfleiksins hefði átt að fá að standa. „Það var dæmt af okkur mark og þannig er það, en eins og ég segi þá fannst mér við spila þennan leik frábærlega.“ En hvað vantaði upp á hjá heimakonum í dag til þess að ná inn sigurmarki? „Þær fá náttúrulega hornspyrnu sem þær skora úr. Við náttúrulega sækjum og sækjum og fáum tækifæri, hálffæri og við nýtum ekkert af þessu og það þarftu að gera til að vinna leiki.“ Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður Vals, kvartaði í Helga Mikael Jónsson, dómara leiksins, eftir jöfnunarmark Þróttar. Taldi hún að leikmenn Þróttar höfðu brotið á sér. Þegar Pétur var spurður út í það atvik, svaraði hann því á þennan veg. „Ég bara veit það ekki, hef ekki hugmynd um það. Dómarinn dæmdi ekkert á það og Jasmín skoraði með maganum en hann dæmdi hendi á það, en svona er þetta bara í fótbolta. Þeir dæma og ég veit ekkert hvort það sé rétt eða rangt.“
Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir „Ekki oft sem maður skorar“ „Ég held að við getum ekki verið annað en sáttar með þessi úrslit,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði og markaskorari Þróttar, í 1-1 jafntefli liðsins gegn Val í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. 30. ágúst 2024 20:46
„Ekki oft sem maður skorar“ „Ég held að við getum ekki verið annað en sáttar með þessi úrslit,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði og markaskorari Þróttar, í 1-1 jafntefli liðsins gegn Val í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. 30. ágúst 2024 20:46
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti