Veggjalist blómstrar í Reykjavík sem aldrei fyrr Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 14:02 Adam Flint Taylor og Natka Klimowicz standa hér við eitt af uppáhaldsverkum Adams í Reykjavík. Verkið er á húsi Andrýmis við Bergþórugötu 20 og er Natka höfundur þess ásamt Krot og Krass. Reykjavíkurborg Veggjalist blómstrar í Reykjavík sem aldrei fyrr. Sífellt fæðast ný verk og við höfum tekið yfir 160 vegglistaverk saman á kort svo auðveldara sé að finna verkin og njóta þeirra. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að veggjalist eigi sér langa sögu og Reykjavík nútímans sé rík af fallegum vegglistaverkum. „Þessi fjölbreyttu og spennandi listaverk eru allt í kringum okkur en þau eru misáberandi og leynast jafnvel á óvæntum stöðum; leyndar perlur sem lífga upp á hversdaginn okkar. Veggjalist í borginni hefur verið safnað saman á kort um nokkurt skeið og eru nú rúmlega 160 verk á kortinu. Um er að ræða vegglistaverk utandyra innan borgarmarka Reykjavíkur en vert er að taka fram að listinn er alls ekki tæmandi og kortið er í sífelldri uppfærslu enda er landslag veggjalistarinnar síbreytilegt, verk hverfa og ný bætast við,“ segir í tilkynningunni á vef borgarinnar. Adam Flint Taylor og Natka Klimowicz hafa velt veggjalist mikið fyrir sér og þekkja vel til. Hún er myndlistarkona sem hannar til dæmis plaköt fyrir menningarviðburði og ýmis samfélagsleg málefni en hefur einnig skapað veggjalist, meðal annars í Reykjavík. Adam er fagstjóri í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands og hefur komið að mörgum sýningum og verkefnum sem tengjast list í almannarými. Þau eru sammála um að veggjalist í Reykjavík sé í miklum blóma. „Senan er mjög virk,“ er haft eftir Natka. „Oft er þetta sama fólkið eða hóparnir á bakvið verkin en við fáum líka gesti sem skapa verk hér á landi.“ Að neðan má sjá dæmi um nokkur þau listaverk sem finna má í borgarlandinu. Verkið „Flatus lifir“ er áberandi þegar keyrt er um Vesturlandsveg við Esjurætur. Reykjavíkurborg Verkið sem Natka gerði með Amnesty á Kaffihús Vesturbæjar. Reykjavíkurborg Hér má sjá verk Arnars Ásgeirssonar við Óðinstorg. Reykjavíkurborg Risastórt verk Arnórs Kára og Stefáns Óla við Sundahöfn. Reykjavíkurborg Myndlist Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að veggjalist eigi sér langa sögu og Reykjavík nútímans sé rík af fallegum vegglistaverkum. „Þessi fjölbreyttu og spennandi listaverk eru allt í kringum okkur en þau eru misáberandi og leynast jafnvel á óvæntum stöðum; leyndar perlur sem lífga upp á hversdaginn okkar. Veggjalist í borginni hefur verið safnað saman á kort um nokkurt skeið og eru nú rúmlega 160 verk á kortinu. Um er að ræða vegglistaverk utandyra innan borgarmarka Reykjavíkur en vert er að taka fram að listinn er alls ekki tæmandi og kortið er í sífelldri uppfærslu enda er landslag veggjalistarinnar síbreytilegt, verk hverfa og ný bætast við,“ segir í tilkynningunni á vef borgarinnar. Adam Flint Taylor og Natka Klimowicz hafa velt veggjalist mikið fyrir sér og þekkja vel til. Hún er myndlistarkona sem hannar til dæmis plaköt fyrir menningarviðburði og ýmis samfélagsleg málefni en hefur einnig skapað veggjalist, meðal annars í Reykjavík. Adam er fagstjóri í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands og hefur komið að mörgum sýningum og verkefnum sem tengjast list í almannarými. Þau eru sammála um að veggjalist í Reykjavík sé í miklum blóma. „Senan er mjög virk,“ er haft eftir Natka. „Oft er þetta sama fólkið eða hóparnir á bakvið verkin en við fáum líka gesti sem skapa verk hér á landi.“ Að neðan má sjá dæmi um nokkur þau listaverk sem finna má í borgarlandinu. Verkið „Flatus lifir“ er áberandi þegar keyrt er um Vesturlandsveg við Esjurætur. Reykjavíkurborg Verkið sem Natka gerði með Amnesty á Kaffihús Vesturbæjar. Reykjavíkurborg Hér má sjá verk Arnars Ásgeirssonar við Óðinstorg. Reykjavíkurborg Risastórt verk Arnórs Kára og Stefáns Óla við Sundahöfn. Reykjavíkurborg
Myndlist Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Sjá meira