„Svipað og þegar við tókum yfir liðið á sínum tíma“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2024 08:01 Gylfi mun leika með Íslandi gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli áður en haldið verður til Tyrklands. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson verður hluti af landsliðshópi Íslands sem mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta byrjun næsta mánaðar. Hann er spenntur fyrir nýrri kynslóð leikmanna í landsliðinu. Gylfi Þór var utan landsliðsins um hríð á meðal dómsmál hans í Bretlandi var útkljáð en tókst að bæta markamet Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen þegar hann sneri aftur í liðið í október í fyrra. Klippa: Gylfi ánægður að snúa aftur Hann hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan vegna meiðsla og endurhæfingar sökum langs tíma utan fótboltavallarins. Eðlilega hafa miklar breytingar orðið á liðinu síðan og standa fáir eftir af þeim leikmönnum sem spiluðu með Gylfa þegar Ísland fór á EM 2016 og HM 2018. Honum líst vel á þá ungu menn sem hafa tekið við keflinu. „Mjög fínir, tæknilega mjög góðir. Þetta eru kannski svipuð skipti og þegar við gömlu kallarnir vorum að taka yfir liðið á sínum tíma. Leikmennirnir í dag eru mjög góðir tæknilega og margir skemmtilegir leikmenn, sem skemmtilegt er að horfa á fram á við,“ „Ég held að styrkurinn sé með boltann hjá þessum strákum en eins og er alltaf hjá Íslandi þá verðum við að geta varist vel og byggt ofan á það. Og svo þá með einstaklingsgæði geta skipt máli,“ segir Gylfi. Ekki rætt við Hareide um sitt hluverk Tíu mánuðir eru frá því að Gylfi var síðast í landsliðshópnum en hann kveðst hafa haldið góðu sambandi við landsliðs þjálfarann Åge Hareide. „Bara fín, við höfum spjallað saman í kringum landsliðsgluggana. Við vorum mikið í sambandi fyrir umspilsleikina þegar ég var meiddur og að koma mér aftur í gang á Spáni. En síðan þá hefur þetta verið í kringum gluggana sem hann hefur tjékkað á mér og látið mig vita að hann sé að fylgjast með mér og spyrja hvernig ég hefði það og svo framvegis,“ segir Gylfi. En hefur hann rætt við þjálfarann hvert hlutverk hans með liðinu verður? „Ekkert þannig séð. Við munum örugglega ræða það þegar við hittumst. Við gerum það líklega frekar uppi á hóteli heldur en í gegnum síma. Auðvitað vill maður alltaf spila, sama hversu gamall maður er. Þó maður sé kominn á seinni hluta ferilsins er metnaðurinn alltaf til staðar að spila alla leiki og allar mínútur,“ segir Gylfi. Gylfa hlakkar þá til að spila á Laugardalsvelli en er ekki síður spenntur fyrir því að spila fyrir fullum velli í brjálaðri stemningu í Tyrklandi, hvar íslenska liðinu hefur gengið vel í síðustu heimsóknum. „Mjög vel. Þetta eru geggjaðir leikir. Það er frábært að fara til Tyrklands að spila á troðfullum velli og örugglega mikil stemning. Það er eitthvað sem ég hlakka mikið til. En auðvitað er frábært líka að fá leik hérna heima á Laugardalsvellinum og undirbúninginn hérna heima líka,“ segir Gylfi. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Gylfi Þór var utan landsliðsins um hríð á meðal dómsmál hans í Bretlandi var útkljáð en tókst að bæta markamet Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen þegar hann sneri aftur í liðið í október í fyrra. Klippa: Gylfi ánægður að snúa aftur Hann hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan vegna meiðsla og endurhæfingar sökum langs tíma utan fótboltavallarins. Eðlilega hafa miklar breytingar orðið á liðinu síðan og standa fáir eftir af þeim leikmönnum sem spiluðu með Gylfa þegar Ísland fór á EM 2016 og HM 2018. Honum líst vel á þá ungu menn sem hafa tekið við keflinu. „Mjög fínir, tæknilega mjög góðir. Þetta eru kannski svipuð skipti og þegar við gömlu kallarnir vorum að taka yfir liðið á sínum tíma. Leikmennirnir í dag eru mjög góðir tæknilega og margir skemmtilegir leikmenn, sem skemmtilegt er að horfa á fram á við,“ „Ég held að styrkurinn sé með boltann hjá þessum strákum en eins og er alltaf hjá Íslandi þá verðum við að geta varist vel og byggt ofan á það. Og svo þá með einstaklingsgæði geta skipt máli,“ segir Gylfi. Ekki rætt við Hareide um sitt hluverk Tíu mánuðir eru frá því að Gylfi var síðast í landsliðshópnum en hann kveðst hafa haldið góðu sambandi við landsliðs þjálfarann Åge Hareide. „Bara fín, við höfum spjallað saman í kringum landsliðsgluggana. Við vorum mikið í sambandi fyrir umspilsleikina þegar ég var meiddur og að koma mér aftur í gang á Spáni. En síðan þá hefur þetta verið í kringum gluggana sem hann hefur tjékkað á mér og látið mig vita að hann sé að fylgjast með mér og spyrja hvernig ég hefði það og svo framvegis,“ segir Gylfi. En hefur hann rætt við þjálfarann hvert hlutverk hans með liðinu verður? „Ekkert þannig séð. Við munum örugglega ræða það þegar við hittumst. Við gerum það líklega frekar uppi á hóteli heldur en í gegnum síma. Auðvitað vill maður alltaf spila, sama hversu gamall maður er. Þó maður sé kominn á seinni hluta ferilsins er metnaðurinn alltaf til staðar að spila alla leiki og allar mínútur,“ segir Gylfi. Gylfa hlakkar þá til að spila á Laugardalsvelli en er ekki síður spenntur fyrir því að spila fyrir fullum velli í brjálaðri stemningu í Tyrklandi, hvar íslenska liðinu hefur gengið vel í síðustu heimsóknum. „Mjög vel. Þetta eru geggjaðir leikir. Það er frábært að fara til Tyrklands að spila á troðfullum velli og örugglega mikil stemning. Það er eitthvað sem ég hlakka mikið til. En auðvitað er frábært líka að fá leik hérna heima á Laugardalsvellinum og undirbúninginn hérna heima líka,“ segir Gylfi. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira