„Svipað og þegar við tókum yfir liðið á sínum tíma“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2024 08:01 Gylfi mun leika með Íslandi gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli áður en haldið verður til Tyrklands. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson verður hluti af landsliðshópi Íslands sem mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta byrjun næsta mánaðar. Hann er spenntur fyrir nýrri kynslóð leikmanna í landsliðinu. Gylfi Þór var utan landsliðsins um hríð á meðal dómsmál hans í Bretlandi var útkljáð en tókst að bæta markamet Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen þegar hann sneri aftur í liðið í október í fyrra. Klippa: Gylfi ánægður að snúa aftur Hann hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan vegna meiðsla og endurhæfingar sökum langs tíma utan fótboltavallarins. Eðlilega hafa miklar breytingar orðið á liðinu síðan og standa fáir eftir af þeim leikmönnum sem spiluðu með Gylfa þegar Ísland fór á EM 2016 og HM 2018. Honum líst vel á þá ungu menn sem hafa tekið við keflinu. „Mjög fínir, tæknilega mjög góðir. Þetta eru kannski svipuð skipti og þegar við gömlu kallarnir vorum að taka yfir liðið á sínum tíma. Leikmennirnir í dag eru mjög góðir tæknilega og margir skemmtilegir leikmenn, sem skemmtilegt er að horfa á fram á við,“ „Ég held að styrkurinn sé með boltann hjá þessum strákum en eins og er alltaf hjá Íslandi þá verðum við að geta varist vel og byggt ofan á það. Og svo þá með einstaklingsgæði geta skipt máli,“ segir Gylfi. Ekki rætt við Hareide um sitt hluverk Tíu mánuðir eru frá því að Gylfi var síðast í landsliðshópnum en hann kveðst hafa haldið góðu sambandi við landsliðs þjálfarann Åge Hareide. „Bara fín, við höfum spjallað saman í kringum landsliðsgluggana. Við vorum mikið í sambandi fyrir umspilsleikina þegar ég var meiddur og að koma mér aftur í gang á Spáni. En síðan þá hefur þetta verið í kringum gluggana sem hann hefur tjékkað á mér og látið mig vita að hann sé að fylgjast með mér og spyrja hvernig ég hefði það og svo framvegis,“ segir Gylfi. En hefur hann rætt við þjálfarann hvert hlutverk hans með liðinu verður? „Ekkert þannig séð. Við munum örugglega ræða það þegar við hittumst. Við gerum það líklega frekar uppi á hóteli heldur en í gegnum síma. Auðvitað vill maður alltaf spila, sama hversu gamall maður er. Þó maður sé kominn á seinni hluta ferilsins er metnaðurinn alltaf til staðar að spila alla leiki og allar mínútur,“ segir Gylfi. Gylfa hlakkar þá til að spila á Laugardalsvelli en er ekki síður spenntur fyrir því að spila fyrir fullum velli í brjálaðri stemningu í Tyrklandi, hvar íslenska liðinu hefur gengið vel í síðustu heimsóknum. „Mjög vel. Þetta eru geggjaðir leikir. Það er frábært að fara til Tyrklands að spila á troðfullum velli og örugglega mikil stemning. Það er eitthvað sem ég hlakka mikið til. En auðvitað er frábært líka að fá leik hérna heima á Laugardalsvellinum og undirbúninginn hérna heima líka,“ segir Gylfi. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Fleiri fréttir Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sjá meira
Gylfi Þór var utan landsliðsins um hríð á meðal dómsmál hans í Bretlandi var útkljáð en tókst að bæta markamet Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen þegar hann sneri aftur í liðið í október í fyrra. Klippa: Gylfi ánægður að snúa aftur Hann hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan vegna meiðsla og endurhæfingar sökum langs tíma utan fótboltavallarins. Eðlilega hafa miklar breytingar orðið á liðinu síðan og standa fáir eftir af þeim leikmönnum sem spiluðu með Gylfa þegar Ísland fór á EM 2016 og HM 2018. Honum líst vel á þá ungu menn sem hafa tekið við keflinu. „Mjög fínir, tæknilega mjög góðir. Þetta eru kannski svipuð skipti og þegar við gömlu kallarnir vorum að taka yfir liðið á sínum tíma. Leikmennirnir í dag eru mjög góðir tæknilega og margir skemmtilegir leikmenn, sem skemmtilegt er að horfa á fram á við,“ „Ég held að styrkurinn sé með boltann hjá þessum strákum en eins og er alltaf hjá Íslandi þá verðum við að geta varist vel og byggt ofan á það. Og svo þá með einstaklingsgæði geta skipt máli,“ segir Gylfi. Ekki rætt við Hareide um sitt hluverk Tíu mánuðir eru frá því að Gylfi var síðast í landsliðshópnum en hann kveðst hafa haldið góðu sambandi við landsliðs þjálfarann Åge Hareide. „Bara fín, við höfum spjallað saman í kringum landsliðsgluggana. Við vorum mikið í sambandi fyrir umspilsleikina þegar ég var meiddur og að koma mér aftur í gang á Spáni. En síðan þá hefur þetta verið í kringum gluggana sem hann hefur tjékkað á mér og látið mig vita að hann sé að fylgjast með mér og spyrja hvernig ég hefði það og svo framvegis,“ segir Gylfi. En hefur hann rætt við þjálfarann hvert hlutverk hans með liðinu verður? „Ekkert þannig séð. Við munum örugglega ræða það þegar við hittumst. Við gerum það líklega frekar uppi á hóteli heldur en í gegnum síma. Auðvitað vill maður alltaf spila, sama hversu gamall maður er. Þó maður sé kominn á seinni hluta ferilsins er metnaðurinn alltaf til staðar að spila alla leiki og allar mínútur,“ segir Gylfi. Gylfa hlakkar þá til að spila á Laugardalsvelli en er ekki síður spenntur fyrir því að spila fyrir fullum velli í brjálaðri stemningu í Tyrklandi, hvar íslenska liðinu hefur gengið vel í síðustu heimsóknum. „Mjög vel. Þetta eru geggjaðir leikir. Það er frábært að fara til Tyrklands að spila á troðfullum velli og örugglega mikil stemning. Það er eitthvað sem ég hlakka mikið til. En auðvitað er frábært líka að fá leik hérna heima á Laugardalsvellinum og undirbúninginn hérna heima líka,“ segir Gylfi. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Fleiri fréttir Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sjá meira