Draumur þúsund leikmanna dáinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2024 14:47 Kadarius Toney er hér nýbúinn að skora í Super Bowl síðasta febrúar. Nú er hann samningslaus. vísir/getty Gærdagurinn var sá blóðugasti í NFL-deildinni þetta tímabilið er draumur tæplega þúsund leikmanna um að spila í deildinni dó. Í gær þurftu liðin nefnilega að tilkynna 53 leikmanna hóp fyrir komandi tímabil sem hefst eftir rúma viku. Æfingahópurinn er mun stærri, eða 90 leikmenn, og til eru leikmenn sem hafa verið í æfingahópum árum saman án þess að komast að og spila í deildinni. Stór hluti þeirra sem missti af draumnum í gær mun aftur á móti komast að í æfingahópi þar sem leikmenn þurfa að vera klárir að hoppa í aðalhópinn er leikmenn byrja að meiðast. Það munu margir meiðast eins og á hverju tímabili. Stórir leikmenn samningslausir Margir þekktir leikmenn misstu samning hjá sínu liði í gær og eru því komnir á markaðinn. Líklegt er að þessir stærstu munu fá samning annars staðar. Á meðal þeirra sem eru án samnings má nefna Kadarius Toney sem stóð sig frábærlega í Super Bowl með Kansas City Chiefs en var lélegur þess utan. Hann er á lausu. Hlauparinn D´onta Foreman missti óvænt sætið sitt hjá Cleveland Browns sem og leikstjórnandinn Desmond Ridder. Ridder spilaði þrettán leiki fyrir Atlanta Falcons í fyrra en var kominn til Arizona Cardinals. Þeir hafa ekki lengur áhuga á honum. Annar leikstjórnandi er líka á lausu en það er Bailey Zappe sem spilaði talsvert fyrir New England Patriots síðasta vetur. NFL-deildin hefst á fimmtudaginn í næstu viku og verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports líkt og venjulega. NFL Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira
Í gær þurftu liðin nefnilega að tilkynna 53 leikmanna hóp fyrir komandi tímabil sem hefst eftir rúma viku. Æfingahópurinn er mun stærri, eða 90 leikmenn, og til eru leikmenn sem hafa verið í æfingahópum árum saman án þess að komast að og spila í deildinni. Stór hluti þeirra sem missti af draumnum í gær mun aftur á móti komast að í æfingahópi þar sem leikmenn þurfa að vera klárir að hoppa í aðalhópinn er leikmenn byrja að meiðast. Það munu margir meiðast eins og á hverju tímabili. Stórir leikmenn samningslausir Margir þekktir leikmenn misstu samning hjá sínu liði í gær og eru því komnir á markaðinn. Líklegt er að þessir stærstu munu fá samning annars staðar. Á meðal þeirra sem eru án samnings má nefna Kadarius Toney sem stóð sig frábærlega í Super Bowl með Kansas City Chiefs en var lélegur þess utan. Hann er á lausu. Hlauparinn D´onta Foreman missti óvænt sætið sitt hjá Cleveland Browns sem og leikstjórnandinn Desmond Ridder. Ridder spilaði þrettán leiki fyrir Atlanta Falcons í fyrra en var kominn til Arizona Cardinals. Þeir hafa ekki lengur áhuga á honum. Annar leikstjórnandi er líka á lausu en það er Bailey Zappe sem spilaði talsvert fyrir New England Patriots síðasta vetur. NFL-deildin hefst á fimmtudaginn í næstu viku og verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports líkt og venjulega.
NFL Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira